Fćrsluflokkur: Ferđalög

Ég elska New York

New York er dásamleg borg. Hún er talsvert öđruvísi en ég hélt hún vćri og ég upplifi mig alveg örugga hér, en ţví átti ég ekki von á. Fólkiđ hér er mjög vinsamlegt og allir tilbúnir ađ hjálpa ef ţess ţarf. Borgin er líka svo fallleg. Ég hafđi séđ fyrir mér fullt af alveg eins húsum, einsleitar og leiđinlegar götur, yfirfullar gangstéttir og svo háar byggingar í einni kös ţannig ađ ekki sćist til himins. Ég hafđi algjörlega búist viđ ađ fá innilokunarkennd og verđa stöđugt pirruđ yfir endalausu áreitinu.
En ţađ er sko ekki raunin. Ţađ er auđvitađ stöđugur hávađi og svona "borgarhljóđ" en ţađ er allt í lagi, ţetta er ekkert meira en í mörgum öđrum borgum. Og byggingarnar eru hver annari fallegri. Hér ćgir saman glćsilegum glerturnum innan um gamlar byggyngar í evrópskum stíl.
Ţađ er ekkert mál ađ komast á milli stađa, auđvelt ađ rata og lítiđ mál ađ veifa í nćsta leigunbíl (ég hef sérlega gaman ađ ţví ađ "veiđa" leigubíla :) Mér finnst ég vera búin ađ fara út um allt á ţessum fáu dögum, međal annars bćđi í Apple búđina og í fallega borgarbókasafniđ. Mikiđ rosalega er ţađ ćđisleg bygging. Ég settist ţar inn í einn lessalinn og skrifađi í dagbókina mína og bara andađi ađ mér loftinu ţar inni. Yndislegt!
Hóteliđ okkar er viđ 51. strćti og ég bý á 14 hćđ. Ég er međ skemmtilegt útsýni út götuna, umferđ og mannlíf.
Kveđjur til allra

Helsinki

Ég kom frá Helsinki seinnipartinn í gćr. Ég var frekar ţreytt og syfjuđ og ákvađ ađ leggja mig um hálfátta, ćtlađi bara ađ fá mér smákríu, en steinsvaf í nćstum 12 tíma. Ótrúlegt, en alveg ágćtt samt :) Nú er ég eldhress, ćtla ađ fara taka uppúr töskunum og dútla mér.
Ég var í Helsinki á ráđstefnu á vegum Evrópuráđsins um kynbundiđ ofbeldi. Mjög fróđlegt og gagnlegt og skemmtilegt fólk frá Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og Norđurlöndunum. Ráđstefnan var haldin á Hanasaari, á lítilli landtengdri eyju ţar sem er ţetta hús, sem er hótel, ráđstefnuhús og menningarhús. Yndislegur stađur. Skógur allt í kring međ dásamlegum fuglasöng á morgnana og glampa á blátt vatn.
Ég fór inní miđborg Helsinki líka ađ skođa, fá mér ađ borđa og versla smá. Bara gaman. Ég og ferđafélagi minn, Sigrún, fórum fyrst á sunnudagskvöld og ćtluđum ađ finna einhvern finnskan veitingastađ sem seldi klassískan finnskan mat og sáum fyrir okkur hreindýrakássu á kartöflumús og berjasósu. Viđ ţrömmuđum út um allt en fundum ekker nema nokkra pöbba, kaffihús og skyndibitastađi. Ađ lokum snerum viđ aftur á torgiđ sem viđ byrjuđum á (ég ţá farin ađ urra af hungri :), og fórum inná amerískan stađ sem heitri Colorado.
Okkur fannst nú ekki spennandi ađ fara borđa amerískan mat í Finnlandi en létum okkur hafa ţađ og pöntuđum báđar rifjasteik, hvor sinn skammt. Maturinn kom á stóru trébretti og ţvílíkur skammtur! Bara minn skammtur hefđi nćgt fyrir mig og Atla, son minn á venjulegum sunnudegi og samt veriđ afgangur fyrir mánudagskvöld. En maturinn var svakalega góđur, algert sćlgćti og viđ borđuđum okkur sprengsaddar og engin möguleiki á eftirrétt. Ég semsagt mćli međ ţessum veitingastađ, Colorado, ef ţiđ eigiđ leiđ um Helsinki.
Annars er miđborgin skemmtileg blanda af nýju og gömlu. Glerhús, múrsteinar, sporvagnar, torg, fólk og menning.
Semsagt Helsinki er fín, heđfi bara viljađ hafa lengri tíma, en gaman ađ hafa komiđ ţangađ. Takk fyrir góđa samveru Sigrún og Kristín :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband