Stórafmæli í fjölskyldunni

Þann 8. febrúar varð sonur minn tuttugu ára. Miklum áfanga náð og hann var örlítið minntur á að nú væri hann eiginlega komin á þrítugsaldurinn. En þessi elska hefur nú alltaf haft munninn fyrir neðan nefið og minnti mig þá á að ég væri komin á fimmtugsaldurinn svo það var ekki meira teygt og togað um aldur og orð í tengslum við aldur.
Ekki það að ég er á þeirri skoðun að aldur fólks skipti harla litlu máli...svona oftast. Ég meina það segir ekki mikið um manneskju hvað hún er gömul. Ég hef bæði kynnst framúrskarandi djúphugulum börnum og unglingum og einnig alveg einstaklega óþroskuðum, rígfullorðnum einstaklingum.
En alla vega þá er ég afskaplega stolt af mínum strák, hann er allra bestur :) En vá hvað mér finnst samt stutt síðan hann var bara lítill labbakútur og ég fékk að lesa fyrir hann á hverju kvöldi og ráða hvernig hann klæddi sig. Mikið líður tíminn hratt...en kannski samt ekki. Það er svo ótalmargt búið að gerast á þessum tíma. Mikið er ég heppin að eiga svona yndislegan son, hvaða máli skiptir hvort kona á einn eða tvo bíla eða jafnvel engan bíl þegar kona á svona einstakan strák? En æi nú er ég orðin væmin svo ég hætti að blogga um elsku Atla minn.
Til hamingju með afmælið elsku vinur :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með strákinn þinn - flottur strákur og flott mamma

og það er allt í lagi að vera væmin

PS Þessi febrúarbörn eru greinilega flottust

Dísa Dóra, 18.2.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Grumpa

segðu við hann að þú saknir þess að fá ekki lengur að velja á hann föt og hvort þú megir ekki kaupa nokkrar fallegar peysur næst þegar þú ferð í Hagkaup....Bwwaaaaahhaaaahahahhhh!!!!!

Grumpa, 18.2.2008 kl. 22:46

3 identicon

Sæl og til hamingju með soninn, það er meira hvað tíminn líður, já það er sko stutt síðan hann var lítill labbakútur með bleiju, ég kynntist honum þá, algjört krútt og er örugglega enn. Kveðja.

Gyða G (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:04

4 identicon

til hamingju með drenginn

Berglind Elva (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 08:06

5 Smámynd: Fríða Bára Magnúsdóttir

Til hamingju með drenginn þinn góða

Fríða Bára Magnúsdóttir, 19.2.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með Atla.  Mér finnst ótrúlega stutt síðan hann var lítill labbakútur á Nobbó!!

Hvernig getur hann verið annað en yndislegur þegar hann á svona yndislega múttu?!!! 

Knús á ykkur bæði. 

SigrúnSveitó, 19.2.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Winkkvitt,kvitt og kveðjur og til hamingju með soninn.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:32

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með soninn!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:38

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með drenginn þinn  Birthday Card 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:47

10 identicon

Til hamingju með drenginn!   Hvernig fór með cameru/hlaða inn málin, fannst einhver lausn?

Elisabet R (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 13:00

11 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Takk öll fyrir fallegar kveðjur, þið eruð yndisleg :)

Elísabet: Það endaði með því að Atli keypti forrit af netinu fyrir 20 dollara sem virkar mjög vel. Viltu að ég fái hjá honum nafnið á forritinu og vefsíðunni fyrir strákinn þinn? Atli er nefnilega ekki heima núna og ég mun trúlega ekki hitta á hann fyrr en annað kvöld.

Thelma Ásdísardóttir, 21.2.2008 kl. 23:20

12 Smámynd: Garún

Til hamingju með fallegt og vel heppnað eintak.  Hef haft þann heiður að vinna líka með þínu barni.  En vissirðu það að hann á afmæli sama dag og Íris Grönfeld spjótkaststjarna sem var Idolið mitt í mörg mörg ár...og er enn...ég er nefnilega 10.feb...ekki nema von að við skiljum hvort annað ég og Atli með fallegu augum.  Ég kynntist honum einmitt útaf þeim, hann var að afgreiða í 11/11 og ég kúnni.  Ég horfði í augun á honum og sagði "þú ert spes, má ég taka myndir af þér fyrir auglýsingar og bíó"......Hann sagði "já" og síðan þekki ég hann og hann mig.  Skemmtilegt líf ekki satt?

Garún, 22.2.2008 kl. 01:38

13 identicon

Endilega Thelma.  Væri flott að vita.

kv. ER 

Elisabet R (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:23

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur og góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:08

15 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Börnin eru manni allt.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 22:24

16 identicon

Vá hvað mér finnst ég gömul fyrst Atli er orðinn 20 ára. Hann var bara pínu krútt þegar ég var að passa hann og ég get svo svarið að það eru ekki meira en 5 ár síðan, hehe, tíminn virðist vera afstæður. En innilega til hamingju með Atla og knús til hans frá mér.

Kveðja Eyja

Eyja (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband