Thelma er þögnuð

Ég hangi heima hjá mér í hálfgerðu móki með eina þá ömurlegustu flensu sem ég man eftir að hafa fengið. Hiti, hausverkur, verkir og algjör vanlíðan út um allt. Hálsinn á mér er svo bólginn og sár að ég kem ekki uppi orði, í orðsins fyllstu merkingu. Og þeir sem þekkja mig vita að það þarf talsvert til að þagga niður í mér.
Ég þorði ekki einu sinni að liggja alveg útaf í nótt af því þá fannst mér eins og hálsinn gæti bara alveg lokast. Ég veit, kannski smá móðursýki, en ég er illa lasinn og hugsa þá kannski ekki alveg eins og venjulega.
Ég var svo heppin að fá tíma hjá lækninum mínum núna á eftir, losnaði óvænt tími og ég hringdi inn á réttri stund og fékk þann tíma.
Vá, mér fannst ég hafa svo mikið að segja þegar ég settist niður, alveg heilu og hálfu ræðurnar sem höfðu myndast í hausnum á mér, en nú er allt horfið úr heilanum. Ferlegt að geta ekki talað, ég get ekki einu sinni spjallað við köttinn minn.
Ætla reyna fá mér eitthvað að borða. Stafrænt knús á ykkur öll...þannig smita ég alla vega engan :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Æ dúllan mín ekki gott að vera svona lasin.  Sendi þér helling af vorkenni, fallegum hugsunum, risastórt rafrænt knús og kossa.

Farðu vel með þig og láttu þér batna

Dísa Dóra, 12.3.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Leiðinlegt að heyra að þú hafir fengið skelfingarflensuna!! Farðu nú vel með þig kona og láttu þér batna fljótt! Knús til þín!

Ruth Ásdísardóttir, 12.3.2008 kl. 17:31

3 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Getur verið að þú hafir verið að fara yfir allar búðarkvittanirnar frá New York og orðið svona mikið um ????

Láttu þér nú batna kella mín. :-)

Íris Ásdísardóttir, 12.3.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Lovísa

*Knús* og láttu þér batna.

Lovísa , 12.3.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Linda litla

Æi, það er eki nóg og gott, vonandi fékkstu eitthvað gott hjá doksa.

Láttu þér batna.

Linda litla, 12.3.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hér á árum áður var notast við Norska brjóstdropa,en því var hætt þegar menn fóru að rétta sig af á þeim.

Guðjón H Finnbogason, 12.3.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 22:25

8 Smámynd: Húsmóðir

Sama hérna - hef ekki fengið flensu í einhver ár og hélt í hroka mínum  að mitt austfirska gen væri ónæmt fyrir flensum.   En svo bregðast krosstré sem önnur tré og húsmóðirin lagðist.   Og það er eitthvað mikið að þegar ég hvorki borða, drekk kaffi né skoða tölvupóstinn minn. 

Gott að þér er að batna.   Húsmóðurkveðjur úr Grindavík

Húsmóðir, 13.3.2008 kl. 22:23

9 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi,

Kv. Lovísa.

Lovísa , 15.3.2008 kl. 08:22

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir


Úff, ég lenti í því sama og fékk pensilín, eitthvað sem ég geri mjööög sjaldan. Láttu þér batna!

Laufey Ólafsdóttir, 15.3.2008 kl. 16:02

11 Smámynd: Grumpa

þetta er ekki neitt sem eitt glas af koníaki getur ekki lagað...eða tvö..eða þrjú..kanski fjögur...jafnvel fimm ef þú ert slæm. nú ef það lagast ekki á fimmta glasi geturðu samt huggað þig við að þú ert þá löngu búin að gleyma að þú hafir verið veik :D

Grumpa, 15.3.2008 kl. 18:15

12 identicon

ohh ég skil þig svooooo vel. Þetta er ömurleg flensa :) Láttu þér nú batna. Ættir að leggjast upp í rúm með te og góða bók :)  Engifer og sítróna er alltaf góð við svona skít :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:49

13 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Æji - þetta er vond flensa - er að jafna mig á henni núna. Systir mín mælti með Angelica sem er íslensk hvannaveig og fæst í apótekum. Svakalega bitur á bragðið og drepur örugglega alla óværu. Vona að batinn komi nú fljótt.

Halldóra Halldórsdóttir, 16.3.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband