2007...eða 1807?

Mikið er þetta er ömurleg niðurstaða.  Hvernig er hægt að horfa framhjá öllum sönnunargögnunum?

Hvernig er hægt að líta svo á að þó konan hafi ekki barist um og öskrað að þá sé hún að samþykkja kynmök?  Það er mjög þekkt að þetta eru algeng og eðlileg viðbrögð þolenda nauðgana, að frjósa.

Og af hverju er verið að hengja sig í skilgreiningar á ofbeldi eins og segir hér í frétt Mbl:

"Hins vegar segir dómurinn að ef byggt sé á frásögn stúlkunnar af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra tveggja inni á snyrtingunni verði að líta svo á, að það að maðurinn ýtti konunni inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hafi verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægi þetta eitt til þess að maðurinn verði sýknaður af ákærunni."

Ef svona árásir eru ekki skilgreindar sem ofbeldi í almennum hegningarlögum, þá þurfum við að breyta lögunum okkar.  Þetta er einfaldlega ekki ásættanlegt.  Er þá leyfilegt á íslandi í dag að ýta fólki, læsa það inni, þrýsta því niður á gólf og taka úr fötunum?  Má þetta bara?  Eru skilaboðin að þetta sé bara allt í lagi?

Fyrir utan það að sýnt þótti að kynmökin voru ekki með vilja stúlkunnar (í dómnum stóð að "...óhætt væri að slá því föstu.") og þá er um nauðgun að ræða.  Það hefði átt að vera manninum ljóst.  Enda reynir stúlkan að koma honum af sér þegar hún finnur til, henni blæðir og hún er þurr og mökin því erfið.

NAUÐGUN ER OFBELDI!!!!

Ég er ekki jafnlögfróð og dómararnir sem dæmdu í þessu máli og kannski, bara kannski, luma þeir á einhverjum rökum sem toppa allt annað en hefur komið fram í fréttum og í dómasafni Héraðsdóms og sé svo þá væri gott að heyra þau.  En að rökstyðja sýknuna með þessum rökum ásamt fleirum, eins og að stúlkan hafi verið ölvuð er ekkert nema skömm fyrir íslenskt réttarkerfi.

Ég vil senda stúlkunni baráttukveðjur, ég hugsa hlýlega til þín.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Kemur þetta virkilega einhverjum á óvart? er þetta bara ekki réttarkerfið í hnotskurn?

Hommalega Kvennagullið, 6.7.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Garún

Ég varð svo sorgmædd þegar ég las þessa frétt, mér finnst stundum eins og ég gæti hreinlega gefist upp á fólki.  Ég veit að verjendur eiga að verja skjólstæðinga sína, ég skil það, en ég skil ekki samt hvernig hægt er að vera siðblindur í leiðinni.  Sem verjandi hefði hann ekki getað verið samvisku sinni trúr og samt varið hann, hjálpað honum að leyta sér aðstoðar eða eitthvað, passað að hann fái hæfilega refsingu en ekki endilega bara að reyna að sigra til að sigra.   Og að geta ekki síðan bara sagt "no comment" þegar fréttamenn eru að tala um þetta heldur verður að hann að gorta sig af sigri yfir brottinni konu.   Afhverju erum við svona grimm!

Garún, 6.7.2007 kl. 15:15

3 Smámynd: Grumpa

svona í hreinskilni sagt þá er ég ekkert yfir mig hissa á þessari sýknu ef dómar í kynferðisbrotum hér eru skoðaðir.
dómarar eru oftast eldri, vel stæðir karlar gjarnan tengdir inn í "virðulegar" fjölskyldur og með íhaldssöm viðhorf til lífsins og þeim finnst þetta bara vera stelpuglyðrur sem geti sjálfum sér um kennt
en umfram allt ættu þessir menn að skammast sín allir saman

Grumpa, 6.7.2007 kl. 15:37

4 identicon

Einn daginn fer maður nú að taka upp penna og senda mótmælabréf. Spurning hvort Stígamót eigi að taka upp svipaðar aðferðir og Amnesty, búa til mótmælabréf, setja á heimasíðuna og boðið fólki að prenta út og skella umslag og í póstinn? Drekkja dómurum og dómsmálasráðherra pósti?

Monopoly (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 10:24

5 identicon

Mikið innilega er ég sammála þér vinkona.  Ég er enn mjög reið eftir að ég heyrði um þennan dóm og verð að viðurkenna að fyrsta sem ég hugsaði var hvort þetta væri kannski sami dómarinn og dæmdi hér um árið að konan hefði átt sök á ofbeldinu sem hún varð fyrir.  Fáránlegur dómur bara og byggður á fáránlegum "staðreyndum".  Má þá hver sem er nauðga konu bara ef hann sér til að hún frjósi og veiti ekkert viðnám???

Arg þetta er svona álíka fíflalegt eins og dómur einn sem var í svíþjóð fyrir 10-15 árum síðan en þá var nauðgunardómur styttur um helming.  Ástæðan: nauðgunin tók ekki svo langan tíma!!!

Ætli slíkt verði næsti dómur sem við sjáum hérlendis??

Við erum á leið aftur til fortíðiar með svona dómum og það er ekki bara grátlegt - það er hættulegt segi ég. 

Dísa (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 10:58

6 identicon

Já, ömurlegur dómur!  Ég var samt rosalega glöð að Benedikt sundgarpur sé að synda yfir Ermasundið og safnar áheitum fyrir baráttunni gegn kynferðisofbeldi.  Ég er alltaf svo glöð þegar ég sé karlmenn rísa upp og sýna að þetta er ekki bara baráttumál kvenna og þótt hægt fari þá hlýtur að verða viðhorfsbreyting með tíð og tíma.

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:19

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vildi nú óska að honum Benedikt gengi sundið betur en    ... bara að vona það besta.

Ætli peningar svona verjanda tryggi góðan nætursvefn? ? ?

Hafðu það sem best mín kæra

Knús frá Als 

Guðrún Þorleifs, 8.7.2007 kl. 19:52

8 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ömurlegur dómur. Sammála, Ísland best í heimi hvað?

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 10.7.2007 kl. 19:06

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Maður er orðlaus bara.  Þetta er fáranlegt og að þetta skuli eiga sér stað hér hjá okkur á Íslandi segir mannir enn og aftur að það er mikið að í okkar réttarkerfi.

Vona að þú hafir það annars sem best í sumar elsku Thelma, kíktu við þegar þú ert á bakkanum:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 12.7.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband