Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Svo kom að því að borga og ég held að minn góði tannlæknir sé ekkert dýrari en gengur og gerist. Tannhirða er bara almennt alveg svakalega dýr. Ég velti því oft fyrir mér af hverju tannheilsa sé ekki innan heilbrigðiskerfisins? Af hverju er tannheilsa tekin svona sérstaklega út fyrir kerfið og sett á einhvern sér stað?
Það er alveg ljóst að við þurfum öll að fara til tannlæknis mörgum sinnum á lífsleiðinni (úff...) og því miður þekkja allt of margir hvað tannpína getur verið svakalega sársaukafull. Alls kyns vandræði, lítið alvarleg eða mjög alvarleg, bæði líkamleg og andleg geta sprottið útfrá tannheilsu og það er svo augljóst að þetta ætti að tilheyra almennri heilsugæslu fólks.
Ég á fullt í fangi með að koma tannhirðu kostnaði inn í mánaðar planið mitt, og hvað þá með fólk sem hefur enn minni pening á milli handanna? Það einfaldlega hafa ekki allir efni á tannheilsu sinni og ég velti fyrir mér hvort við séum sátt við að hafa það svoleiðis í samfélaginu okkar?
Mér finnst það alls ekki í lagi að þeir sem ekki hafa efni á að borga tannlækni missi tennur sínar eða þjáist af tannpínu eða alls kyns sýkingum og bólgum. Það hlýtur að vera hægt að þoka þessum málum eitthvað áfram.
Út í allt annað, það var ákveðið á síðasta Skruddufundi að við ætlum næst að lesa Yacoubian Bygginguna eftir Alaa Al Aswany. Ég er byrjuð á henni og líst ljómandi vel á. Kannski ég fari bara að lesa núna :)
Stjórnmál og samfélag | 14.1.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
En vissulega er ókostir við strætó líka, þeir eru stundum of troðnir (þó að það sé mjög hverfandi vandamál) og þeir ganga ekki alltaf þangað sem maður vil eða á þeim tímum sem hentar manni, en mér hefur fundist fram að þessu að þetta séu vandamál sem ég geti auðveldlega sætt mig við fyrir kostina.
En nú er þó svo komið að ég er af alvöru farin að velta fyrir mér að fá mér bíl. Strætó er komin út í eitthvað bull og þjónustan orðin algerlega afleit. Tíðni ferðanna minnkar stöðugt og fargjaldið hækkar bara. Vagninn í hverfið mitt gengur á hálftímafresti á virkum dögum og um kvöld og helgar. Á sunnudögum gengur hann á klukkutíma fresti. Á klukkutíma fresti!!!! ég meina hver getur notað það??
Um daginn fór ég í bíó með vini mínum á sunnudegi og var heppinn með ferð niður á Hlemm. En til þess að komast heim til mín með strætó hefði ég þurft að bíða í 49 mínútur niðrá Hlemmi. Ég hef ekkert á móti Hlemmi, en ég er ekki að nenna að hanga þar í 49 mínútur. Það er hreint bull að bjóða manni uppá svona þvælu.
Síðan ég man eftir mér hefur strætó gengið á 20 mín fresti á virkum dögum svo að það ætlar engin að segja mér að þetta sé ekki afturför. Mér finnst það næstum því krúttlegt þegar einhverjir strætókallar eru að koma í fjölmiðlum og halda því borubrattir fram að "nú sé sko aldeilis verið að bæta þjónustu strætisvagnanna. Nú sé meira að segja hægt að lesa Blaðið í strætó!!!" Bíddu hefur það ekki alltaf verið hægt?? Ég tek það blað sem mér líst á, með í strætó að lesa og hef gert lengi.
Þjónustu vagnanna hefur hrakað all svakalega undanfarin misseri og það kemur lítið á óvart að vagnarnir séu oftast næstum tómir. Ekki nema stöku hræða (eins og ég) sem enn nennir að nýta þessa "þjónustu". Ég held að það verði að stíga út úr þeirri hugmyndafræði að Strætó muni borga sig sjálfur. Það þarf að líta á þetta sem nauðsynlegar almennings samgöngur innan borgarinnar sem þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, ekki bara námsmenn. Það selur enginn bílinn sinn uppá svona happaglappabull, fólk verður að geta treyst því að þjónustan sé almennileg og sé ekki endalaust að breytast og hraka.
Stjórnmál og samfélag | 29.9.2007 | 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ég hef tekið eftir að þetta orð "öfga-femínisti" hefur birst nýlega hjá sumum bloggurum. Og ég velti fyrir mér hvað er eiginlega verið að meina? Svo rakst ég á blogg í dag þar sem bloggari var að tjá sig um öfga-femínista. Bloggið virkaði reyndar eins og það hafi verið skrifað í reiði og þá er kannski ekki mikið að marka það...og þó, það speglar alla vega skoðanir þessa manns og einhverjir í kommentunum voru sammála.
Bloggarinn tók nokkur dæmi um öfgana og ég verð bara að viðurkenna að ég skil ekki rökin á bakvið. Ekki það að þessi bloggari kom ekki með nein rök, kastaði þessum dæmum bara fram sem öfgum og vitleysu, en ég átta mig ekki á hvar öfgarnir eiga að liggja. Hann tók dæmi eins og það að Ingibjörg Sólrún vildi hafa jafnræði á milli kynja í ráðherrastólum Samfylkingarinnar. Hvernig er hægt að kalla það öfga að vilja jafnan hlut kynja í ríkistjórn? Ég veit vel að sumir, eins og þessi bloggari, eru ekki sammála Ingibjörgu Sólrúnu, en að rjúka upp og orga um öfga í femínistum finnst mér stórskrýtið. Eru það þá öfgar að konur skuli vera helmingur þjóðarinnar?
Hann nefndi líka "öfga-femínistann" Sóley sem hefur fylgst með hlutfalli kynjanna í Silfri Egils. Af hverju eru það öfgar að vekja athygli á þessu? Ættli það ekki að þykja eðlilegt að fjölmiðlar vinni út frá jöfnu hlutfalli kynjanna? Ég hreinlega skil ekki af hverju það þykja vera svo stórundarlegar og öfgafullar væntingar og af hverju ástæða þykir að skrifa einhver öskureið blogg út af svona hlutum.
Ef það er að vera öfga-femínisti að vera óhræddur við að segja skoðanir sínar og vekja athygli á misrétti milli kynjanna, og að fara fram á bætur þar um, nú þá er ég í þeim hópi líka. Ég kýs þó að kalla mig femínista þar sem ég get ekki séð að um öfga sé að ræða.
Ætli þessi maður kalli þá sjálfan sig öfga-bloggara fyrst hann hefur skoðanir um stöðu kynjanna, sem hann segir upphátt?
Stjórnmál og samfélag | 20.6.2007 | 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Það flaug í gegnum huga minn hvort svona samtök yrðu stofnuð einhvern tíma aftur seinna í framtíð Íslands. Ég vona svo sannarlega ekki. Vonandi lærum við svo mikið af þessu hugrakka fólki og sögum þeirra að þess þurfi ekki.
Aftur til hamingju og gangi ykkur allt vel
Stjórnmál og samfélag | 2.5.2007 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kosið um framtíð álversins í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.3.2007 | 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)