Út af með dómarana!

Jæja, loksins er ég eitthvað að hressast. Þetta er búin að vera sú versta flensa sem ég man eftir að hafa fengið, alveg óþolandi. En takk fyrir allar fallegu kveðjurnar til mín kæru bloggvinir :)
Annars er ég ferlega pirruð út í dómskerfið um þessar mundir. Hvað á þessi argavitleysa eiginlega að þýða?
Tveir íslenskir dómarar að spjalla:
"Heyrðu nei sko þarna er nauðgari! Hann er víst búin að nauðga tveimur konum."
"jamm jamm og berja þá þriðju til óbóta, konan sú er víst enn á spítala."
"Nú nú, ætli við verðum þá ekki að þyngja dóminn í 3 mánuði skilorðisbundið"
"Hvað meinarðu félagi! Við verðum að gera betur en það. Hendum í hana einhverju klinki."
"Jamm jamm, við getum svo sem alveg sýnt þessari konu einhverja linkind, þó það hafi nú verið hún sem byrjaði."
"150.000 kall?"
"Jamm jamm, segjum það, hún getur þá keypt sér nýja pönnu í staðinn fyrir þá sem karlgreyið þurfti að brjóta á hausnum á henni"
"Vissirðu að við fáum Stóra málið?"
"Ha! Ertu að meina það? 11 ára stúlkuna? Sú skal sko ekki sleppa! Ha ha!!! Og reyna svo að skýla sér á bak við eitthvað heilkenni!!"
"Já ég á ekki til orð yfir þessa ósvífni í stelpunni! Og svo þykist hún líka vera of ung til að skilja að maður lokar ekki hurðum þó maður sé í uppnámi og...og...reyndi hún ekki að halda því fram líka að henni hafi brugðið?"
"Jamm mig minnir það, en hún skal nú ekki hafa okkur að fíflum, við erum klárari kallar en svo. 10 milljónir í það minnsta!"
"Sammála 10 milljónir alla vega fyrst hún þykist of ung til að sitja inni. Við verðum að stöðva þessa stelpu. Er ekki hægt að setja hana svo í skuldafangelsi?"
"Ha ha, þar gæti hún kannski dúsað með rithöfundinum sem reyndi að stela orðum annars rithöfundar. Þvílíkir stórglæpamenn!"
"Já hvert er þetta land eiginlega að stefna? En gott að við erum hér til að halda raunverulega hættulega fólki af götunum."
"Ójá, þvílíkit og annað eins pakk! Að skella hurð og stela orðum! Pffft..."

Svona er Ísland í dag og það finnst mér ekki gott. Sveiattan á íslenskt dómskerfi!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Nikkaði" allan tímann við lestur pistilsins. Við erum sem betur fer ekki einar um að skilja hvorki haus né hala á þessu "samræmi".

Verður maður ekki að ætla að eitthvað sé ekki látið uppi í þessu máli? Hlýtur það ekki að vera úr því að þetta er svona út úr öllum römmum sem við þekkjum, ekki satt?

Beturvitringur (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er alveg rosalegt hvert við erum að stefna í þessum dómum. Ég hlustaði á umræðu út af þessum dómi í kvöldfréttum í kvöld og þar kom mest fram að tryggingar konunnar borguðu þetta svo ekki yrði stúlkan að borga það þegar hún yrði eldri,en málið er að þessi dómur er dómskerfinu til skammar alveg eins og nauðgara dómar að dæma mann í skilorð sem er búinn að eyðileggja líf manneskjunnar er ekki dómur,það hefur enginn rétt til þess að eyðileggja líf fólks sama hvaða fólk er hvort um börn eða fullorna er að ræða.Líf dóttur minnar var eyðilagt þegar hún var 11 ára gömul,hún var lögð í einelti hún er í dag 33 ára en var 11.ára þegar þetta gerðist og hún verður altaf á lyfjum (geðlyfjum).

Guðjón H Finnbogason, 16.3.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Dísa Dóra

þetta er einmitt nákvæmlega eins og ég hef hugsað mér að samtal dómara gæti hafa hljómað svona miðað við þá dóma sem hafa verið dæmdir undanfarið.

Þetta er ekki bara hneisa þetta er miklu miklu meira en það.  Dómskerfi (og þarf af leiðandi lög) þessa lands þarf að laga og það STRAX.

Gott þér er að batna skvís

Dísa Dóra, 16.3.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta ástand er orðið súrealískara en Bergman myndir og Jean Luc Godard til samans! Það er eins og dómarar landsins séu með óráði og ef þetta er eins og sumir vilja halda fram, lögunum að kenna þá þurfa stjórnmálamenn landsins heldur betur að fara taka til hendinni. En persónulega finnst mér dómarar úr tengslum við raunveruleikann að geta látið svona dóma frá sér eins og hafa birst undanfarið!

Kristján Kristjánsson, 17.3.2008 kl. 17:20

5 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Sammála. Þetta er skammarlegt og ég á eiginlega ekki til nógu sterk orð til að lýsa þessari brenglun sem er í gangi í dómskerfinu hér á Íslandi.

Það blasir við að það er engin virðing borin fyrir mannslífinu í þessu réttarkerfi. Það pirrar mig alveg rosalega að hugsa um þetta !! Af hverju er Stóra-dómi bara ekki skellt á aftur og svona í leiðinni sett leyfi á blóðhefndir, fólk getur bara hefnt fyrir ástvini sína ??? Þá gætu laganna menn bara slakað á, og látið hinn venjulega borgara um að halda ofbeldinu í skefjum.......eða bara svona eins og ástandið var hér á tímum víkinga.

Íris Ásdísardóttir, 17.3.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Út af með dómarann, útaf með dómarann!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:21

7 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála. Þetta er bara hneyksli og ekkert annað!

Gott annars að heyra að þú sért orðin hress kella! :)

Ruth Ásdísardóttir, 18.3.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Semsagt, þegar svona dómar koma upp og manni finnst þetta alveg fáránlegt þá spyr ég mig alltaf hver rökin á bakvið dómana séu. Ég get ekki samþykkt að dómarar séu bara svona illa innrættir, karlrembur, siðblindir eða eitthvað þaðan af verra. Í viðtali við Jón Steinar Gunnlaugasson ræddi hann um að birta ætti rökstuðning dómara fyrir ákvörðunum sínum. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það eigi bara að vera ákveðin lágmarksrefsing fyrir nauðgun og reyndar fleiri afbrot. Ég mundi mæla með 5 ára lágmarksdómi. Nauðgun er nauðgun og nei þýðir nei! Ég get ekki séð að það sé erfitt að skilja það.

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 20.3.2008 kl. 13:59

9 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Gleymdi að setja nafnið mitt undir ofangreint. Það er semsagt Grétar Einarsson.

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 20.3.2008 kl. 14:00

10 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Gleðilega páska Thelma mín !! Páskaeggið mitt stendur í allri sinni fegurð uppi á eldhúsborði og bíður þess að verða étið á morgun...smjatt smjatt :-)

Íris Ásdísardóttir, 22.3.2008 kl. 21:27

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband