Þið eruð æði!

Nú er ég komin heim úr sveitinni þar sem ég átti yndislega daga. Þetta heppnaðist vonum framar og ég komst að raun um að það er alls ekki slæmt að vera fertug :)
Mig langar til að þakka fjölskyldu minni og öllum vinum mínum sem deildu þessu með mér á einn eða annan hátt. Þið eruð æðisleg!
Það var líka alveg frábært að komast aðeins út fyrir bæinn og njóta náttúrunnar, vakna við fuglasöng og önnur dýrahljóð (já og hamagang í yngri gestum hússins :)
Takk aftur, þetta hefði ekki verið mögulegt nema með ykkur. Ég hef aldrei átt jafn gott afmæli og er alveg örugg um að gera þetta einhvern tíma aftur, að halda uppá það með því að leigja hús útí sveit og bjóða öllum að koma og gista. Ég alla vega mæli með þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er enn með náttúru ilminn í vitum og var ekkert smá afslappaður eftir þessa yndislegu dvöl í Kjarnholti. Frábær staður, æðislegt fólk, glæsilegur gestgjafi. Lífið getur varla verið betra Takk aftur elsku Thelma fyrir að gera okkur þessa helgi kleift. Hún verður lengi í minningunni  

Kristján Kristjánsson, 11.4.2007 kl. 12:26

2 identicon

Takk fyrir okkur mæðgur Thelma. Stutt heimsókn, en afskaplega skemmtileg. Mini ME finnst ennþá við skulda þér afmælissönginn, og finnst alveg sjálfsagt að þú eigir bara allt húsið, enda með eindæmum góður gestgjafi.

Drífa Sig (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:56

3 identicon

Takk fyrir okkur - yndislegt að kíkja til þín í sveitina.  Sú stutta segir að ég eigi að kíkja af og til í heimsókn til þín svo bjöllurnar haldi áfram að klingja

Dísa (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:22

4 identicon

Já, takk fyrir mig elsku systir.

linda (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband