Kók og kjánahrollur

Ég er ein af ţeim sem er alls ekki sátt viđ ţessar hallćrislegu Kók Zero auglýsingar. Svo fullar af mannfyrirlitningu, ekki ađeins gagnvart konum heldur líka körlum. Ég trúi ţví ekki ađ margir karlar vilja vera álitnir svona grunnir í huganum.
Ósvífni kók er jafnvel svo mikil ađ ţeir leyfa sér ađ segja ađ veriđ sé ađ auglýsa til karlmanna sem markhóps sem jafngildir ađ "viđ höfum nú ekki meira álit á ykkur en ţetta"
En alla vega ţá hafa ţessar auglýsingar komiđ mér ágćtlega, já eiginlega breytt lífstíl mínum. Ég er nefnilega nćstum hćtt ađ drekka gos. Ég var ein af ţeim sem drakk 2-4 lítra af kóki á viku, en eftir Zero herferđina hef ég ekki fengiđ ţađ af mér ađ kaupa kók. Ég vil ekki styrkja fyrirtćki sem leyfir sér svona framkomu gagnvart viđskiptavinum sínum og sér ekki sóma sinn í ađ draga ţetta til baka ţrátt fyrir ítrekađar ábendingar.
Mér finnst Pepsi hins vegar vont, svo ađ ég sleppti ţví oftast ađ kaupa nokkuđ gos. Enn kaupi ég mér stöku dós inná Hlemmi á leiđ í vinnu en ţađ er allt og sumt.
Ég ćtti kannski ađ senda Vífilfell ţakkarbréf? Nei ég held ekki, enda eru ţeir enn ađ valda mér kjánhrolli í hvert sinn sem ég sé ţennan aulaskap ţeirra.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiđa  Ţórđar

INNILEGA sammála. 1. verđlaun fyrir hallćrisauglýsingu ársins!

Heiđa Ţórđar, 13.4.2007 kl. 22:23

2 identicon

Hjartanlega sammála, ég ađ a.m.k. tel mig ekki ţetta grunnhygginn.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráđ) 13.4.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Held ég verđi ađ horfa á sjónvarp ef ég á ađ fatta hvađ ţiđ eruđ ađ tala um.

En gott mál ađ hćtta í kókinu, ţetta er bölvađ sull.  Ég var kókisti hér áđur fyrr, svo hćtti ég ađ borđa sykur, ţegar ég byrjađi aftur 18 mánuđum síđar hlakkađi ég geđveikt til ađ fá mér KÓK!!  En viti menn, mér fannst ţađ bara vont og hef ekki séđ ástćđu til ađ drekka ţađ síđan.  Sem mér finnst bara frábćrt.

Knús til ţín Thelma. 

SigrúnSveitó, 14.4.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Jónína Sólborg Ţórisdóttir

Langt síđan ég hćtti ađ drekka kók (og bara allt gos), horfi sjaldan á sjónvarp ţannig ađ ég hef bara heyrt talađ um ţessar auglýsingar... ég sé ađ ég má vera fegin ţví.

Jónína Sólborg Ţórisdóttir, 14.4.2007 kl. 10:27

5 Smámynd: Jens Guđ

  Ég horfi ekki á sjónvarp en hef séđ ţessar auglýsingar í prentmiđlum.  Svo ótrúlega hallćrislegar og lágkúrulegar ađ ég hef sett viđskiptabann á Vífilfell.  Kaupi engar vörur frá ţví fyrirtćki.  Hvorki gosdrykki,  Provamel sojadrykk,  Nestea,   Brazza ávaxtasafa, Hi-C,  Svala,  Trópí,  Carlsberg bjór,  Jakobsen bjór né Beep ávaxtaáfengisdrykk.

  Ekki nóg međ ţađ heldur átti ég Soda Stream tćki.  Ég henti ţví. 

  Ţađ sem er verra er ađ auglýsingarnar virka á 12 - 13 ára stráka og óţroskađa eldri stráka. 

Jens Guđ, 14.4.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mjög asnalegar auglýsingar. Svo asnalegar ađ auglýsingastofan sem bjó ţćr til ćtti ađ loka...og skammast sín.

Brynja Hjaltadóttir, 14.4.2007 kl. 18:56

7 identicon

Talandi um hallćrislegar auglýsingar ţá er Dressman toppurinn á ţví. Ađ vísu er ekki hćgt ađ saka ţá auglýsendur um mannfyrirlitningu ... ja nema ef menn almennt séu gróflega móđgađir yfir ţeirri steríótýpu sem er varpađ fram af flottum karlmanni.  Ég hef aldrei vitađ hvort ţessar auglýsingar séu meintar sem grín eđa alvara en ég bara má ekki missa af neinni... og ekki börnin mín heldur.

linda (IP-tala skráđ) 14.4.2007 kl. 21:55

8 Smámynd: Jens Guđ

Vífilfell er međ eigin auglýsingastofu.  Strákurinn sem er ţar í forsvari segir ađ auglýsingaherferđin sé hönnuđ á hinum Norđurlöndunum.  Ţađ er lygi.  Jú,  grunnhugmyndin um zero hitt og ţetta er notuđ á Norđurlöndunum.  En ég hef ekki orđiđ var viđ ţessar asnalegu kynferđislegu tilvísanir í auglýsingunum úti.

Auglýsingar Vífilfells á Beep ávaxtaáfengisdrykknum eru í sama lágkúrulega dúrnum.  Markađsstjóri Vífilfells virđist vera einstaklega óţroskađur og ófrumlegur.  Ég ríf alltaf Beep auglýsingarnar niđur ţegar ég sé ţćr á veitingastöđum og ţurrka af skónum mínum á ţeim. 

Jens Guđ, 14.4.2007 kl. 22:33

9 Smámynd: Sćdís Ósk Harđardóttir

Sem betur fer er ég pepsifan, drekk bara pepsi max, finnst ţessar auglýsingar fáranlegar hjá ţeim og finnst ţeir ćttu ađ sjá sóma sinn i ţví ađ hćtta ađ birta ţćr.

Sćdís Ósk Harđardóttir, 15.4.2007 kl. 22:19

10 identicon

Hér á bć eru meira ađ segja kókistarnir ađ mestu hćttir ađ drekka kók og spila ţessar auglýsingar sinn góđa skerf í ţví.  Held ađ zero hljóti ađ verđa zero vinsćlt vegna ţessara auglýsinga og sennilegt ađ ţađ hverfi af markađi fljótlega spái ég.

Dísa (IP-tala skráđ) 16.4.2007 kl. 09:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband