Ég veit ekkert hvað ég ætla að blogga um. Hluta af mér finnst að ég eigi að tjá mig eitthvað um niðurstöðu kosninganna, en ef satt skal segja þá nenni ég því ekki. það er búið að skrifa svo mikið um þetta og ég er sjálf búin að lesa tonn af kosninganiðurstöðuútskýringum undanfarið að ég er búin að fá nóg í bili.
Eurovision var á laugardaginn og ég var látin horfa á það (jamm, alveg satt, hafði ekki um neitt að velja ) og ég verð að viðurkenna að mér drepleiddist ekki alveg allan tímann. Allir sem þekkja mig vita að ég er yfirlýstur anti-Eurovisionari, þannig að ég þurfti að halda reppinu og fussa og sveia reglulega yfir öllu saman. Samt skal ég viðurkenna það hér og nú að það voru nokkur slatti góð lög þarna. Ég ætla samt ekki að nefna hvaða lög mér fundust góð því þá verður mér úthýst úr vinahópi mínum
Semsagt sjálfsmynd mín er í molum, ég er farin að fíla Eurovision og mun jafnvel kaupa diskinn!!! Ætli þetta hafi eitthvað með aldurinn að gera? Ég meina, ég varð nú fertug í vor. Hmmm...þarf að skoða þetta.
Athugasemdir
Úff, minnstu ekki á þetta kosningafár ógrátandi...!! Ég er svo komin með upp í kok...kosningar þetta og kosningar hitt...hélt að þessu lyki eftir kosningar...svona er ég naiv...!!
Elskulegur eiginmaður minn gerðist jú pólitískur við flutninginn til Íslands...hefði mig grunað það þá hefði ég ALDREI samþykkt að flytja!!! hehe...
Júróvísjón...nennti ekki að spá í það þar sem Eiríkur töffari var ekki með...dóttir mín á sundmóti og því enginn til að peppa upp júróstemmara.
Knús til þín, kæra vinkona.
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 18:38
hehe já það fylgir ýmislegt því að verða 40 en við segjum bara að það sé nú allt gott því við erum eins og góðir ostar og rauðvín - bötnum bara með aldrinum. Vá hvernig verðum við þá þegar við verðum 100 ára?!!??!!!
Dísa (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:11
Úff, þetta Júróvisjon dæmi fór alveg framhjá mér, hef ekki fylgst með þessu árum saman
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 16.5.2007 kl. 15:23
Hvað er Júróvisjón??!!!
Grumpa, 17.5.2007 kl. 12:50
Ég sé það líka núna að þetta með Cliff Richard í iPodinum var engin tilviljun þó svo reynt hafi verið að kenna aumingja Kidda um að hafa vélað inn á þig þessu lagi!
Grumpa, 17.5.2007 kl. 18:07
Maður fer að komast á júróvisjónaldurinn aftur. Satt að segja áhugalaus með öllu undanfarin ár.
Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 21:52
Nei heyrðu mig nú Grumpa, þetta var nú óþarfi...
Thelma Ásdísardóttir, 18.5.2007 kl. 11:45
Ég ætla að fá að setja hér inn http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/216940
til að fá viðbrögð við styrktarhljómleikum Afls, systursamtaka Stígamóta.
Jens Guð, 22.5.2007 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.