Ég var að koma frá ísafirði þar sem ég var að heimsækja kraftmiklar konur hjá Sólstöfum. Mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum flottu konum og taka þátt í starfinu þeirra, þó það hafi aðeins verið í tvo daga.
Sólstafir eru eins og systursamtök Stígamóta, baráttusamtök gegn kynferðisofbeldi og staður þar sem þolendur þess konar ofbeldis geta fengið stuðning og hjálp með sín mál og sínar afleiðingar.
Ég var að koma til Ísafjarðar í fyrsta sinn síðan ég var 17 ára gömul. Þá var ég öskureiður og uppreisnargjarn unglingur og fór til að sýna öllum, algerlega öllum að ég gæti sko bjargað mér sjálf við hvaða aðstæður sem kæmu upp. Þá fór ég að vinna í frystihúsinu á Hnífsdal og bjó á verbúð sem var kölluð Heimabær.
Sunneva, hetja Vestfjaraða, fór með mig í smá bíltúr í dag og sýndi mér gamlar slóðir og mér fannst það svolítið merkilegt að sjá aftur húsið sem ég hafði búið í á sínum tíma. Frekar skrýtið. Ég átti samt erfitt með að tengja þetta hrörlega hús sem ég sá í dag við minningarnar sem ég á í huga mínum af gömlu verbúðinni. Mér fannst húsið alltaf vera fullt af sögu og afturgöngum þegar ég bjó í því 17 ára gömul. Í dag leit það sko sannarlega út eins og gamalt draugahús. Samt eitthvað heillandi.
Brekkan upp að því var samt nákvæmlega eins og ég rataði auðveldlega upp að því.
Ég óska Sólstöfum mikillar gæfu í framtíðinni og allra sem koma að samtökunum.
Takk fyrir mig kæru konur og takk líka, Hótel Ísafjörður fyrir að hugsa svona vel um mig :)
Með baráttukveðju
Vefslóð Sólstafa
http://www.solstafir.is/
Sólstafir eru eins og systursamtök Stígamóta, baráttusamtök gegn kynferðisofbeldi og staður þar sem þolendur þess konar ofbeldis geta fengið stuðning og hjálp með sín mál og sínar afleiðingar.
Ég var að koma til Ísafjarðar í fyrsta sinn síðan ég var 17 ára gömul. Þá var ég öskureiður og uppreisnargjarn unglingur og fór til að sýna öllum, algerlega öllum að ég gæti sko bjargað mér sjálf við hvaða aðstæður sem kæmu upp. Þá fór ég að vinna í frystihúsinu á Hnífsdal og bjó á verbúð sem var kölluð Heimabær.
Sunneva, hetja Vestfjaraða, fór með mig í smá bíltúr í dag og sýndi mér gamlar slóðir og mér fannst það svolítið merkilegt að sjá aftur húsið sem ég hafði búið í á sínum tíma. Frekar skrýtið. Ég átti samt erfitt með að tengja þetta hrörlega hús sem ég sá í dag við minningarnar sem ég á í huga mínum af gömlu verbúðinni. Mér fannst húsið alltaf vera fullt af sögu og afturgöngum þegar ég bjó í því 17 ára gömul. Í dag leit það sko sannarlega út eins og gamalt draugahús. Samt eitthvað heillandi.
Brekkan upp að því var samt nákvæmlega eins og ég rataði auðveldlega upp að því.
Ég óska Sólstöfum mikillar gæfu í framtíðinni og allra sem koma að samtökunum.
Takk fyrir mig kæru konur og takk líka, Hótel Ísafjörður fyrir að hugsa svona vel um mig :)
Með baráttukveðju
Vefslóð Sólstafa
http://www.solstafir.is/
Athugasemdir
Takk fyrir godar kvedjur! Thad er undarlegt ad heimsaekja gamlar slodir - eg a minningar fra Isafirdi - var thar nokkur sumur sem barn. Tha var alltaf hlytt vid Pollinn en iskalt uppi vid nordurstrondina sem var bara rett upp Solgotuna. Frabaert hversu thaer i Solstofum standa sig vel. Til Hamingju Solstafir!
Halldóra Halldórsdóttir, 26.5.2007 kl. 22:41
Gaman að sjá hvað starfið hjá Sólstafarkonum gengur vel.
Burt með ofbeldi á konum og börnum.
Magnús Paul Korntop, 27.5.2007 kl. 01:12
Frábært að til séu svona kraftaverkakonur út um allt land og ekki verra þegar svona kraftaverkakona eins og þú aðstoðar þær
Eigðu góða daga vinkona
Dísa (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 12:31
Gott að heyra frá ferðalaginu þín Thelma mín!
Sjáumst galvaskar í rútugallanum á morgun.
Guðrún
Álfhóll, 28.5.2007 kl. 11:49
hehe.. tu er bara alltaf a flakki getur ekki stoppad.. ehe
aaa eg sit herna a internet cafe a SPANI.. frabaert vedur uti.. OG EG A AFMAELI.. ehhe.. ja en tad er samt frabaert vedur..og eg hef tvilika sogu ad seigja ter egar eg kem heim..
atli (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 12:03
Baráttukveðjur til ykkar. Flott mynd af þér...
Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.