Nú er fyrsti dagur hringferðarinnar okkar liðinn og við sitjum að morgunverði á Hótel Framnesi, Grundarfirði og hlæjum að sögunum hans Júlla :)
Þessi fyrsti dagur var meiriháttar. Við stoppuðum í Borgarnesi í hádeginu og héldum góðan fund í Landnámssetrinu. Síðan héldum við gallvösk af stað og ókum um stórfenglega náttúru og héldum kvöldfund hér í Grundarfirði. Það var líka mjög góður fundur.
Við vorum ótrúlega heppin með veður, fengum sól og stillu allan daginn og nutum þess í botn. Stemmingin í rútunni er búin að vera einstök og mikill hugur í fólki. Þetta er ótrúlega skemmtilegt.
Verð að rjúka, Tóta Trucker er að mynda sig við stýrið og hún verður svo ströng ef maður gerir ekki eins og hún segir :)
Þessi fyrsti dagur var meiriháttar. Við stoppuðum í Borgarnesi í hádeginu og héldum góðan fund í Landnámssetrinu. Síðan héldum við gallvösk af stað og ókum um stórfenglega náttúru og héldum kvöldfund hér í Grundarfirði. Það var líka mjög góður fundur.
Við vorum ótrúlega heppin með veður, fengum sól og stillu allan daginn og nutum þess í botn. Stemmingin í rútunni er búin að vera einstök og mikill hugur í fólki. Þetta er ótrúlega skemmtilegt.
Verð að rjúka, Tóta Trucker er að mynda sig við stýrið og hún verður svo ströng ef maður gerir ekki eins og hún segir :)
Athugasemdir
Gott að fá að fylgjast með - þar sem maður situr heima með hugann hjá ykkur. Gangi ykkur allt sem best.
Halldóra Halldórsdóttir, 30.5.2007 kl. 10:58
Mikið er nú gott að allt gengur vel og þið skemmtið ykkur vel - eins og ykkur er von og vísa þar sem þarna eru kjarnakonur á ferð
Sé ykkur á sunnudaginn
Dísa (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:32
oooohhh, hljómar vel rútuferð með Stígamótakonum. Sendi knús og kærleika til þín og allra hinna kjarnakvennana.
SigrúnSveitó, 30.5.2007 kl. 14:44
Frábært framtak hjá ykkur! Verðið þið nokkuð á Sauðárkróki um helgina? Ég verð nefnilega þar enda spáð sól og hita. Og endilega leyfðu okkur að fylgjast með ferðinni hér á blogginu
Grumpa, 30.5.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.