Nú er Stígamótarútan búin að fara um Norðurlandið og nú erum við stödd við náttúruböðin við Mývatn, þar sem við ætlum að gera smástopp. Flestir ætla að skreppa í böðin og slaka vel á. Við erum búnar að stoppa á nokkrum stöðum í viðbót, Hvammstanga, Sauðárkróki, Dalvík og Húsavík. (Já Grumpa við erum búin að vera á Sauðárkróki, fúlt að missa af þér). Allir fundirnir gengu mjög vel. Það er svo mikill kraftur í þessu.
Það er gott að sjá hvað fagfólkið á stöðunum hefur verið duglegt við að mæta á fundina okkar. Hver fundur hefur líka verið fullur af hetjum, Stígamóta-hetjum.
Við erum búin að lenda í alls konar ævintýrum og upplifa margt skemmtilegt. Eins og í gær var okkur boðið að heimsækja frænda Bjargar. Sá öndvegismaður, sem ég kalla Hreinan Snilling, bauð okkur í kaffi í sumarbústað fjölskyldunnar, sem er skip útá miðju túni. Ég hef aldrei áður séð svona frumlegan sumarbústað, hann var ótrúlega flottur og það var svolítið merkilegt að þegar maður stóð uppí stýrishúsinu, þá gat maður fundið hreyfingar hafsins :) Þó ekki þannig að maður fengi sjóriðu. Stígamótafólki var líka boðið að skjóta af forláta haglabyssu og það kom í ljós að miklir skyttuhæfileikar reynast meðal Stígamóta kjarnakvenna og karla. Það eru nokkrir sundurskotnir gosbrúsar um borð í rútunni okkar því til sönnunar :)
Áfram höldum við og næsta stopp er Vopnafjörður síðdegis. Gangi okkur vel :)
Það er gott að sjá hvað fagfólkið á stöðunum hefur verið duglegt við að mæta á fundina okkar. Hver fundur hefur líka verið fullur af hetjum, Stígamóta-hetjum.
Við erum búin að lenda í alls konar ævintýrum og upplifa margt skemmtilegt. Eins og í gær var okkur boðið að heimsækja frænda Bjargar. Sá öndvegismaður, sem ég kalla Hreinan Snilling, bauð okkur í kaffi í sumarbústað fjölskyldunnar, sem er skip útá miðju túni. Ég hef aldrei áður séð svona frumlegan sumarbústað, hann var ótrúlega flottur og það var svolítið merkilegt að þegar maður stóð uppí stýrishúsinu, þá gat maður fundið hreyfingar hafsins :) Þó ekki þannig að maður fengi sjóriðu. Stígamótafólki var líka boðið að skjóta af forláta haglabyssu og það kom í ljós að miklir skyttuhæfileikar reynast meðal Stígamóta kjarnakvenna og karla. Það eru nokkrir sundurskotnir gosbrúsar um borð í rútunni okkar því til sönnunar :)
Áfram höldum við og næsta stopp er Vopnafjörður síðdegis. Gangi okkur vel :)
Athugasemdir
Frábært hvað allt gengur vel.. gaman að fylgjast með!! Vildi óska að ég væri með ykkur - en sendi mínar bestu baráttukveðjur í staðinn.
Teddý.
Theódóra (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 13:11
ng tad er bara fjor hja kellunum hehe
nadir tu ad skjota eikejar gosfloskur nidur.. tu ert nu med aefinguna fra playstation ;) hehe
Atli Freyr Arnarson, 1.6.2007 kl. 16:38
það verður nú ekki af þér tekið að þú ert kjarnorkukona ( og eflaust hin mesta stórskytta ) Gangi ykkur vel í ferðinni.
Birgitta Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:29
Kvitt
Brynja Hjaltadóttir, 4.6.2007 kl. 00:00
Takk fyrir síðast ágæta samferðakona.
Þetta var nú meira ævintýrið!
kv. gj
Álfhóll, 4.6.2007 kl. 16:00
ja maður veit þá hver kemur til með að veiða jólarjúpurnar í ár
Grumpa, 4.6.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.