Ég hef tekið eftir að þetta orð "öfga-femínisti" hefur birst nýlega hjá sumum bloggurum. Og ég velti fyrir mér hvað er eiginlega verið að meina? Svo rakst ég á blogg í dag þar sem bloggari var að tjá sig um öfga-femínista. Bloggið virkaði reyndar eins og það hafi verið skrifað í reiði og þá er kannski ekki mikið að marka það...og þó, það speglar alla vega skoðanir þessa manns og einhverjir í kommentunum voru sammála.
Bloggarinn tók nokkur dæmi um öfgana og ég verð bara að viðurkenna að ég skil ekki rökin á bakvið. Ekki það að þessi bloggari kom ekki með nein rök, kastaði þessum dæmum bara fram sem öfgum og vitleysu, en ég átta mig ekki á hvar öfgarnir eiga að liggja. Hann tók dæmi eins og það að Ingibjörg Sólrún vildi hafa jafnræði á milli kynja í ráðherrastólum Samfylkingarinnar. Hvernig er hægt að kalla það öfga að vilja jafnan hlut kynja í ríkistjórn? Ég veit vel að sumir, eins og þessi bloggari, eru ekki sammála Ingibjörgu Sólrúnu, en að rjúka upp og orga um öfga í femínistum finnst mér stórskrýtið. Eru það þá öfgar að konur skuli vera helmingur þjóðarinnar?
Hann nefndi líka "öfga-femínistann" Sóley sem hefur fylgst með hlutfalli kynjanna í Silfri Egils. Af hverju eru það öfgar að vekja athygli á þessu? Ættli það ekki að þykja eðlilegt að fjölmiðlar vinni út frá jöfnu hlutfalli kynjanna? Ég hreinlega skil ekki af hverju það þykja vera svo stórundarlegar og öfgafullar væntingar og af hverju ástæða þykir að skrifa einhver öskureið blogg út af svona hlutum.
Ef það er að vera öfga-femínisti að vera óhræddur við að segja skoðanir sínar og vekja athygli á misrétti milli kynjanna, og að fara fram á bætur þar um, nú þá er ég í þeim hópi líka. Ég kýs þó að kalla mig femínista þar sem ég get ekki séð að um öfga sé að ræða.
Ætli þessi maður kalli þá sjálfan sig öfga-bloggara fyrst hann hefur skoðanir um stöðu kynjanna, sem hann segir upphátt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.6.2007 | 18:05 | Facebook
Athugasemdir
Er það virkilega misrétti á milli kynjana að Egill Helgason hafi *vogað* sér að hafa fleiri karla en konur í þættinum hjá sér? Er það ekki bara spurning um framboð og eftirspurn hverjir eru í þættinum hjá honum? semog málefni? Eða ætti hann að hafa valið sér ALLTAF 3 konur og 3 karla í þessi viðtöl sín bara til að hafa jöfn hlutföll í þættinum??? Hugsa að það sé það sem þessi tiltekni bloggari er að kalla "öfga"...
Ég hefði fremur kallað það smámunasemi, því að ég hefði haldið að konur, hvort sem það eru femínistar eða ekki, Hefðu um alveg helling annað merkilegra og meira áríðandi að berjast fyrir heldur en því hvort það voru fleiri karlar eða konur í ríkisstjórn eða fleiri karlar eða konur í einhverjum pólitískum stjórnmálaþætti... en aðrir kalla það líklega bara öfga
Signý, 20.6.2007 kl. 18:14
Thelma: Já hentugt að segja að konur eigi að vera helmingur ráðherra eða þingmanna vegna þess að þær séu helmingur þjóðarinnar, frekar einföld hugsun. Málið er að konur eru bara tæplega 1/3 framboðs almennt í pólitík. Þessi helmingaskipting hjá Samfylkingunni veldur því að það er helmingi auðveldara fyrir konur að komast í ráðherrastóla.
Í stað þess að hafa svona fáránlega reglu á toppinum væri eðlilegra að vinna gegn vandanum í réttum enda. Reynum frekar að fjölga framboði kvenna, það mun breyta toppsætunum í framtíðinni án þess að setja sérstakar reglur.
Geiri (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 18:40
Var að uppgötva þig sem bloggara, Thelma. Þrælfínt blogg. Las auðvitað bókina þína og hef oft hugsað til þín og beðið fyrir þér. Takk fyrir að deila hugsunum þínum með okkur hinum ... á þessum vettvangi sem og öðrum.
Hugarfluga, 20.6.2007 kl. 19:58
Góð færsla Thelma, það er vissulega svolítið sérstakt að vera flokkaður öfgamaður fyrir að trúa á að jafnrétti þurfi að nást í samfélaginu. Geiri ( ef þú heitir það) getur þú svarað því hvernig stendur á því að konur eru aðeins um 1/3 af frambjóðendum til Alþingis? Heldur þú Geiri að það hafi eitthvað að gera með skort á fyrirmyndum að gera? Geiri eru konur eins og Jóhanna Sig minna hæfar til ráðherradóms heldur en karlmenn, eru öfgarnar þá ekki frekar hjá sjálfstæðismönnum sem aðeins hafa eina konu í ríkisstjórn? Hugsum málið.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:59
Góð Thelma. Um leið og þú andar útúr þér einhverju réttlætismáli sem snýr að kynjapólitík, kemurðu við kauninn í kynblindu fólki. Mannstu Thelma mín, við erum andlitsblindar, kynblint fólk þolir ekki umræður sem innihalda breytuna kyn.
Bestu kv. úr fríinu
Guðrún
Álfhóll, 21.6.2007 kl. 08:46
þú ert öfgafeministi
EG Á FLOTTARI TÖLVU EN ÞÚ
LIGGALIGGALÁI
Atli Freyr Arnarson, 21.6.2007 kl. 11:41
Júlíus... Er það ekki okkar kvenna þá að búa til fyrirmyndir? Það gerir það engin fyrir okkur. Það er ekki karlmönnum í pólitík að kenna að það eru bara 1/3 af frambjóðendum konur.
álfhóll... kynblint fólk? ég get ekki séð neitt slæmt við það að vera kynblindur. Enda afhverju á alltaf að vera að horfa á það hvort maður sé með typpi eða píku? gerir það mann að meiri manneskju?
Það er margt gott sem femínistar eru að vekja athygli á en það er líka margt alveg fáránlegt. Ég upplifi mig stundum bara eins og það sé hrikaleg fötlun að vera kona. En mér finnst það samt ekki vera fötlun. Ég get gert allt sem ég vil og fengið allt sem ég vil, Svo lengi sem ég sækist eftir því. Ég þarf ekki á kynjakvótalögum að halda né einhverjum reglugerðum sem segja að konur skulir vera helmingur alltaf allsstaðar. Maður velur fólk eftir hæfni og getu... ekki kyni...
Signý, 21.6.2007 kl. 12:22
Ég er sammála þér Thelma mín. það er alltaf svo auðvelt að hrópa bara öfgar þetta og öfgar hitt þegar talað er um aukið jafnrétti og breytingar yfirleitt. Góður punktur hjá þér.
Ruth Ásdísardóttir, 21.6.2007 kl. 12:39
Signý, Ingibjörg Sólrún er ekki karlmaður og hún er að framleiða fyrirmyndir í massavís, og svona í leiðinni þá verða reyndar þeir einstaklingar sem eru við völd að taka til í sínum ranni bæði konur og karlar.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:08
Nú... þannig að það eru þá fyrirmyndir?... afhverju eru þá ekki fleiri konur en raun ber vitni?.. Ég veit vel að ISG er ekki karlmaður hún stendur sig líka vel í því sem hún gerir. Ég held reyndar að þessir einstaklingar sem þú nefnir stilli bara upp sínum sterkasta lista hverju sinni og ég get ekki séð að það skipti nokkru máli hvort það eru 50/50 hlutfall kvenna og karla eða ekki. Svo lengi sem að þetta fólk vinnur vinnuna sína og gerir það sem það á að gera þá er ég sátt... Konur eru ekkert betri en karlar né öfugt í þeim efnum.
Signý, 21.6.2007 kl. 15:11
Öfgafemínisti, femínistabelja ... mörg fyndin nöfn sem lýsir bara fólkinu sem notar þessi nöfn. Flott færsla, ég er alveg sammála þér. Mér fannst Sóley frekar benda glettnislega á þetta með kvennaskortinn í Silfri Egils og bara fínt að hún benti á þetta. Ég er svo blind á svona hluti og þarf manneskjur eins og Sóleyju til að rétta mig af. Horfi reyndar oft á Silfur Egils og finnst þátturinn fínn, auðvitað væri hann enn betri ef fleiri konur væri þar.
Fólk er greinilega mjög viðkvæmt í þessum málum og mér virðist sem sumum, bæði körlum og stöku konum, finnst það árás á karlmenn ef jafnrétti er nefnt á nafn. Það vinnst ekkert með rólegheitum, við konur verðum að láta heyra í okkur og það hátt ef einhverju á að breyta. Reynslan hefur kennt okkur það!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.6.2007 kl. 20:26
"Konur eru ekkert betri en karlar né öfugt í þeim efnum" Þetta er gott komment Ásta, en af hverju þá ekki jafnt kynjahlutfall?
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:21
Fyrirgefðu Signý, ég ætlaði ekki að nefna þig röngu nafni....
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:26
Ásta... Signý... ég lendi oft í þessu enda ALVEG eins nöfn... En afhverju ekki jafnt kynjahlutfall.. well hvernig veit ég þá.. ef við segjum sem svo að ég væri í stjórnmálum í einhverjum flokki.. hvernig get ég þá vitað að ég er sú hæfasta ef það er einhver kynjakvóti í flokknum?... og hvernig geta kjósendur þá verið vissir um að hæfasta fólkið sé í efstu sætum listana? Ég vil ekki vera ráðin í vinnu né neitt annað bara útaf því að ég er kona. Ég vil ekki eiga það á hættu að fá vinnu þar sem kannski karlmaður, jafnhæfur og ég er sækir um, bara afþví að ég kona. Ég vil fá mitt afþví að ég er hæfust til þess, Ég á ekki að þurfa einhver lög til að hjálpa mér að komast þangað sem ég vil í lífinu. Ég er ekki byrði á þjóðfélaginu, né fötluð, né vitlaus... þó ég sé kona. Þess vegna dreg ég mikið í efa allar tilraunir og umtal um "jafn kynjahlutfall" og "kynjakvóta" mér persónulega finnst orðið "kynjakvóti" ekki lýsa jafnrétti...
Signý, 22.6.2007 kl. 01:15
Takk fyrir kommentin.
Geiri, Signý, það hefur ekkert með hentugleika að gera að vilja jafnan hlut kynja í ríkisstjórn, það er STAÐREYND að konur eru helmingur þjóðarinnar og það er líka staðreynd að aldrei hafa konur verið helmingur í ríkisstjórn, ekki einu sinni nálægt því. Að halda því fram að það hafi í öllum tilvikum verið vegna þess að það hafi skort hæfar konur, er einföld hugsun. Nýlegt dæmi um skipun heilbrigðisráðherra er gott dæmi um þetta.
Í mínum huga er það ekki smámunarsemi að gera kröfur um að unnið sé að jafnrétti innan ríkistjórnar. Það skiptir mig máli hvernig landinu er stjórnað.
Ég er innilega sammála þér Signý þegar þú talar um að þú viljir fá þitt af því þú ert hæfust, að þú sért ekki byrði á þjóðfélaginu, fötluð né vitlaus...af því þú sért kona. Nákvæmlega þetta snýst kynjabaráttan um! Og baráttan er enn í gangi af því að þessu er ekki enn náð. Það væri auðvitað alger draumur ef engin þörf væri á því að tala um kynjakvóta eða jafnt kynjahlutfall, en því miður þá búum við ekki í þannig heimi ennþá. Kemur þó vonandi að því :)
Thelma Ásdísardóttir, 22.6.2007 kl. 10:01
Já, þetta er allavega það sem kynjabaráttan ætti að vera um. En mín upplifun á allri umfjöllun femínista, eða þeirra sem ég hef lesið blogg hjá og lesið greinar hjá í blöðum og annað, er öll á þann veg að konur eigi svo bágt og allir eiga að vorkenna konum. Ég er kannski bara eitthvað að misskilja málflutningin og boðskapin með því sem verið er að segja en ég held að ég sé þá als ekki sú eina sem er að misskilja það. að tala um jafnrétti og kynjakvóta í sömu setningu finnst mér bara ekki vera merki um jafnrétti eða umburðarlyndi eða hvað sem fólk vill kalla það. En hvað veit ég?
Mér finnst að baráttan eigi að snúast um akkúrat það að ég sem kona er jafnhæf og allir aðrir til að gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Ég þarf ekki að fá forgjöf. Það eiga allir og það þurfa allir að vinna fyrir sínu. Mér standa allar dyr opnar, Ég þarf bara að sækjast eftir því....
Signý, 22.6.2007 kl. 14:50
Mér finnst það ótrúlega sorglegt að horfa upp á það að jafnrétti hjá ungu fólki hefur miklu minna vægi en hjá minni kynslóð. Það mælist í viðhorfum ungra krakka til heimilisstarfa, fjölda kynferðisbrota ungra karla og síðast en ekki síst tilhneiging ungra karla að hampa nýjustu kærustunni sinni eins og hverjum öðrum verðlaunagrip. Hver skyldi nú hafa gleymt að kenna ungum krökkum um jafnan rétt í þjóðfélaginu? Ekki fá þau þá fræðslu á netinu, svo mikið er víst. Spurning um að tölvunördinn Thelma hanni krassandi tölvuleik sem gengur út á að kenna ungu fólki grunnatriði í jafnréttismálum? Sameina áhugamálin í einum pakka?
Monopoly (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 19:40
Ég er orðin svo ÞREYTT á að heyra Öfga feministi, konur eru konum verstar, og aðra frábæra frasa. Skiljið ekki að þetta hægir bara á baráttunni. Ef að ég er Öfga feministi afþví að ég vil berjast fyrir rétti systra minna, þá ber ég þau föt með glöðu. Þessi hliðar umræða sambandi við jafnrétti, er villandi.....Hættum þessu kjaftæði og gerum eitthvað í málinu. Og það er ekki hægt að segja að það sé bara á okkar ábyrgð að semja fyrir okkur sjálfar og þannig byrjar það.....þetta snýst um að standa saman, við erum allar misjafnar og missterkar, þess vegna er samheldnin nauðsynleg.
Garún, 22.6.2007 kl. 20:15
Takk fyrir góðan pistil Thelma. Hefur greinilega hreyft við mörgum. Bestu kveðjur frá "öfga"-femínista:)
Hlynur Hallsson, 22.6.2007 kl. 20:40
hvernig getur það verið annað en verið á okkar ábyrgð að semja fyrir okkur sjálfar?.... ef ekki okkar hverrar þá?.........
Signý, 22.6.2007 kl. 20:42
Ég sagði að það væri ekki BARA á okkar ábyrgð.
Garún, 22.6.2007 kl. 21:09
Samábyrgð í samfélaginu, ekki forgjöf vegna vorkunnsemi. En það eru ekki allir jafn sammála því að samfélag manna hafi mikið gildi - samstaða og samábyrgð. Sameinaðar stöndum við en sundraðar föllum við.
Það þarf að KENNA jafnrétti á öllum skólastigum. En ef skoðuð eru dæmin í grein í 19 júní, ársriti Kvenréttindafélags Íslands þá er langt í land. Þar er grein; Menntum fólk í viðhorfsbreytingum. Hvet ykkur til að lesa.
Halldóra Halldórsdóttir, 22.6.2007 kl. 22:03
KVITT FRÁ ÖFGA-BLOGGÁHUGAKONU
Brynja Hjaltadóttir, 23.6.2007 kl. 01:03
nýtt orð; ofurfemínisti.
bloggvinur minn bjó það til og mér finnst það snilld en það var ekki vel meint hjá honum, hí hí.
þessi bloggari sem þú varst að tala um er ekkert smá reiður, það gerist þegar menn halda í einhverjar ranghugmyndir og draumsýnir sem eru að falla allt í kringum þá. Þá eykst sífellt harkan og illkvittnin þartil þeir bugast - eða loka sig af í sérútvöldum vinahóp þarsem allir hafa sömu skoðanirnar.
varðandi silfur egils, sko, ég fylgdist með frá byrjun og fíla Egil í tætlur en það var ekki alltaf skemmtilegt að hafa endalausa kalla þarna rausandi um fiskveiðistjórnun og einhver afmörkuð viðskiptahugtök sem enginn hefur áhuga á. Ég tók alltaf eftir því að það mættu fáar konur, í sumum þáttunum voru kannski 9 karlar og engar konur! Málið er að konur sem hafa eitthvað að selja, sig eða málefni, eru jafn líklegar til að mæta og kynna sig og málefnið í þáttum einsog karlar, ef þeim er boðið. Það er svo ömurlegt þegar afsökunin kemur að þessar konur þori bara ekki að mæta.... svo blokkar fólk þetta út og býr til afsakanir. Ég kom fram með fjórar ástæður fyrir því afhverju Egill fékk ekki nema örfáar konur til sín í þáttinn en fullyrti ekki hversvegna það væri, en mín grunsemd er að honum hafi bara ekki liðið vel í kynjablönduðu umhverfi. Hann átti oft erfitt með að stjórna umræðunum en þegar konur voru þar líka sást stundum á honum óöryggi og hræðsla. Ég myndi aldrei segja þetta ef ég hefði ekki séð það sjálf amk 50 sinnum og þetta er ekki illa meint, ég held að flestir sem tjá sig um þennan kynjakvóta Egils hafi bara ekki horft á þáttinn, hehe, en eru samt að tjá sig einsog alvitur.
halkatla, 23.6.2007 kl. 13:28
Ofur-femínisti!!! Frábært orð :) Ég ætti kannski að semja sögu um afrek Ofur-femínistans, eins og um ofurhetju væri að ræða. Nema ég held að Ofur-femínistinn myndi hafa vit á að fara ekki í brækurnar utan yfir sokkabuxurnar :)
Thelma Ásdísardóttir, 23.6.2007 kl. 13:36
Öfgafeministi= Radical feministi, Höfundur Scum manifesto er gott dæmi um eina þannig, þeim svipar mjög til nýnasistahópa í hegðun nema í staðinn fyrir illa gyðinga þá koma illir karlar sem rót alls ills
Alexander Kr GUstaf (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 15:48
Ef að ég er Öfga feministi afþví að ég vil berjast fyrir rétti systra minna, þá ber ég þau föt með glöðu.
Ef að ég er Nazisti afþví að ég vil berjast fyrir rétti hvítra, þá ber ég þau föt með glöðu.
Amm þú ert öfga-feministi, sami talsmáti og hjá nýnasistum
Alexander Kr GUstaf (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.