Vá hvað mannlífið er stundum skrýtið. Samfélag manna er stundum stórmerkilegt fyrirbæri, finnst mér. Eins og bloggsamfélög. Það er skrýtið að stundum láta bloggarar í bloggsamfélögum allt öðru vísi en fólk lætur í "hinu samfélaginu" þar sem fólk hittist og talar beint við hvort annað. Ætli bloggarar séu kannski ný tegund af fólki?
Ég velti því fyrir mér hvort sama heift og þras væri í gangi ef til dæmis fólk væri að skiptast á skoðunum við ókunnuga á meðan beðið væri eftir strætó, eða í ræktinni eða hvar sem er?
Ekki það að ég hef ekki fengið nein leiðindi í hausinn og sem betur fer virðast meirihluti bloggara vera málefnalegir og kunna að taka tillit til annara og sýna kurteisi í skoðanaskiptum. En ég sé samt víða í "Bloggheimum" einhverja svona öskureiðar og árásargjarnar atlögur í orðum . Það er eins og einhver uppsöfnuð útrásarþörf sé að springa út hjá sumum. Það er eins og það sé stundum einhver firring í gangi. Eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að þegar það er að hella skítkasti og jafnvel hótunum yfir annan bloggara þá er verið að hrauna yfir manneskju. Manneskju með tilfinningar og líf og líðan.
Kannski er þetta merki um bælingu í "maður við mann" samfélaginu okkar? Að við séum alltaf svo rosalega að passa okkur að vera stillt og prúð og að gera okkur ekki að fíflum á almannafæri að við kunnum ekki lengur að skiptast á skoðunum á heilbrigðan hátt? Og þess vegna brjótist það út á blogginu.
Margir skrifa undir dulnefnum og leyfa sér þá kannski í skjóli þess að æla ábyrgðarlaust út úr sér alls konar svívirðingum yfir annað fólk. Sem er auðvitað ekkert annað en hugleysi.
Kannski er bara svona mikið til af reiðum einstaklingum sem finnst bloggið kjörin vettvangur til að æsa sig á? Og kannski er það ekki alls ekki slæmt að fólk skuli frekar vera með svona læti í þögulum orðum en að vera öskrandi á strætóstoppistöðvum og í ræktinni?
Bara smá hugleiðing
Ég velti því fyrir mér hvort sama heift og þras væri í gangi ef til dæmis fólk væri að skiptast á skoðunum við ókunnuga á meðan beðið væri eftir strætó, eða í ræktinni eða hvar sem er?
Ekki það að ég hef ekki fengið nein leiðindi í hausinn og sem betur fer virðast meirihluti bloggara vera málefnalegir og kunna að taka tillit til annara og sýna kurteisi í skoðanaskiptum. En ég sé samt víða í "Bloggheimum" einhverja svona öskureiðar og árásargjarnar atlögur í orðum . Það er eins og einhver uppsöfnuð útrásarþörf sé að springa út hjá sumum. Það er eins og það sé stundum einhver firring í gangi. Eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að þegar það er að hella skítkasti og jafnvel hótunum yfir annan bloggara þá er verið að hrauna yfir manneskju. Manneskju með tilfinningar og líf og líðan.
Kannski er þetta merki um bælingu í "maður við mann" samfélaginu okkar? Að við séum alltaf svo rosalega að passa okkur að vera stillt og prúð og að gera okkur ekki að fíflum á almannafæri að við kunnum ekki lengur að skiptast á skoðunum á heilbrigðan hátt? Og þess vegna brjótist það út á blogginu.
Margir skrifa undir dulnefnum og leyfa sér þá kannski í skjóli þess að æla ábyrgðarlaust út úr sér alls konar svívirðingum yfir annað fólk. Sem er auðvitað ekkert annað en hugleysi.
Kannski er bara svona mikið til af reiðum einstaklingum sem finnst bloggið kjörin vettvangur til að æsa sig á? Og kannski er það ekki alls ekki slæmt að fólk skuli frekar vera með svona læti í þögulum orðum en að vera öskrandi á strætóstoppistöðvum og í ræktinni?
Bara smá hugleiðing
Athugasemdir
Sammála Thelma. Mér finnst stundum yfirgengilegt hvað fólk missir sig á blogginu stundum. Þetta byrjar held ég með spjallsíðum þar sem fólk í skjóli nafnleyndar hraunar oft yfir hvert annað með ótrúlegasta dónaskap. Mér finnst þetta hafa aðeins skánað eftir að fólk fór að blogga meira undir nafni eins og margir á moggablogginu. Sjálfur tek ég lítið mark á nafnlausu bloggi með örfáum undantekningum. (Grumpa til dæmis en ég veit hvort eð er hver hún er) :-)
Bloggið getur verið skemmtilegur spegill á samfélaginu og persónulega hef ég góða reynslu að því. Maður safnar saman bloggvinum sem manni finnst skemmtilegt að heimsækja og lætur aðra eiga sig. Nöldur, röfl og neikvæðni nennir maður ekki að lesa. Pólitískir bloggarar sem leyfa ekki athugasemdir eru ekki inni. Þetta er skemmtilegur vettvangur til að tjá hugsanir sínar og deila áhugamálum sínum.
Mér finnst gaman að lesa blogg hjá fólki með skoðanir og maður þarf ekki að vera sammála þeim og er alltaf til í skoðanaskifti en dónaskapur og persónulegar árásir eru gjörsamlega óásættanlegar finnst mér. Það er eins og þú segir, fólk mundi flest ekki haga sér svona í strætó :-) Mér finnst líka sorglegt þegar fólk gerir ekki greinarmun á bloggheimum og raunheimum. Skoðanaskifti, áhugamál og pælingar okkar eru jafn raunverulegar á blogginu og í raunheimum.
Takk fyrir skemmtilegt og áhugavert blogg Thelma. Hlakka til næsta videókvölds :-)
Kristján Kristjánsson, 23.6.2007 kl. 13:48
Vááá... ég er sem betur fer að missa af einhverju. Kanski lifi ég í mínum litla "bloggheimi" vermduð af því vali sem ég hef gert Ég hef valið mína bloggvini og hef líka valið að hafa þá fáa ( og útvalda ) Seinna segi ég þér hversvegna ég bauð þér bloggvináttu. Samt ætla ég að segja núna að það er vegna minninga sem liggja í bernsku minni
Knús til þín mín kæra bloggvinkona
Guðrún Þorleifs, 24.6.2007 kl. 00:23
Nú ertu aldeilis búin að gera mig forvitna Guðrún :) En ég bíð þolinmóð eftir því að "seinna" komi.
Annars knús til allra :)
Ps. Þrymur, ömurlegt að þú hafir fengið morðhótun, hugsaðu þér, útaf bloggi!!! Mér finnst hiklaust að það eigi að kæra svona, alla vega tilkynna til lögreglunnar. Gangi þér vel.
Thelma Ásdísardóttir, 24.6.2007 kl. 17:30
Hér kemur ein kenning: það hefur engin tíma til að setjast saman í kaffipásu saman eins og maður gerði í frystihúsinu í gamla daga og þess vegna er hvergi neinn vettvangur til að ausa út úr sér hneykslun, almennri skoðun, óánægju, gleði, buna út úr sér bröndurum eða hvað það nú er.....
Bloggið tekur við en sumir, en alveg eins og í kaffistofunni í Sjólastöðinni í gamladaga, þá eru alltaf einhverir sem missa sig nema bara að í bloggheimum vantar aðhaldið úr frystihúsinu.
Ef þú lést eins og ansi þá koma Jói hnífabrýnari bara seinast á borðið þitt og þú fékkst bara versta fiskibakkan úpp á borði hjá þér og hún Lilja bónusdrottning sendi þér fyrirlitningaraugnarráð sem brenndi gat á fiskisloppinn þinn....
Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 21:38
Og svo verð ég greinilega að laga hjá mér allar þessar innsláttarvillur :) Best að flýta sér minna.
Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:47
Manni dettur stundum í hug fólk með steina í hendinni sem grýtir þann sem ekki hagar sér fullkomlega. En í staðin fyrir steina eins og í gamla daga, þá eru notuð orð og birt á bloggheimum. Þetta er alveg rétt, þetta getur verið einkennilegur heimur.
Ruth Ásdísardóttir, 25.6.2007 kl. 18:32
Halló sterka ofurfeministakona! Takk kærlega fyrir námskeiðið sem þú hélst fyrir okkur Sólstafakonur um daginn, það var alveg magnað og ógleymanlegt að fá að hitta þig. Og takk fyrir kvittið á síðunni minni;)
"öfga-feminista"færslan þín var flott, ég þoli ekki þegar við "kellingarnar" erum stimplaðar öfga-femistar, rauðsokkur(í neikvæðri merkingi) og svo má lengi telja. Ég er sko OFUR-FEMISTI og er stolt af því!!
kveðja að vestan
Harpa Oddbjörnsdóttir
www.solstafir.is
Harpa Oddbjörnsdóttir, 25.6.2007 kl. 20:36
Sumt fólk heldur að þegar það er á netinu sé það komið í einhvern cyberheim þar sem allt er leyfilegt og ekki tekin ábyrgð á neinu. Þannig fólk myndi líklega ekki segja helminginn sem það lætur frá sér á blogginu ef það væri að tala við manneskjuna augliti til auglitis
Grumpa, 25.6.2007 kl. 20:59
Fullkomlega rétt hjá þér. Fólk VERÐUR að átta sig á að það er að tala við aðra manneskju og það fyrir framan hundruði annarra. Þetta er opinber vetvangur og því mikilvægt að haga sér skikkanlega. Allt í lagi að gagnrýna hugmynd en persónuárásir eru aldrei ásættanlegar.
Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 01:44
Ég myndi aldrei láta út úr mér eitthvað sem Ísdrottningin sem ég stæði ekki fyrir í eigin nafni líka. En ég er líka Ísdrottningin hvar svo sem ég er stödd, hér eða í raunheimum. Vitiði þegar ég hugsa nánar um þetta þá rennur upp fyrir mér að þeir ausa skítnum sem eiga hann til...
Ísdrottningin, 28.6.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.