Æi ég er eitthvað kvíðin útaf þessum bletti. Mér finnst það reyndar ágætt að það eigi loksins að fara taka til á lóðinni því það er búið að vera frekar ömurlegt að hafa þessar rústir fyrir augunum í allt sumar og gott að það á að fara gera eitthvað í málunum. Ég hef bara áhyggjur af því að hvað kemur í staðinn.
Ég er ein af þeim sem þykir mjög vænt um gamla miðbæinn , ég elska að rölta þarna um, kíkja í bókabúðir og í kaffihús. Hitta fólk og ræða málinn. Ég vil að miðbærinn sé fínn og snyrtilegur (samt ekki of, má ekki fara út í tilgerð) og ég hef ekkert á móti góðum breytingum, það þarf bara að vera í takt við fíling miðbæjarins. Æi ég vona að það eigi ekki að fara reisa eitthvað glersíló til að sýnast fyrir útlendingunum.
Ég vona það besta
Austurstræti 22 rifið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vona ég líka......
Garún, 29.8.2007 kl. 20:39
Sammála!
Hugarfluga, 29.8.2007 kl. 20:55
Það verður eflaust eitthvað nýtískulegt, verið viss.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:11
Hæ, hæ gaman að þú sért kominn inn á boggið mitt Vona að þeir byggi ekki eitthvað glerhýsi þarna, væri bara út úr kortinu
skondrumamma (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.