Um daginn brá ég mér í Smáralindina með Atla, syni mínum, að versla ýmislegt sem okkur vantaði. Við skiptum liði og þeyttumst á milli staða til að finna allt sem okkur vantaði. Allt gekk vel og smám saman gátum við strokað yfir flest sem var á listanum okkar, nema Atli fann ekki buxur sem honum líkaði.
Ég hafði líka verið að vona að ég fyndi einhverja góða kvikmynd sem ég væri til í að eiga, en svo var ekki. BT er eins og venjulega bara með það sem er á döfinni núna og Skífan var jafnvel með enn minna úrval. Alveg ótrúlegt hvað Skífunni hefur hrakað nýlega, það er ekkert úrval þarna lengur. Hvað varð eiginlega um gömlu metnaðarfullu Skífuna sem átti alltaf eitthvað spennandi að gramsa í? Ég fæ trúlega bara myndir sem mér líst á í Nexus og hjá Sigga í 2001, hér á landi...en þetta var nú útúrdúr.
Alla vega þá endum við Atli inní Hagkaup til að versla það síðasta sem vantaði, mjólk, góðan ost og grapesafa. Og svo af þvi það var laugardagur ákváðum við að fá okkur smá nammi í poka úr nammbarnum. Við vorum hins vegar ekki alveg að fatta hvílika geðveiki við vorum að skella okkur útí. Það er nefnilega 50% afsláttur af nammi í lausu á laugardögum. Og þvílíkt stríðsástand sem ríkti á nammiganginum. Pokar og nammi útum allt gólf, fólk að troðast hvert um annað þvert með hrindingum og pústrum og það voru ekki aðeins krakkar sem voru með einhvern ruðning. Fullorðna fólkið var ekkert skárra og vílaði ekki fyrir sér að þeyta frá sér stressuðum krökkum í sykurkasti til að komast að einhverju hlaupi eða súkkulaðikúlum. Starfsfólkið hafði greinilega flúið vettvanginn fyrir löngu og lái þeim hver sem vill.
Pokarnir fyrir nammið voru við annan enda gangsins og mér sýndist að einhverjir væru að gera máttlausa tilraun til að mynda röð. Ég og Atli ákváðum að reyna þá leið, náðum okkur í poka og stilltum okkur prúðlega upp í "röðinni". Allt gekk vel svona 1/4 niður ganginn, en þá fór þetta allt í tóma vitleysu. Fólk kom æðandi að úr öllum áttum og ýtti okkur til og frá. Í æsingnum steig ein kona í hælaskó á einn pokann á gólfinu og rann næstum í splitt, en hún lét það ekkert á sig fá, sneri sér bara enn æstari að hlaupköllunum. Krakkinn hennar skyldi sko fá nammi á hálfvirði hvað sem það kostaði.
Ég reyndi hvað ég gat að halda ró minni þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður, en þegar ég var að bauka við að reyna klípa utan um nokkra lakkrísbita, þá kemur einn krakkinn og treðst fyrir framan mig, stígur á tærnar á mér, reif í peysuna mína og horfði á mig eins og ég væri hreinn fáviti að standa þarna. Og svo kom mamman á eftir með sama "bíbb" frekjuganginn og brjálæðisglampa í augunum. Í hreinu panikki mokaði ég bara einhverju ofaní pokann minn og hljóp í burtu með allt of mikið. Ég held líka að ég hafi verið með jafn mikið nammi undir skónum mínum og ofan í pokanum, allt útí klístri og jukki Atla hafði gengið aðeins betur en mér og náð í uppáhalds brjósygginn sinn. Úff segi ég bara.
Ég ætla hér eftir að kaupa nammið mitt á öðrum dögum þó ég þurfi að borga helmingi meira fyrir það. Kannski hætti ég bara að borða nammi og fer að drekka te í staðinn.
Ég hafði líka verið að vona að ég fyndi einhverja góða kvikmynd sem ég væri til í að eiga, en svo var ekki. BT er eins og venjulega bara með það sem er á döfinni núna og Skífan var jafnvel með enn minna úrval. Alveg ótrúlegt hvað Skífunni hefur hrakað nýlega, það er ekkert úrval þarna lengur. Hvað varð eiginlega um gömlu metnaðarfullu Skífuna sem átti alltaf eitthvað spennandi að gramsa í? Ég fæ trúlega bara myndir sem mér líst á í Nexus og hjá Sigga í 2001, hér á landi...en þetta var nú útúrdúr.
Alla vega þá endum við Atli inní Hagkaup til að versla það síðasta sem vantaði, mjólk, góðan ost og grapesafa. Og svo af þvi það var laugardagur ákváðum við að fá okkur smá nammi í poka úr nammbarnum. Við vorum hins vegar ekki alveg að fatta hvílika geðveiki við vorum að skella okkur útí. Það er nefnilega 50% afsláttur af nammi í lausu á laugardögum. Og þvílíkt stríðsástand sem ríkti á nammiganginum. Pokar og nammi útum allt gólf, fólk að troðast hvert um annað þvert með hrindingum og pústrum og það voru ekki aðeins krakkar sem voru með einhvern ruðning. Fullorðna fólkið var ekkert skárra og vílaði ekki fyrir sér að þeyta frá sér stressuðum krökkum í sykurkasti til að komast að einhverju hlaupi eða súkkulaðikúlum. Starfsfólkið hafði greinilega flúið vettvanginn fyrir löngu og lái þeim hver sem vill.
Pokarnir fyrir nammið voru við annan enda gangsins og mér sýndist að einhverjir væru að gera máttlausa tilraun til að mynda röð. Ég og Atli ákváðum að reyna þá leið, náðum okkur í poka og stilltum okkur prúðlega upp í "röðinni". Allt gekk vel svona 1/4 niður ganginn, en þá fór þetta allt í tóma vitleysu. Fólk kom æðandi að úr öllum áttum og ýtti okkur til og frá. Í æsingnum steig ein kona í hælaskó á einn pokann á gólfinu og rann næstum í splitt, en hún lét það ekkert á sig fá, sneri sér bara enn æstari að hlaupköllunum. Krakkinn hennar skyldi sko fá nammi á hálfvirði hvað sem það kostaði.
Ég reyndi hvað ég gat að halda ró minni þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður, en þegar ég var að bauka við að reyna klípa utan um nokkra lakkrísbita, þá kemur einn krakkinn og treðst fyrir framan mig, stígur á tærnar á mér, reif í peysuna mína og horfði á mig eins og ég væri hreinn fáviti að standa þarna. Og svo kom mamman á eftir með sama "bíbb" frekjuganginn og brjálæðisglampa í augunum. Í hreinu panikki mokaði ég bara einhverju ofaní pokann minn og hljóp í burtu með allt of mikið. Ég held líka að ég hafi verið með jafn mikið nammi undir skónum mínum og ofan í pokanum, allt útí klístri og jukki Atla hafði gengið aðeins betur en mér og náð í uppáhalds brjósygginn sinn. Úff segi ég bara.
Ég ætla hér eftir að kaupa nammið mitt á öðrum dögum þó ég þurfi að borga helmingi meira fyrir það. Kannski hætti ég bara að borða nammi og fer að drekka te í staðinn.
Athugasemdir
Ég lýsi því hér með yfir að ég var ekki á landinu í gær og var því ekki völd af yfir þér troða tær dæminu við nammibarinn
Halelúja og lidt mere
Guðrún Þorleifs, 14.9.2007 kl. 22:01
Algjörlega frábær færsla hjá þér og hreint út sagt drepfyndin!! := )
En, þetta eru einmitt Íslendingar. Nammi skulu krakkarnir fá og það á hálfvirði, hvort sem það þýðir dauði fyrir nýju skóna eða að hrinda öðru fullorðnu fólki úr vegi!! :)
Ruth Ásdísardóttir, 14.9.2007 kl. 23:48
Íslendingar í hnotskurn: brjál - æði!
Birgitta (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 00:08
Kannski ætti ég að taka mynd af þessu anarkíi í nammibásnum og nota hana sem fælu fyrir Patrek í framtíðinni ef hann byrjar að heimta nammi !! " Sjáðu bara ó-óið " :-)
Íris Ásdísardóttir, 15.9.2007 kl. 10:47
Áts! Hvað ég sé þetta fyrir mér. Það væri hægt að gera góða hrollvekju um verslunarferð í Kringluna og Smáralind og örugglega nokkar framhaldsmyndir :-)
Kristján Kristjánsson, 15.9.2007 kl. 13:31
Væri til í að drekka te með þér.
Sigríður B Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 14:52
maður fer og verslar "nammi" þ.e alvöru súkkulaði, ekki eitthvað sykur og smjörlíkisdrasl, í Vínberinu á Laugavegi. Þar er líka lítið um börn þar sem þau hafa ekki smekk fyrir kampavínstrufflum og Tia Maria konfekti auk þess sem flest þar inn er dýrt. En maður velur gæðin umfram magnið
Grumpa, 16.9.2007 kl. 00:20
hahaha sé þetta alveg fyrir mér og sérstaklega konuna sem næstum var farin í splitt - frussaði hér yfir skjáinn því aulahúmorinn minn er ekki skárri en þetta og ég er sennilega svona kvikindi að hlæja að óförum annarra híhí
Knús á þig skvís og vonandi naustu nammisins sem þú lagðir þig í svo mikla hættu við að kaupa :)
Dísa (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:05
ómægod!! Frekar kaupi ég nammi handa börnunum mínum á fullu verði, það er á tæru. Nenni ekki svona bulli. Skil ekki hvernig fólk getur tryllst svona...
Mér finnst reyndar best, fyrir mig, að borða ekki nammi. Bakaði hins vegar snilldarlega góða köku (gulrótarköku með súkkulaði) í fyrrakvöld, sykurlaus og hreinasta góðgæti! Mæli með henni!!
Knús...
SigrúnSveitó, 16.9.2007 kl. 12:25
Lenti í því sama með Mini Monopoly. Hún var troðinn undir þegar hún af veikum mætti reyndi að velja sér nammi sjálf. Hún þurfti engin E-efni og litarefni til að einkenni ofvirkni kæmu í ljós í miklum mæli. En ferð í nammibarinn var miklu skárra heldur en fer í Hagkaup á virðisaukalausum dögum. Ég er enn að telja marblettina og meika yfir glóðuraugað eftir rimmuna í röðinni á kassann, veit ekki um afdrif þeirra sem hættu sér í slaginn um föt á niðursettu verði, því ég var bara að kaupa skinku og mjólk !!!!!!!!!!!!
Monopoly (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 17:50
Ekki te! Ég væri meira en lítið til í að drekka kaffi með þér. Á nammidegi..:)
Heiða Þórðar, 17.9.2007 kl. 00:54
Heiða og Sigríður, við ættum að skella okkur saman á kaffihús einn daginn, hvort sem við fáum okkur te eða kaffi :)
Thelma Ásdísardóttir, 17.9.2007 kl. 01:00
Vóó,,, gott að þú komst lifandi út úr nammiganginum
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:26
hihiihi frábær lýsing hjá þér, en þetta er alveg satt, ég hef einu sinni álpast til að vera þarna á laugardegi með krakkan þrjá og ohmygod ég geri það ekki aftur
Sædís Ósk Harðardóttir, 18.9.2007 kl. 22:48
Taktu þetta sem teikn frá æðri máttarvöldum um að halda þig frá nammibarnum um alla eilífð og fara að versla dökkt súkkulaði sem er hollara en þetta sykurdrasl. Hlaup og annað litað gotterí er stútfullt af aukaefnum sem gera börn ofvirk og fullorðið fólk geðillt.
Linda Ásdísardóttir, 19.9.2007 kl. 22:10
.... hummm ég var samt ekki að meina að þú kæra systir væri geðill, eða þannig
Linda Ásdísardóttir, 20.9.2007 kl. 19:49
Úff hvað ég er sammála þér með lélegt úrval kvikmynda. Þetta eru ekkert nema einhverjar niðursoðnar Hollívúddafurðir sem viti borið fólk hefur sem betur fer skynsemi til að sniðganga! Það er kannski ein og ein inn á milli sem maður getur hugsað sér að eiga en Amazon kemur pottþétt til með að fá mun stærri hluta af mínum eyðslupeningum en Skífan þegar ég fer að kaupa allt sem mig vantar í safnið!
Anna, 21.9.2007 kl. 12:47
Linda segir sannleikann dökkt súkkulaði og ef sykurþörfin keyrir fram úr hófi er aðalmarsípan hjúpað dökku súkkulaði frábært
Fríða Eyland, 21.9.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.