Komin lausn

Ég er búin að finna lausnina á nammimálinu! Semsagt hvort ég á að drekka te eða halda áfram að narta í sælgæti. Í gær var ég svo heppin að fá í gjöf mjög fallegan konfektkassa. Kassinn er eigulegur trékassi, tilvalin til að geyma í spennandi leynibréf og molarnir sjálfir eru bókstaflega himneskir. Algjör unaður.
Ein tegundin í kassanum góða heitir: "Te Ganache" og er með Earl Grey Te fyllingu. Og þar er komið te og súkkulaði í dásamlegu samspili.
Enda algjör vitleysa að ætla að hætta að borða súkkulaði, hvernig datt mér það í hug? :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sko sko. Auðvitað hlaut að vera laus á þessari þraut Knús

Kristján Kristjánsson, 21.9.2007 kl. 13:26

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Það er ekki HÆGT að hætta að borða súkkulaði !! Vísindalegar kannarnir ( sem hafa örugglega verið framkvæmdar af konum ) sýna það og sanna að súkkulaði er gott fyrir líkama og sál. :-)

Íris Ásdísardóttir, 21.9.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Garún

Er reyndar ekki mikið fyrir súkkulaði sjálf, en konan mín verður bara stundum að fá sitt súkkulaði og þá verður hún í meira jafnvægi.  Súkkulaði sem sagt virkar fyrir mig og mitt líf....lifi súkkulaðið

Garún, 21.9.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Grumpa

að ákveða að hætta að borða súkkulaði er álíka gáfulegt og að ákveða að ætla hér eftir að ganga bara á höndum

Grumpa, 21.9.2007 kl. 23:23

5 Smámynd: Anna

Eitt af uppáhalds 'spakmælunum' mínum er þetta hér: Ef guð hefði ætlað okkur að geta snert tærnar á okkur þá hefði hann sett súkkulaði á gólfið!
Súkkulaði er einmitt minn veikleiki, kryptónítið mitt if you will

 Annars fékk Algrímur kisustrákur fullt af nýju dóti, klóruprik og bæli eftir Smáralindarferð áðan, við köllum það gjöf frá Kodama...

Anna, 22.9.2007 kl. 14:06

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi þú ert svo mikið Æði og Draumur elskan!

Óska þér góðrar viku ....knús í klessu!

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 11:03

7 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ef þú borðar eitt brúnt súkkulaðistykki, þá jafnar þú það út með því að borða eitt hvítt súkkulaðistykki. Þá er eins og þú hafir aldrei borðað neitt súkkulaði

Guðmundur Örn Jónsson, 28.9.2007 kl. 17:11

8 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Snilldarhugmynd Guðmundur Örn :) Og gaman Anna að Algrímur hafi fengið fullt af fínaríi í Smáralindinni. Kodama braggast mjög vel. hann sefur þó enn mikið og hámar í sig kettlingamat :)

Thelma Ásdísardóttir, 28.9.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband