Strætó bull

Ég er ein af þeim sem fer flestra minna ferða með strætó og hef gert í mörg ár. Mér hefur þótt það fínn kostur og fundist eins og ég væri að slá margar flugur í einu höggi. Ég spara penging, ég er umhverfisvæn, ég tryggi mér hugarhvíld á hverjum degi, ég geng meira, ég hitti oft skemmtilegt fólk í vögnunum og svo er bara gaman að vera svona inní mannlífinu. Fyrir utan hvað það er oft gott að lesa og hlusta á tónlist í strætó.
En vissulega er ókostir við strætó líka, þeir eru stundum of troðnir (þó að það sé mjög hverfandi vandamál) og þeir ganga ekki alltaf þangað sem maður vil eða á þeim tímum sem hentar manni, en mér hefur fundist fram að þessu að þetta séu vandamál sem ég geti auðveldlega sætt mig við fyrir kostina.
En nú er þó svo komið að ég er af alvöru farin að velta fyrir mér að fá mér bíl. Strætó er komin út í eitthvað bull og þjónustan orðin algerlega afleit. Tíðni ferðanna minnkar stöðugt og fargjaldið hækkar bara. Vagninn í hverfið mitt gengur á hálftímafresti á virkum dögum og um kvöld og helgar. Á sunnudögum gengur hann á klukkutíma fresti. Á klukkutíma fresti!!!! ég meina hver getur notað það??
Um daginn fór ég í bíó með vini mínum á sunnudegi og var heppinn með ferð niður á Hlemm. En til þess að komast heim til mín með strætó hefði ég þurft að bíða í 49 mínútur niðrá Hlemmi. Ég hef ekkert á móti Hlemmi, en ég er ekki að nenna að hanga þar í 49 mínútur. Það er hreint bull að bjóða manni uppá svona þvælu.
Síðan ég man eftir mér hefur strætó gengið á 20 mín fresti á virkum dögum svo að það ætlar engin að segja mér að þetta sé ekki afturför. Mér finnst það næstum því krúttlegt þegar einhverjir strætókallar eru að koma í fjölmiðlum og halda því borubrattir fram að "nú sé sko aldeilis verið að bæta þjónustu strætisvagnanna. Nú sé meira að segja hægt að lesa Blaðið í strætó!!!" Bíddu hefur það ekki alltaf verið hægt?? Ég tek það blað sem mér líst á, með í strætó að lesa og hef gert lengi.
Þjónustu vagnanna hefur hrakað all svakalega undanfarin misseri og það kemur lítið á óvart að vagnarnir séu oftast næstum tómir. Ekki nema stöku hræða (eins og ég) sem enn nennir að nýta þessa "þjónustu". Ég held að það verði að stíga út úr þeirri hugmyndafræði að Strætó muni borga sig sjálfur. Það þarf að líta á þetta sem nauðsynlegar almennings samgöngur innan borgarinnar sem þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, ekki bara námsmenn. Það selur enginn bílinn sinn uppá svona happaglappabull, fólk verður að geta treyst því að þjónustan sé almennileg og sé ekki endalaust að breytast og hraka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála þér. ég man þegar ég gafst endalega upp á því að taka strætó, þá var ég búin að bíða eftir honum í hálftíma að kvöldi til í skítakulda. Bíllinn fer að hökta á leiðinni niður á Hlemm og bílstjórinn gerði sér lítið fyrir og keyrði inn á verkstæðið á kirkjusandi og fór að gera við Bílinn!! Með alla farþegana í og ekki datt honum í hug að bjóða okkur annan bíl!! Ég fékk nóg á þeirri stundu, fór daginn eftir upp í Ingvar Helgason og keypti mér Opel Astra....

Ruth Ásdísardóttir, 30.9.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Dísa Dóra

Mikið er ég sammála þér.  Þetta nýja kerfi þeirra átti að vera svo flott og notendavænt en í reynd er það allt annað en notendavænt.  Langt á milli vagna og vagnarnir yfirleitt ekki á ferð nálælgt þeim stað sem þú vilt fara - nema kannski að skipta 2-3 um vagn á leiðinni, sem aftur kostar bið þar sem svo langt er á milli vagna.  Nei minn tími er dýrmætari en svo ákvað ég og verslaði mér eðal einkavagn og hafði allt í einu fullt af tíma til að heimsækja vini og ættingja sem annars hafði farið í bið eftir strætó.

Dísa Dóra, 30.9.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Áddni

Ég hef alltaf átt bágt með að skilja afhverju strætóveseniskallarnir og yfirmenn þeirra berjast í bökkum með að reyna að reka strætó eins og fyrirtæki sem að eigi að skila hagnaði. Um er að ræða almenningssamgöngur sem að eiga að minnka bílanotkun/mengun, og þær gera akkúrat hið þverstæða!

Þeir mættu byrja að taka fjöður úr hatti Akureyrar og gera þetta ókeypis, ekki bara fyrir framhaldsskólanema!

Það væri kannski íhugandi að nota þetta ef að þetta væri skilvirkt, en það er það ekki.

Kannski er þetta bara eins og umferðarmannvirkinn, illa hannað og illa rekið ? 

Áddni, 2.10.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: Garún

Nákvæmlega Áddni, alveg fáránlegt.    Þú getur líka verið umhverfisvæn á Toyota Prius, eða hvað sem hann heitir.  Alla veganna er hann umhverfisvænni en strædó....

Garún, 2.10.2007 kl. 21:51

5 identicon

Hæ! Ég fór einmitt með strákinn í Laugarásbíó í haust og komst að því þegar taka átti vagninn til baka að hann var á klukkutímafresti og þá voru 50 mínútur í þann næsta. Við mæðginin urðum bara að fara á næsta róló og átum sand til að fá tímann til að líða.

GK (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:11

6 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Það á að hlamma niður lestum sem ganga stöðugt hringinn í kring og út og inn um stór Reykjavíkursvæðið. Það yrði rosa fjör.....

Íris Ásdísardóttir, 4.10.2007 kl. 11:09

7 Smámynd: Grumpa

mér fannst strætókerfið vera orðið bara fínt áður en Gísli Marteinn og vitleysingarnir vinir hans fóru að hringla í þessu í vor, núna er þetta komið í algert bull. þetta eru almenningssamgöngur sem sveitarfélögin og Ríkið eiga að sjá um að reka rétt eins og einhvern ferjuskratta til Papeyjar (population 3) eða göng til Trékyllisvíkur. nógu andsk... mikið borgum við í skatta á þessu skeri að maður hefði haldið að hægt væri að veita jafn sjálfsagða þjónustu og viðunandi samgöngur á þéttbýlasta svæði landsins

Grumpa, 5.10.2007 kl. 16:00

8 identicon

Thelma, ertu ennþá í strætó?

Monopolly (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 22:04

9 Smámynd: Álfhóll

Thelma mín, var að  lenda og ætlaði að fara að vera þér innan handar við undirbúning á Finnlandsferðinni sem ég hélt að þú værir að fara í í næstu viku.  Var þá sagt að þú værir farin.  Efast ekki um að þú hafir staðið þig vel, en það var ekki meiningin að bregðast þér.

Vona bara að þú njótir ferðarinnar.........

Guðrún

Álfhóll, 10.10.2007 kl. 15:31

10 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Takk fyrir hugulsemina bestasta Guðrún :) Finnlandsferðin var frábær og allt gekk vel. Margt spennandi á ráðstefnunni og mikið af skemmtilegu og kröftugu baráttufólki. Sjáumst í húsinu okkar góða.

Thelma Ásdísardóttir, 10.10.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband