Jæja, loksins blogga ég aftur. Nú er ég á Eyrarbakka hjá mömmu, Irís systur og Patreki litla. Ruth bættist svo í hópinn í gær og var í nótt eins og ég. Það er alveg dásamlegt að vera hér og ég ætla að vera fram á sunnudag. Ég slappa svo vel af hér að ég eiginlega missi meðvitund. Hleð batteríin, hlusta á öldurnar og máfagarg og skríkina í Patreki litla frænda.
Ég var á mjög krefjandi námskeiði alla síðustu helgi hjá Kathleen Brooks sem fjallaði um hvernig hægt er að vinna með sitt innra barn. Við vorum að frá kl 14 á föstudegi til 21 á sunnudegi og vorum til miðnættis bæði föstudags og laugardagskvöld. Þetta var mikil vinna og talsverður rússíbani og það tók mig nokkra daga að vinna úr námskeiðinu. En ég lærði ýmislegt sem ég ætla að nýta mér.
Ég ætla að hætta blogga núna, Linda systir er væntanleg í heimsókn, vonandi með strákana sína tvo en dóttirin Moira Dís er þegar komin hingað og er að kúra í sófanum hjá ömmu sinni.
Góða helgi allir vinir mínir
Ég var á mjög krefjandi námskeiði alla síðustu helgi hjá Kathleen Brooks sem fjallaði um hvernig hægt er að vinna með sitt innra barn. Við vorum að frá kl 14 á föstudegi til 21 á sunnudegi og vorum til miðnættis bæði föstudags og laugardagskvöld. Þetta var mikil vinna og talsverður rússíbani og það tók mig nokkra daga að vinna úr námskeiðinu. En ég lærði ýmislegt sem ég ætla að nýta mér.
Ég ætla að hætta blogga núna, Linda systir er væntanleg í heimsókn, vonandi með strákana sína tvo en dóttirin Moira Dís er þegar komin hingað og er að kúra í sófanum hjá ömmu sinni.
Góða helgi allir vinir mínir
Athugasemdir
Hafið það gott í sveitinni :-) Hlakka til bíóferðar í vikunni :-)
Kristján Kristjánsson, 3.11.2007 kl. 13:28
Hafðu það sem best í sveitinni og ég dvel einmitt sjálf hjá mömmu á Akranesi núna og það getur verið fínt að breyta til.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.11.2007 kl. 14:17
Hafðu það sem allra best í sveitinni, ég er voða dugleg að fara austur á Hvolsvöll til foreldra minna og kem alltaf endurnærð aftur í skarkalann í höfuðborginni.
Berglind Elva (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 14:59
Langaði einmitt mikið á þetta námskeið en var vísst að útskrifast svo það gekk ekki - bara næst
Hafðu það gott í sveitinni skvís og ef þú vilt fá kaffi á leið í bæinn þá er bara að banka upp á
Dísa Dóra, 3.11.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.