Jólakveðja

Nú styttist til jóla og ég er komin í jólafrí, sem er bara frábært. Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér undanfarið, alltaf nóg um að vera í vinnunni og svo er auðvitað allt á fullu fyrir jólin. Ég er mikið jólabarn og hef óskaplega gaman að undirbúningi fyrir jólin. Aðventan er bara yndisleg.
Ég ákvað að skrifa engin jólakort í ár og þess vegna vil ég nota bloggið mitt til að senda ykkur öllum einlægar óskir um gleðileg jól. Ég vona að þið munið hafa það jafn dásamlegt og ég um jólin og finna frið í hjartanu.
Ég veit, ég verð alltaf svolítið væmin um jólin...en það er allt í lagi, ég má það alveg :)
Milljón knús til ykkar frá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gleðileg jól

Óskar Þorkelsson, 21.12.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Hugheilar jólakveðjur til þín, elsku Thelma.  Megi nýja árið færa þér gleði og hamingju. 

Kærleikur frá mér til þín

SigrúnSveitó, 21.12.2007 kl. 14:59

3 identicon

Hafðu það gott um jólin elsku Thelma,verðum svo að hittast fljótlega ...ekki satt?

Jólakveðja

Helena

Helena Björg (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Húsmóðir

Takk fyrir góðar kveðjur og ég segi sömuleiðis - er loksins komin í jólafrí og farin að slaka aðeins á.   Mín aðventa er búin að vera stressaðir en ég ætlaði að hafa hana en finn núna hvernig það ver að vindast ofan af mér.  Við erum víst ekki á leiðinni til London því miður en ég setti 350 krónurnar sem ég vann í sparigrísinn.  Stefnan er sett á einn Latte fyrir árslok 2008 ! kv Birgitta

Húsmóðir, 21.12.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

Já maður má sko alveg vera væmin um jólin

Gleðileg jól

Birna Rebekka Björnsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:14

6 identicon

Gleðileg jól Thelma mín,

jólakveðja

Díana

dia (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 21:24

7 identicon

hæ , það var svo gaman að rekast á þig í gær elsku Thelma, langaði bara aftur til að óska þér og Atla gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Vonandi hafið þið það sem allra best um hátíðina. 

kveðja Íris og fj.

p.s er búin að hlæja svo mikið af ævintýrinu þínu með smákökurnar sorry!  var nefnilega búin að gleyma því enda c.a 20 ár síðan.

Íris (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 14:58

8 Smámynd: Álfhóll

Gleðileg jól ágæta vinkona. Sjáumst hvíldar og hlaðnar orku á nýju ári.

kv. frá Indlandi

Guðrún

Álfhóll, 25.12.2007 kl. 12:55

9 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Gleðileg jól til þín og þinna og hafðu það gott yfir hátíðina

Gif santa claus Images

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.12.2007 kl. 12:56

10 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Gleðileg jól elsku Thelma og hafðu það sem allra best yfir hátíðirnar og megir þú og þínir eiga gott og farsælt ár í vændum

Sædís Ósk Harðardóttir, 27.12.2007 kl. 01:02

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilegt ár, mín kæra.  Takk fyrir árið sem liðið er.

Kærleikur af Skaganum.

SigrúnSveitó, 1.1.2008 kl. 00:47

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og megi það færa þér margar góðrar stundir.

Kær kveðja frá DK 

Guðrún Þorleifs, 2.1.2008 kl. 11:35

13 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Gleðilegt nýtt ár kella mín. Hafðu það nú gott á nýja árinu og mundu nú að passa þig í hlákunni og ekki tala við ókunnuga.....eitthvað meira sem ég get predikað um ?? Jú, ekki vera alltaf að missa af strætó, það er vont fyrir geðheisluna !!

Íris Ásdísardóttir, 4.1.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband