Gamall hryllingur á nýju ári

Gleðilegt nýár elsku bloggvinir og takk fyrir skemmtilegt nýliðið ár.
Jæja þá er dásamlegum jólum að ljúka og komin tími til að kasta sér aftur út í hringiðu hversdagsins. Ég er búin að eiga mjög gott frí og er bara bjartsýn á nýja árið. Ég held að margt spennandi eigi eftir að gerast...meira um það seinna.
Ég er búin að vera taka svolítið til heima hjá mér í jólafríinu og fara í gegnum alls konar dót, meðal annars dvd myndir sem vilja staflast bakvið sjónvarpið á sjónvarpsborðinu. þar fann ég nokkrar myndir sem vinir mínir höfðu lánað mér fyrir mörgum vikum og þar sem ég var ekki búin að horfa á þær allar ákvað ég að skella einni í tækið áður en ég skila þeim á mánudag. Það var gamla myndin Exorcist sem ég horfði á (ég veit, ekkert sérlega jólaleg mynd).
Ég sá þessa mynd fyrir mörgum árum og varð þá skíthrædd, þó ég hefði frekar dottið niður dauð en að viðurkenna það fyrir nokkrum manni. En ég hafði litlar áhyggjur núna, enda verða svona gamlar hryllingsmyndir yfirleitt bara hlægilegar. Allt of mikið subb, allir alveg hrikalega vitlausir og tæknibrellurnar bara krúttlegar. En viti menn og konur! Ég varð alveg jafn skíthrædd núna og ég varð fyrir mörgum árum en var of spennt til að slökkva á henni. Mikið svakalega er þessi mynd skelfileg og dökk. Og hvað var ég að hugsa að horfa á hana alein við kertaljós á dimmu vetrarkvöldi? Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara strax að sofa og til að hreinsa hugann setti ég Shrek 3 í tækið. Drakk í mig alla skæru litina og trúna á eitthvað fallegt og sætt.
Það er Skruddufundur hjá mér á morgun (jiiiibbbííí...) og ég ætla að athuga hvort ég geti ekki fengið lánaða kaffivél hjá vini mínum, ég er ansi hrædd um Skruddufélagarnir verði ekki alsælir með litlu pressukönnuna mína sem tekur aðeins einn bolla í einu :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gleðilegt ár elsku vinkona

Þú ert svo sannarlega meiri hetja en ég þar sem ég barasta þori ekki að horfa á hryllingsmyndir þrátt fyrir félagsskap og kveikt ljós.  Er ekki meiri en það að ég bara skelf á beinunum og ef ég hef álpast að horfa á hryllingsmyndir sé ég yfirleitt 90% af henni í gegn um fingur mína þegar ég held fyrir augun.  Samt oft erfitt að balda bæði fyrir augu og eyru (til að heyra ekki heldur öskrin )

Góða skemmtun á morgun og vonandi förum við nú að hittast 

Dísa Dóra, 5.1.2008 kl. 23:10

2 identicon

Gleðilegt árið bloggvinkona, farsælt hjá þér það nýja vonandi.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:31

3 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Skammastu þín Thelma fyrir að horfa á svona illsku á geisladisk !!! .....Og hvað var ég búin að segja þér með að horfa á þesskonar myndir ein ??!! Það er alltaf sama sagan, þú kvartar undan ljótri mynd með vondum draugum í, en svo ertu búin að gleyma því viku síðar og vitleysan endurtekur sig.....þú hlammar þér niður í sófa full eftirvæntingar.....EIN og Í MYRKRI !!! Ætla að koma heim til þín og fjarlægja allar draugamyndirnar....og gefa þér bangsa til að sofa með :-)

Íris Ásdísardóttir, 6.1.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir :) og elsku Íris, mér líst mjög vel á að þú komir í heimsókn með mjúkan bangsa. Nú eða bara einn lítinn Patta labbakút :)

Thelma Ásdísardóttir, 7.1.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Að mínu áliti eru The Exorcist og The Shining eftir Kubrick bestu hrollvekjur sem gerðar hafa verið. Þær eru líka um venjulegt fólk sem manni þykir vænt um og verður hreint ekki sama um hvað verður um :-)

Takk fyrir æðislegann skruddufund :-)

Kristján Kristjánsson, 7.1.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Gleðilegt ár kæra Thelma og gangi þér allt í haginn á nýju ári. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.1.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilegt árið Thelma og bestu óskir um gleðiríkt ár 2008. Takk fyrir blogsamskiptin á liðnu ári.
Hvað varðar hryllingsmyndir þá er ég alger kjúklingur, vil frekar horfa á grínmyndir og hlægja hressilega Skil bara ekki hvernig þú hafðir kjark í að horfa á myndana og það alein!!!

Hafðu það sem best,

kær kveðja frá DK 

Guðrún Þorleifs, 8.1.2008 kl. 15:00

8 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Gleðilegt ár elsku Thelma systir og takk takk fyrir allt! Þú veist, hrískökustuld, misdjúpar samræður , ökuferðir og yndislegar stundir á köldum vetrarkvöldum! ég hlakka til að sjá þig í heimsókn sem fyrst elsku systir!

Ruth Ásdísardóttir, 9.1.2008 kl. 10:00

9 Smámynd: Grumpa

Já þetta reddaðist með kaffið þarna á Skruddufundinum auk þess sem allir (þ.e ÞEIR SEM MÆTTU) voru bara allt of uppteknir við að úða í sig góðgætinu sem boðið var upp á til að spá eitthvað í kaffinu. En trúðu mér, frekar bíð ég eftir einum bolla úr mini pressukönnu en að setja ofan í mig Neskaffi sem ég veit að sumir drekka ;)

Grumpa, 10.1.2008 kl. 20:51

10 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Kaffið er kalt.....en ég drekk það samt.

Íris Ásdísardóttir, 11.1.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband