Það er svo mikið búið að vera gerast í pólítík borgarinnar undanfarið að maður á fullt í fangi með að taka það allt inn og vega það og meta. Það er líka búið að skrifa og fjalla endalaust mikið um þetta, í fjölmiðlum, hér á blogginu allir eru að tala um sápuóperuna í Ráðhúsinu.
Ég hef reynt að venja mig á að mynda mér ekki skoðanir nema kynna mér málin áður og auðvitað eru nokkrir fletir á þessu öllu saman. Samt get ég ekki betur séð en að í stuttu máli hafi gjörsamlega verið valtað yfir borgarbúa með þessum skrípaleik. Ætli menn eins og Vilhjálmur, Ólafur og fleiri hafi gefið sér nægan tíma til að hugsa af alvöru um hver tilgangurinn með þessu sé? Fyrir hverja er eiginlega veirð að vinna? Ég get ekki ímyndað mér að þeir sofni á kvöldin alsælir og sáttir með þessi dagsverk, vitandi að þeir eru að ryðja sér svona freklega yfir þá borgarbúa sem þeir eiga að vera vinna fyrir. Ég hef enga trú á að nokkurt launaumslög sé þess virði að standa svona að verki.
Þegar sonur minn var lítill og við vorum oftar sem áður að þvælast við Tjörnina, gefa öndunum og velja okkur kaffihús að setjast inn á eftir miðbæjargöngutúrinn, þá er stráksi að leika sér að því að lesa utan á Ráðhúsið.
Ráááðhúúúss... svo fer hann hlæja, kippir í mig og segir: "Mamma, það stendur næstum því Háðhús á húsinu".
Þetta rifjaðist upp fyrir mér í gær og mér finnst þetta eiginnlega alveg eiga við núna.
Það er líka annað sem mér finnst svolítið merkilegt og það er að þegar hópur fólks tekur sig til og mótmælir á pöllunum þá eru það strax stimpluð sem skrílslæti af sumum. Ég var ekki þarna sjálf og veit ekki nákvæmlega hvernig þetta fór fram eða hvað var sagt og kallað svo að ég er kannski ekki alveg dómbær, þó finnst mér ekki hægt að afgreiða þetta sem múgæsingu eða skrílslæti. Við Íslendingar látum ekki oft til okkar heyra á þennan hátt og því kannski eðlilegt að sumum bregði við, en ættum við ekki fyrst og fremst að spyrja af hverju svona stór hópur tók sig til og safnaðist á pallana? Af hverju fjölda friðsamra Íslendinga er svo nóg boðið að ástæða þyki til að grípa til svona aðgerða? Í staðinn fyrir að reyna ómerkja þetta sem skrílslæti. Ég hefði farið þangað líka og eflaust látið í mér heyra ef ég hefði ekki verið að vinna og ekki komist frá.
Það er einhver örvænting og fáránleiki í þessari pólitík sem við þurfum að komast út úr. Ég myndi vilja fá að kjósa núna.
Ég hef reynt að venja mig á að mynda mér ekki skoðanir nema kynna mér málin áður og auðvitað eru nokkrir fletir á þessu öllu saman. Samt get ég ekki betur séð en að í stuttu máli hafi gjörsamlega verið valtað yfir borgarbúa með þessum skrípaleik. Ætli menn eins og Vilhjálmur, Ólafur og fleiri hafi gefið sér nægan tíma til að hugsa af alvöru um hver tilgangurinn með þessu sé? Fyrir hverja er eiginlega veirð að vinna? Ég get ekki ímyndað mér að þeir sofni á kvöldin alsælir og sáttir með þessi dagsverk, vitandi að þeir eru að ryðja sér svona freklega yfir þá borgarbúa sem þeir eiga að vera vinna fyrir. Ég hef enga trú á að nokkurt launaumslög sé þess virði að standa svona að verki.
Þegar sonur minn var lítill og við vorum oftar sem áður að þvælast við Tjörnina, gefa öndunum og velja okkur kaffihús að setjast inn á eftir miðbæjargöngutúrinn, þá er stráksi að leika sér að því að lesa utan á Ráðhúsið.
Ráááðhúúúss... svo fer hann hlæja, kippir í mig og segir: "Mamma, það stendur næstum því Háðhús á húsinu".
Þetta rifjaðist upp fyrir mér í gær og mér finnst þetta eiginnlega alveg eiga við núna.
Það er líka annað sem mér finnst svolítið merkilegt og það er að þegar hópur fólks tekur sig til og mótmælir á pöllunum þá eru það strax stimpluð sem skrílslæti af sumum. Ég var ekki þarna sjálf og veit ekki nákvæmlega hvernig þetta fór fram eða hvað var sagt og kallað svo að ég er kannski ekki alveg dómbær, þó finnst mér ekki hægt að afgreiða þetta sem múgæsingu eða skrílslæti. Við Íslendingar látum ekki oft til okkar heyra á þennan hátt og því kannski eðlilegt að sumum bregði við, en ættum við ekki fyrst og fremst að spyrja af hverju svona stór hópur tók sig til og safnaðist á pallana? Af hverju fjölda friðsamra Íslendinga er svo nóg boðið að ástæða þyki til að grípa til svona aðgerða? Í staðinn fyrir að reyna ómerkja þetta sem skrílslæti. Ég hefði farið þangað líka og eflaust látið í mér heyra ef ég hefði ekki verið að vinna og ekki komist frá.
Það er einhver örvænting og fáránleiki í þessari pólitík sem við þurfum að komast út úr. Ég myndi vilja fá að kjósa núna.
Athugasemdir
Thelma, ég held að trúverðugir stjórnmálamenn séu til
á myndum.
Árni Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 00:02
Góður pistill hjá þér Thelma.
Óskar Þorkelsson, 26.1.2008 kl. 09:59
Góður pistill og sannur
Knús á þig kæra vinkona og vonandi sjáumst við fljótlega
Dísa Dóra, 26.1.2008 kl. 11:09
Alveg rétt, það á að hlusta þegar fólk mótmælir því það er ástæða fyrir háværum röddum. Þarna var aðallega ungt fólk að mótmæla hátt og hvernig vogar Villhjálmur sér að kalla þessar raddir brot á lýðræðinu ?? Reality check Villi Viðutan.....Strax !!!
Íris Ásdísardóttir, 26.1.2008 kl. 11:11
kvitt-kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:56
Þegar ég frétti af þessum nýja meirihluta fór ég að velta því fyrir mér hve marga meirihluta við þurfum að þola á einu kjörtímabili áður en fólk áttar sig á því að við þurfum að kjósa aftur. En ég veit samt ekki fyrir mitt litla líf hvern ég mundi kjósa ef kosið yrði í dag. Skipta þyrfti um fólk í brú eða bara hreinlega að fá algerlega nýtt sett í suma þeirra. En þegar þessi stjórn fellur finnst mér klárt mál að tími sé kominn á kosningar, sama hver mun mynda nýjan meirihluta.
Jón Kristinn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 05:44
Einhver sagði; "Loksins látum við í okkur heyra! Ef þetta hefði verið í Frakklandi þá væri búið að brenna ráðhúsið!"!!!!!
Ég er eiginlega mjög ópólitísk, en get þó með sanni sagt að þarna var mér sannarlega misboðið og veit hverja ég myndi EKKI kjósa í næstu borgarstjórnarkosningum!!! Og hana nú!
Annars stórt knús á þig, mín kæra vinkona. Sjáumst vonandi á árinu!!
SigrúnSveitó, 27.1.2008 kl. 13:01
valdagræðginni eru nákvæmlega engin takmörk sett. auk þess sem góður meirihluti borgarbúa var ánægður með þennan meirihluta sem fyrir var og því engin ástæða til að skipta. á þetta fólk ekki annars að vera að vinna fyrir okkur borgarbúana?
Grumpa, 27.1.2008 kl. 15:23
Flytið út á land!!! Hvað er að ykkur að búa í þessari ósómaborg?
linda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:39
Thelma, á bloggi mínu er heit umræða um kynferðisofbeldi undir færslu um dóm Hæstaréttar yfir sadistanum Jóni Péturssyni. Ég er ekki nógu vel inni í starfsemi Stígamóta til að svara fyrir ásakanir í garð þeirra. Sæunn systir mín hjá Aflinu er ekki í netsambandi uppi í Svarfaðardal til að koma inn í umræðuna. Ert þú til í að kíkja á umræðuna og svara fyrir Stígamót?
Jens Guð, 2.2.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.