Shane þarf að fara

Ég á tvo ketti sem mér þykir ákaflega vænt, Kodama og Shane, báðir fressar. Kodama er þriggja ára og hefur alltaf verið frekar rólegur og yfirvegaður. Einn af þessum dásamlegu köttum sem horfa á mann með bland af vináttu og fyrirlitningu. Eins og það sé alveg ljóst frá hans bæjardyrum séð að ég mun aldrei komast með tærnar þar sem hann hefur hælana.
Shane er yngri, aðeins um ársgamall og mjög kröftugur. Hann er kolsvartur, óvenju stór, með mjög gljáandi feld og afskaplega glæsilegur. Hann er eins og lítill pardus og þarf mikið pláss. Hann er miklu forvitnari en Kodama og elskar vatn, ég þarf bókstaflega að slást um vaskinn við hann á morgnana til að geta burstað tennurnar.
Það er núna komið í ljós að Shane þarf meira pláss en ég get boðið honum í 3ja herbergja íbúðinni minni uppá 3ju hæð. hann þarf meiri athygli en frá mér og syni mínum, við erum svo oft ekki heima. Kodama líður vel hjá okkur og er greinilega sáttur við að vera inniköttur en Shane er ekki hamingjusamur þrátt fyrir bestu umhyggju sem ég kann að gefa honum. Mig vantar því gott heimili fyrir hann. Ég er á fullu núna að reyna finna handa honum nýjan stað en gengur ekki vel. Það væri frábært ef einhver af bloggvinum mínum vissi um stað handa yndislegum ketti, látið mig endilega vita.
Jæja, ætla snemma í háttinn (aldrei þessu vant :) og býð öllum góða nótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er skrítið með þessa ketti,við erum búin að vera með læðu í um 8 ár fyrst í raðhúsi þar sem hún gat farið inn og út þegar hún vildi,líka vorum við í einbýli sem hún gat haft sama háttinn á og var mikið úti svo fluttum við á aðra hæð í húsi og þá vill hún helst bara vera inni svo hún er að beitast í innikött,kannski er þetta bara yfir veturinn kannski.

Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Grumpa

...ég veit um dýralækni á Skólavörðustígnum sem leysir svona vandamál

Grumpa, 7.2.2008 kl. 21:26

3 identicon

Kattarraunir á Hringbraut.

linda (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:04

4 Smámynd: Garún

Ég á við sama vandamál, og ég held að þetta sé veturinn. Dýrin finna á sér að það er erfiður vetur framundan og þá láta þau svona. Okkar kettir grenja og grenja öllum stundum. En ekki hafa áhyggjur strax, með hækkandi sól breytist þetta og hann verður aftur hinn sami

Garún, 11.2.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson, 12.2.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hæ Thelma, ég hef ekki opinberlega verið bloggvinkona þín en stundum kíkt á bloggið þitt í gegnum aðra....  Ég vil gjarnan taka köttinn þinn..... sonur minn er alltaf að væla um gæludýr en ég hef aldrei komið mér í það (fyrir utan einn hamstur einu sinni). Við lifum þannig að ég er oft heima á daginn því ég vinn vaktavinnu, og við yfirleitt alltaf annað okkar heima á kvöldin. Ég veit að minn litli unglingur myndi elska það, og ég líka. Veit eiginlega ekki af hverju við höfum aldrei látið verða af þessu. En ef þú vilt hugsa málið og hafa samband þá máttu bara senda mér e-mail á liljabolla@hotmail.com. Við vonumst til að heyra frá þér

Kv. Lilja

Lilja G. Bolladóttir, 13.2.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband