Nú er skemmtilegri viku að ljúka. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðan ég kom heim frá New York og mér finnst ég næstum ekkert hafa verið heima hjá mér, nema rétt til að kasta mér undir hlýja sæng yfir blánóttina.
Í gær héldum við uppá afmæli Stígamóta sem eru orðin 18 ára. Stígamót komin á sjálfræðisaldur :) Þetta var svakaskemmtilegur dagur í gær. Að venju var fundur með fjölmiðlafólki um morgunin þar sem árskýrslan var kynnt. Um daginn, milli 14-16 var svo opið hús fyrir vini Stígamóta og það voru mjög margir sem litu við og þáðu vöfflur og kakó.
Við höfum í nokkur ár boðið nokkrum listakonum að fóstra herbergin í húsinu, í eitt ár í senn, og afmælisdagurinn hefur ævinlega verið dagurinn sem við notum til að kynna nýjar listakonur og þakka þeim sem eru að fara með listaverkin sín. Bara gaman.
Nú er laugardagur og ég er bara búin að vera dútla mér í dag, horfa á Top Gear, sem er einn af mínum uppáhaldsþáttum og dekra við son minn sem gaufast hér undir teppum og sængum með háan hita og er ósköp aumur. Ekki oft sem ég sé stráksa með svona slæma flensu. Hann fór uppá vakt áðan bara til að vera viss um að ekkert væri komið ofan í lungun. Kannski ég fari og útbúi handa honum eitthvað "gott mömmusull" :)
Athugasemdir
Hefði sko viljað koma til ykkar í gær en gat það því miður ekki. Kem bara seinna og knúsa ykkur
Top gear eru svo sannarlega æðislegir þættir og hér á bæ hæjum við hjónin mikið af þessum gaurum og dóttlan ekkert sátt svona yfirleitt því hún er að reyna að sofna á þessum tíma
Knús til þín og sonarins - vona að hann hressist fljótt og vel
Dísa Dóra, 8.3.2008 kl. 19:02
Til hamingju og velkomin heim.
Guðjón H Finnbogason, 8.3.2008 kl. 20:54
Sömuleiðis til hamingju með daginn, kæra vinkona. Og velkomin heim.
Batakveðjur til Atla!
Knús...
SigrúnSveitó, 8.3.2008 kl. 23:20
Hvað er mömmusull ?? :-)
Sjáumst í spreðinu á morgunn, kannski ég kýki nú í svona eins og 2-3 búðir....
Íris Ásdísardóttir, 8.3.2008 kl. 23:34
Velkomin heim
Guðrún Þorleifs, 9.3.2008 kl. 02:16
Til hamingju meða daginn og velkomin.
Helga skjol, 9.3.2008 kl. 09:25
18 ára ?? Vá, frábært hvað þið eruð búnar að vera starfandi lengi. Til hamingju með afmælið.
Vonandi batnar stráknum sem fyrts.
Linda litla, 9.3.2008 kl. 19:59
vona að heilsan hjá þér sé líka að skána. ég meina manneskja sem situr heima þegar hún veit að heitar bókmenntaumræður og flan eru í boði er virkilega lasin! ;)
Grumpa, 10.3.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.