Úff! Ég gleymdi næstum að redda skattaskýrslunni og rétt náði að senda inn umsókn um frest áðan og það var eiginlega bara af því að ég kíkti á bloggið hennar Ruth systur og hún nefndi skattskýrsluna þar. Ég semsagt bað um frest og fæ trúlegast frest til 2 apríl. Ég hefði nú alveg verið til í lengri frest...kannski svona fimm ár, en þetta verður að duga.
Ég var að vona að skattaskýrslan hyrfi út úr heiminum ef ég myndi vanda mig mjög við að hugsa ekki um hana, en...no such luck.
Alveg merkilegt hvað ég nenni þessari blessuðu skýrslu aldrei, samt er þetta ekkert flókið og aldrei mikið mál bara þegar kona hefur sig í að byrja á þessu. Það er bara svo fast greypt í hausinn á mér að "skattaskýrslan er það leiðinlegasta sem fylgir fullorðinsárunum" Hmm ef ein aumingjaleg skattaskýrsla væri nú í rauninni það flóknasta við lífið þá værum við trúlega flest í fínum málum. Nei þetta er bara enn einu sinni spurningin um að endurskoða gamlar skoðanir í hausnum á sér og velja eitthvað nýtt í staðinn.
Samt á ég nú bágt með að sjá hvernig hægt er að gera skattaskýrsluna að einhverju skemmtilegu. Og þó, kannski væri hægt að halda árlega keppni í skattaskýrsluútfyllingum? Það væri hægt að hafa marga flokka. Hver er fljótastur? Hver fyllir sína flottast út? Hver getur sett eitthvað í sem flesta reiti? Hver er með flestu núllinn í heildina? Það væri líka hægt að leyfa skreytingar og svo gæti það orðið svona fjölskyldusamkoma að allir kæmu saman að skreyta skýrslurnar svona eins og allir komu saman í gamla daga og gerðu laufabrauð. Eða skattaskýrslu-músastiga eða pappírsfígúrur?
Nei ég er nú bara að fíflast, best að hætta þessum kjánaskap og hunskast til að klára þessa skattaskýrslu. Æi samt klukkan er orðin svo margt og það er vinna á morgun...geri þetta annað kvöld :)
Ég var að vona að skattaskýrslan hyrfi út úr heiminum ef ég myndi vanda mig mjög við að hugsa ekki um hana, en...no such luck.
Alveg merkilegt hvað ég nenni þessari blessuðu skýrslu aldrei, samt er þetta ekkert flókið og aldrei mikið mál bara þegar kona hefur sig í að byrja á þessu. Það er bara svo fast greypt í hausinn á mér að "skattaskýrslan er það leiðinlegasta sem fylgir fullorðinsárunum" Hmm ef ein aumingjaleg skattaskýrsla væri nú í rauninni það flóknasta við lífið þá værum við trúlega flest í fínum málum. Nei þetta er bara enn einu sinni spurningin um að endurskoða gamlar skoðanir í hausnum á sér og velja eitthvað nýtt í staðinn.
Samt á ég nú bágt með að sjá hvernig hægt er að gera skattaskýrsluna að einhverju skemmtilegu. Og þó, kannski væri hægt að halda árlega keppni í skattaskýrsluútfyllingum? Það væri hægt að hafa marga flokka. Hver er fljótastur? Hver fyllir sína flottast út? Hver getur sett eitthvað í sem flesta reiti? Hver er með flestu núllinn í heildina? Það væri líka hægt að leyfa skreytingar og svo gæti það orðið svona fjölskyldusamkoma að allir kæmu saman að skreyta skýrslurnar svona eins og allir komu saman í gamla daga og gerðu laufabrauð. Eða skattaskýrslu-músastiga eða pappírsfígúrur?
Nei ég er nú bara að fíflast, best að hætta þessum kjánaskap og hunskast til að klára þessa skattaskýrslu. Æi samt klukkan er orðin svo margt og það er vinna á morgun...geri þetta annað kvöld :)
Athugasemdir
Ég rétt náði að sækja um frest fyrir 26 mars. Það er svo hræðilega leiðinlegt að gera þessa skattaskýrslu.
Linda litla, 27.3.2008 kl. 08:41
Alltaf sama sagan á hverju ári - freistandi að kaupa þessa vinnu en ég tími því ekki. Enda er þetta alveg að verða aulatryggt.
Halldóra Halldórsdóttir, 27.3.2008 kl. 08:45
ohhh segi á hverju ári að núna skuli ég skila á réttum tíma en enda svo alltaf á að sækja um frest
Dísa Dóra, 27.3.2008 kl. 09:26
Einu sinni þegar ég var á mínum sokkabandsárum þá gerði ég alltaf skattaskýrsluan sjálf...og á réttum tíma...svo gerðist ég ráðsett frú...hef ekki litið við þessu síðan...á það þó til að tuða í mínum heittelskaða og minna hann á...
Knús í borgina.
SigrúnSveitó, 27.3.2008 kl. 12:26
það er jafn einfalt að gera skattaskýrslu og að sjóða vatn. auk þess þarf maður eiginlega bara að kvitta, Stóri Bróðir veit allt um mann!!
Grumpa, 27.3.2008 kl. 21:43
Innlitskvitt Góða helgi.
Kveðja, Lovísa.
Lovísa , 28.3.2008 kl. 11:25
Já skil þig ef skattskýrslan væri nú það flóknasta sem við þyrftum að fást við þá væri lífið nú einfall en það verður að segjast eins og er að ekki er hún skemmtileg
Eyrún Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 10:55
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, ELSKU THELMA!!
Vona að þú eigir yndislegan dag.
Knús&kossar
SigrúnSveitó, 5.4.2008 kl. 16:57
Til hamingju með afmælið elsku dúllan mín Vona að hann hafi verið þér góður.
Dísa Dóra, 5.4.2008 kl. 21:08
Til hamingju með afmælið ágæta samstarfskona.
Nú ertu orðin enn lífsreyndari og þroskaðari en áður. Var með ykkur í anda.
Bestu kv.
Guðrún
Álfhóll, 6.4.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.