Top Gear

Ég átti afmæli nýlega, ekkert stórafmæli, bara svona lítil og vinaleg millitala. Ég fékk í heimsókn marga góða gesti sem var bara frábært og ég átti mjög góðan dag.
Eins og gengur fékk ég nokkrar gjafir og þar á meðal Top Gear safnið. Valin atriði úr sjónvarps-seríunum, bílar og aftur bílar. Ég hef verið veik fyrir bílum síðan ég man eftir mér og ég fæ ennþá fiðring í magann þegar ég heyri sterka vél gefa inn. Ég á það meira a segja til að stökkva út í næsta glugga þegar ég heyri í girnilegri vél út á götu. Úr uppáhaldsglugganum mínum í íbúðinni horfi ég eftir Hringbrautinni og stundum hvíli ég hugann með því að horfa út um gluggann, á mannlíf og fallega bíla.
Svolítið skondið að ég skuli ekki eiga bíl sjálf, en samt kannski ekki. Ég hef ekki efni á að eiga bíl eins og mig langar til að eiga og ég hef heldur ekki tíma núna til að sinna slíku áhugamáli. Svo að ég læt mér nægja að horfa út um gluggann minn og drekka í mig Top Gear þættina.
Þessir þættir, eða hlutar úr þáttum sem eru á dvd diskunum eru mun eldri en það sem er verið að sýna í sjónvarpinu í dag og ég varð fyrir sárum vonbrigðum þegar hundfúl gamaldags karlremba poppar upp reglulega í þáttunum. Ég hef ekki séð þessa gömlu þætti áður, veit ekki einu sinni hvort þeir voru sýndir í sjónvarpinu á sínum tíma. En ég hef einmitt verið svo hrifin af því að í Top Gear er ekki verið að slengja fáklæddum konum uppá húddinn á bílunum eða koma með hallærisleg komment um konur í tengslum við bílana.
Ég var alsæl með Top Gear, loksins einhverjir sem gátu fjallað um fallega bíla, sem leyfa bílunum að njóta sín í botn. Ótrúlega hugmyndaríkir þættir og alveg drepfyndnir, Jeremy, Hammond og James eru ekkert nema frábærir og alls engin karlremba. Æðislegt...
...En í þessum eldri þáttum sýnir Jeremy á sér aðra og leiðinlegri hlið. Segir hluti eins og að sætið í einum bílnum sé svo dásamlegt að það sé "...eins og það sé lítil víetnömsk kona í sætinu að gefa manni nudd". Í öðru atriði var verið að meta tvo bíla, hvor væri betri í alla staði. Úrslitin réðust af því að íturvaxnar stúlkur í stuttum pilsum voru látnar setjast uppí bílana. Það sást greinilega í klofbót nærbuxna annarar stúlkunnar þegar hún settist uppí bílinn (passað vel að taka nærmynd af því) og sá bíll hafði betur vegna þess að hann sýndi upp undir pils stúlkna. Djöfull varð ég ógeðslega fúl. Ég slökkti á þessu og sagði upphátt að Jeremy gæti farið þangað sem sólin ekki skín, samt var ég ein og engin heyrði til mín...alla vega ekki Jeremy.
Ég varð aðallega fyrir svo miklum vonbrigðum, þættirnir misstu ljómann sinn og Jeremy varð með það sama að glötuðum karlfauski, hallærislegum aula sem missti kúlið. Ég hugsa samt að ég muni halda áfram að horfa á þættina, enda man ég ekki eftir að hafa séð þessa stæla í nýrri þáttunum. En mér finnst Jeremy vera eins og asni. Það hefur áreiðanlega ekki verið hann sem vildi taka rembuna úr nýrri þáttunum því þá hefði hann varla haldið þessum atriðum inná dvd settinu. Af hverju er aldrei hægt að fjalla um fallega bíla án þess að draga níð um konur inn í það?
Mér finnst þessir þættir hins vegar of góðir til að ég leyfi gömlum aulaskap í Jeremy að eyðileggja það fyrir mér, en það er alveg á hreinu að þeir féllu niður um nokkrar hæðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég missti nú álitið á Jeremi við þennan lestur.  Ömurlegt ef hann hefur hagað sér svona.

Þessir þættir eru annars snilld og hér horfum við hjónin á þá og þurfum að passa okkur verulega á að hlæja ekki það hátt að fíflaskapnum í þeim að við vekjum dóttur okkar

Knús til þín skvís 

Dísa Dóra, 13.4.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Hrollvekjandi að þetta skuli vera í dreifingu.  Ég myndi skila þáttunum til framleiðanda með kommenti um að þetta misbjóði mér.

LKS - hvunndagshetja, 13.4.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

... já og heimta endurgreiðslu sem greiðist beint til víetnamskra femínista!

LKS - hvunndagshetja, 13.4.2008 kl. 20:01

4 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með afmælið

Ég veit ekki hvernig þessir þættir eru sem að þú fékkst á dvd safni. En ég hef einhver tímann séð úr þessum þætti í sjónvarpinu og ég hafði bara gaman að honum, minnist einmitt ekki þess að það hafi verið eitthvað að skreyta bílana með kvennsum.

Góða nótt.

Linda litla, 14.4.2008 kl. 00:13

5 identicon

Til lukku með daginn Thelma mín. Sorry að ég kom ekki í afmælið, en Mini Me var búin að bjóða frændum sínum til pizzuveislu svo maður lætur ungviðið ganga fyrir.

Olsen Olsen (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Grumpa

hvenær verða fáklæddir karlmenn notaðir til að selja saumavélar ! :)

Grumpa, 19.4.2008 kl. 20:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju með milliafmælið og Top Gear-safnið, Thelma mín!

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband