Breiðavíkursamtökin

Ég var svo lánsöm að fá að vera viðstödd þegar ný samtök voru stofnuð á sunnudagskvöldi síðasta, "Breiðavíkursamtökin". það var mikill kraftur í salnum og ég óska þeim innilega til hamingju með þessi nýju flottu samtök. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Samtökin eru ætluð fólki sem þurftu að að búa á ríkisreknum barnaheimilum á árunum 1950-80.
Það flaug í gegnum huga minn hvort svona samtök yrðu stofnuð einhvern tíma aftur seinna í framtíð Íslands. Ég vona svo sannarlega ekki. Vonandi lærum við svo mikið af þessu hugrakka fólki og sögum þeirra að þess þurfi ekki.
Aftur til hamingju og gangi ykkur allt vel

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Vonandi heyrir þetta sögunni til en ég held það þurfi ætíð að halda umræðu og fræðslu gangandi. Við erum svo fljót að gleyma við Íslendingar. Óska þessum samtökum góðs gengis.

Kristján Kristjánsson, 2.5.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 3.5.2007 kl. 09:47

3 identicon

Ég held því miður að þörf muni reynast á því vistmenn á heimilum allt til þessa dags muni þurfa aðstoð. Það lagaðist ekki allt við myntbreytingu en ég vona að þessi samtök eigi eftir að blómstra, baráttukveðjur.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:23

4 identicon

Já, mörg þessara barna lentu úr öskunni í eldinn. Gott að þessu var velt upp. Á eftir að velta einhverjum fleiri steinum við í samfélaginu? Það er gott að vita að fólk þorir!

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:09

5 Smámynd: Ingibjörg Þórðardóttir

Frábært framtak að stofna þessi samtök! Höldum áfram að halda umræðunni opinni og verum alltaf á verði.

Ingibjörg Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband