Kodama er kominn heim!

Elsku Kodama minn er kominn heim. Ég er ekkert smáræðis hamingjusöm að hafa fengið köttinn minn heim í hús. Hann var týndur í 8 vikur en svo hringdi nágrannakona mín í mig fyrir helgi og sagðist hafa fundið Kodama bakvið blokkina sína. Þá hafði elsku vinurinn ruglast á húsum og fór að húsinu við hliðina, enda kannski ekkert skrýtið eftir 8 vikna fjarveru og hann svona óvanur að vera úti við.
Ég og Atli, sonur minn, fórum samdægurs til nágrannkonunnar og sóttum Kodama og æ hvað hann var ræfilslegur þessi elska. Hann var aðframkominn af hungri og vosbúð. Svo grindhoraður og máttfarinn að hann stóð ekki í lappirnar, hálf meðvitundarlaus og svo skítugur að fallegi hvíti feldurinn hans var orðinn grár og mattur og litlaus.
Það þarf nú ekki meira til að ég fari að háskæla og mér rétt tókst að halda andlitinu gagnvart nágrannakonu minni þegar kisinn minn kúrði sig skjálfandi í hálsakotið, en bara rétt svo.
Það var greinilegt að Kodama þekkti okkur Atla, en var svo veikur að hann gat lítil viðbrögð sýnt. Við fórum beint með hann heim og hlúðum að honum. Keyptum fínasta mat sem við fundum og líka kettlingamat því hann er svo næringarríkur.
Nú eru nokkrir dagar liðnir og Kodama er búinn að sofa út í eitt og úða í sig mat þess á milli. Hann er allur að hressast, en er þó enn máttfarinn. Hinn kötturinn okkar, Shane, var ekki alveg jafn hrifinn af heimkomu Kodama, því nú er hann ekki lengur kóngurinn í ríki sínu. Og þó, ég sá nú Shane kúra með Kodama í dag. Þeir voru góðir vinir áður og verða það eflaust aftur.
Og mikið er ég heppin með nágranna, takk fyrir að bjarga kisunni minni kæri nágranni og fyrir að hugsa svona vel um hann.
Vertu velkominn heim elsku Kodama minn, þín var sárt saknað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábært að hann er kominn heim, fékkstu hann úr Kattholti nokkuð ? Hann er svo líkur ketti sem ég vissi að var þar einusinni. Hann er eiginlega bara alveg eins !

Ragnheiður , 9.9.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Nei, ég fékk hann í afmælisgjöf frá tveimur systrum mínum 2005 og þá var hann 4-5 mánaða gamall. Þær fengu hann gefins á heimili á Selfossi eða rétt þar hjá. Kodama hefur aldrei á Kattholt komið að því er ég best veit. Vona samt að tvífari hans á Kattholti hafi fengið gott heimili :)

Thelma Ásdísardóttir, 10.9.2007 kl. 00:45

3 identicon

æ hvað það er gott að Kodama er kominn heim og vonandi verður hann ekki lengi að jafna sig á útlegðinni.

Knús til þín 

Dísa (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 08:48

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Gott að kisi þinn er kominn heim aftur.  Knús til þín og Atla. 

SigrúnSveitó, 10.9.2007 kl. 09:12

5 identicon

Til lukku með að hafa endurheimt köttinn, æi ég skil þig vel að þú hafir átt erfitt með að hemja þig fyrir framan nágrannann, ömurlegt að horfa á þá sem maður elskar niðurbrotna og illa til reika, hvort sem það er dýr eða manneskja. Vona að hann jafni sig fljótt.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:38

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Æi hvað ég er feginn að Kodama sé kominn í leitirnar. Saknaði hans mikið

Kristján Kristjánsson, 10.9.2007 kl. 14:52

7 Smámynd: Hugarfluga

Gott að kisi er kominn heim í kotið sitt.

Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 17:44

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott að kisi komst heim

Guðrún Þorleifs, 11.9.2007 kl. 12:20

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

gott að heyra með kisulóruna þína  alltaf leiðinlegt þegar þau týnast þessi grey

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.9.2007 kl. 22:27

10 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Það var frábært að litla geimveran skilaði sér heim. Það er alveg merkilegt hvað kisur eru duglegar að finna heimilin sín á ný.....svona eins og við mannfólkið :-)

Íris Ásdísardóttir, 11.9.2007 kl. 22:35

11 Smámynd: Anna

Ég hefði nú örugglega bara farið að gráta með þér, ég var svo fegin að sjá litla skinnið í höndum eigenda sem þykir augljóslega afar vænt um hann!  Okkar kisi týndist í tæpa viku í vor og það var hræðilegur tími, get rétt ímyndað mér hvernig þér leið...

Hann virtist nú samt sakna Kodama aðeins eftir að hann fór, ráfaði um og þefaði af þeim stöðum sem hann hafði mest verið á.  Kisur eru yndislegar!

Kær kveðja,
Nágrannakonan

Anna, 12.9.2007 kl. 13:04

12 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Ó, en sætt, ég átti kisu, hana Skottu mína sem varð 20 ára,en er látin núna, skil vel að þú hafir grátið af hamingju þegar þú fékkst hann aftur.Til hamingju með endurkomuna en vil samt segja þér að ef tveir högnar búa saman og eru ekki geltir þá gengur það ekki. Mín reynsla frá því fyrr á árum hef verið kattamamma lengi.

Kveðja Sirrý      

Sigríður B Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 21:06

13 Smámynd: Lovísa

Æi, til hamingju með að vera búin að fá kisuna þína heim

Það er alveg ótrúlegt hvað þessi litlu dýr geta gert mikið fyrir mann. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég myndi týna mínum

Lovísa , 13.9.2007 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband