Ein hugsun

Skrýtið hvað lífið kemur manni endalaust á óvart...og þó kannski ekki. Kannski er það einmitt það sem hægt er að stóla á frá tilverunni, að ekkert er alveg eins og maður reiknaði með. Heimurinn sem býr í huga manns og heimurinn eins og hann raunverulega er, eru stundum svo ólíkir að það getur verið erfitt að fóta sig.
Ekki skrýtið þó að við langflest leitumst við að skapa okkur einhverja fasta punkta með því að búa okkur til heimili, samastað þar sem við getum verið örugg á og þar sem hlutirnir eru í samræmi við okkar hugmyndir.
Er það ekki málið? Að við erum í endalausri leit að hreiðri fyrir líf okkar og hugmyndir? Einhverjum stað til að lenda á? Hvort sem það er í formi bústaðar eða samferðarfólks?
Bara örlítil hugleiðing í morgunsárið eftir djúpar hugsanir undir heitri sæng í köldu herbergi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ætli það sé ekki rétt hjá þér.  Það sem mér finnst svo gott, í dag, er að eftir að ég fann frið í sálinni þá hafði ég ekki lengur þörf fyrir að vera á flakki og leita að hreiðrinu.  Afþví að "Home is where the Heart is".  Þetta er amk minn sannleikur.

Ást... 

SigrúnSveitó, 31.8.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Jú - djúp þörf fyrir að geta verið ég sjálf. Hlutverkin sem við gegnum eru margvísleg, þess mikilvægara að eiga samastað fyrir prívatsjálfið.

Halldóra Halldórsdóttir, 1.9.2007 kl. 13:36

3 identicon

Já tilveran er oft dularfull og skrítin! Var einmitt að lesa bókina "Verónika ákveður að deyja" um daginn. Frábær bók með allskonar pælingum t.d. voru allir að brjálast á geði vegna þess að líf þeirra var einmitt alltaf eins og þeir reiknuðu með. Fólk sem gerir aldrei neitt óvanalegt eða lifir lífi sem aldrei kemur á óvart er ekki að lifa lífinu lífandi, samkvæmt bókinni sem sagt. Það er gott að lífið sé óútreiknanlegt og komi okkur alltaf á óvart en hreiðrið verðum við að hafa og vinnum stanslaust að því að laga það til.

Kær kveðja Jóhanna Pælari

Jóhanna J (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband