Ein hugsun

Skrżtiš hvaš lķfiš kemur manni endalaust į óvart...og žó kannski ekki. Kannski er žaš einmitt žaš sem hęgt er aš stóla į frį tilverunni, aš ekkert er alveg eins og mašur reiknaši meš. Heimurinn sem bżr ķ huga manns og heimurinn eins og hann raunverulega er, eru stundum svo ólķkir aš žaš getur veriš erfitt aš fóta sig.
Ekki skrżtiš žó aš viš langflest leitumst viš aš skapa okkur einhverja fasta punkta meš žvķ aš bśa okkur til heimili, samastaš žar sem viš getum veriš örugg į og žar sem hlutirnir eru ķ samręmi viš okkar hugmyndir.
Er žaš ekki mįliš? Aš viš erum ķ endalausri leit aš hreišri fyrir lķf okkar og hugmyndir? Einhverjum staš til aš lenda į? Hvort sem žaš er ķ formi bśstašar eša samferšarfólks?
Bara örlķtil hugleišing ķ morgunsįriš eftir djśpar hugsanir undir heitri sęng ķ köldu herbergi.

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: SigrśnSveitó

Ętli žaš sé ekki rétt hjį žér.  Žaš sem mér finnst svo gott, ķ dag, er aš eftir aš ég fann friš ķ sįlinni žį hafši ég ekki lengur žörf fyrir aš vera į flakki og leita aš hreišrinu.  Afžvķ aš "Home is where the Heart is".  Žetta er amk minn sannleikur.

Įst... 

SigrśnSveitó, 31.8.2007 kl. 15:38

2 Smįmynd: Halldóra Halldórsdóttir

Jś - djśp žörf fyrir aš geta veriš ég sjįlf. Hlutverkin sem viš gegnum eru margvķsleg, žess mikilvęgara aš eiga samastaš fyrir prķvatsjįlfiš.

Halldóra Halldórsdóttir, 1.9.2007 kl. 13:36

3 identicon

Jį tilveran er oft dularfull og skrķtin! Var einmitt aš lesa bókina "Verónika įkvešur aš deyja" um daginn. Frįbęr bók meš allskonar pęlingum t.d. voru allir aš brjįlast į geši vegna žess aš lķf žeirra var einmitt alltaf eins og žeir reiknušu meš. Fólk sem gerir aldrei neitt óvanalegt eša lifir lķfi sem aldrei kemur į óvart er ekki aš lifa lķfinu lķfandi, samkvęmt bókinni sem sagt. Žaš er gott aš lķfiš sé óśtreiknanlegt og komi okkur alltaf į óvart en hreišriš veršum viš aš hafa og vinnum stanslaust aš žvķ aš laga žaš til.

Kęr kvešja Jóhanna Pęlari

Jóhanna J (IP-tala skrįš) 1.9.2007 kl. 23:36

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband