Skruddurnar

Ég er í æðislegum lesklúbb sem heitir Skruddurnar.
Við erum níu góðir vinir sem hittumst mánaðarlega og ræðum bók mánaðarins. Við erum þá öll búin að lesa sömu bókina og iðulega sýnist sitt hverjum. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og líka gott tækifæri til að kynnast bókum sem ég hefði kannski aldrei annars látið mér detta í hug að lesa, eins og síðustu bók sem var "Móðurlaus Brooklyn" eftir Jonathan Lethem. Venjulegur reyfari nema að aðalsöguhetjan er með tourette-heilkenni. Áhugaverð og svolítið skrítin bók, en ekkert frumleg...nema náttúrulega tourette-gaurinn.
Þetta er líka svo gott tækifæri til að hitta vini sína. Maður er nefnilega alltaf með í plani að hitta fólk en svo dregst það oft alltof lengi. Maður er í vinnu, eða í burtu, eða með milljón verkefni, eða hinn er í burtu, eða einhver er að flytja og bla bla bla... En við festum okkur fjórða hvern sunnudag og auðvitað geta ekki alltaf allir mætt, en það myndi gera okkur öll brjáluð ef við ætluðum alltaf að eltast við það og þetta virkar fínt svona.
Það er líka svo skemmtilegt að fá sýn hinna á bókina og uppgötva nýjar hliðar. Nú og svo auðvitað leysum við svona eins og eitt eða tvö heimsmál í leiðinni, enda miklir hugsuðir hér á ferð :) Og ekki má gleyma góðum veitingum sem iðulega fylgja og frumlegum skemmtiatriðum að ógleymdum einum rauðum dregli sem gerði mikla lukku.
Nú erum við að lesa "Yosoy" eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Mjög skrýtin og frumleg saga, flókin og undarleg. Talsvert orðskrúð en mjög forvitnileg. Minnir mig einhverra hluta vegna á Búlgakov, það verður gaman að sjá hvernig hún endar.
Ég á að halda næsta Skruddufund og hlakka til. Ég er búin að ákveða hvað bók ég ætla að velja, en gestgjafinn hverju sinni velur alltaf næstu bók. Ég ætla hins vegar ekki að segja frá því af því ég veit að sumar Skruddur eru á sveimi hér á blogginu og bókin er leyndó þangað til á næsta fundi :)
Hlakka til að sjá ykkur kæru vinir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær lesklúbbur - góð hugmynd! Ég er búin að lesa "Yosoy" og er sammála þér að hún sé dálitið undarleg en að sama skapi eitthvað áhugaverð. Það voru áhugaverðar allar pælingarnar um sársaukan - hefði meira segja mátt segja okkur fleiri tilgátur um hann, manni langaði að fræðast meira um þetta efni. Þrátt fyrir að bókin sé furðuleg hélt hún mér allann tímann við efnið. Spennandi að vita hvaða bók þú velur!!

Kveðja J'ohanna J

Jóhanna J (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Já þessi bók sem við erum að elsa núna er skemmtileg. Hún minnir mig líka á Búlgakov með örlitlum keima af hugaheimi Sjóns.

Linda Ásdísardóttir, 2.9.2007 kl. 23:35

3 identicon

Veljið nú einhvern tímann Hermann eftir Lars Saabye Christensen sem er til í kilju. Hún er svo ótrúlega vel skrifuð og falleg. Skrýtið af hverju mér finnst alltaf að allir aðrir VERÐI að lesa bækur sem mér finnst góðar. Ekki læt ég svona með föt. ,,Já, veistu ég bara var að kaupa mér þessa sokka, endilega farið þið líka í Hagkaup og reynið að ná síðustu pörunum, þeir eru innst til hægri, vinstra megin við nærbolina."

GK (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:09

4 Smámynd: Álfhóll

Hljómar vel þessi lesklúbbur kæra samstarfskona. 

Sjálf á ég svo erfitt með stjórnun að ef einhver segir við mig "þú verður að lesa......... eða þú verður að sjá myndina................ Þá lokast á mér augu og eyru. En svo kíki ég reynar á fyrirbærið stundum, miklu seinna........ en dásamlegt fyrirbæri lesklúbbur.............

Guðrún

Álfhóll, 3.9.2007 kl. 13:04

5 identicon

Þessi stjórnun virkar heldur aldrei á sjálfa mig. Ég hlusta ekki þegar aðrir segja að ég verði að sjá eitthvað. Til dæmis hef ég aldrei lesið Harry Potter eða Hringadróttinssögu. Og hvað læri ég af þessu? Jú, eftirfarandi: Lesið alls ekki Hermann! Það er nú meiri ótætisbókin. Uss og svei! Ég hef lesið nær allar bækur Lars Saabye Christensen og þegar einhverjum líður illa notar hann alltaf sama frasann (sem er reyndar afar svalur): ,,Det var som en harpun i ryggen." Lesist með norskum hreim.

GK (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:21

6 identicon

Æi hvað ég sakna þess að getað ekki lesið eins og ég vildi, en þegar maður er með tvær 2ja og 3ja þá er það varla hægt. Svo á kvöldin eftir að þær eru farnar að hátta þá er maður farin að dotta milli 9-10. En koma tímar

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 14:31

7 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Kæru Guðrún og GK, ég á afskaplega auðvelt með að skilja þetta með að láta illa að stjórn, ég þekki það vel hjá sjálfri mér. Nema það er auðvitað ekki sama hver er að reyna stýra mér og með hvað, ég læt til dæmis auðveldlega að stjórn ef spennandi ótætisbókum er veifað framan í mig :)

Og að hafa misst af Hringadróttinssögu!!!!!! GK þó!

Thelma Ásdísardóttir, 3.9.2007 kl. 20:34

8 Smámynd: Grumpa

ég get verið nokkuð viss um að næsta bók verður hvorki eftir Thor Vilhjálmsson eða Kafka og þá er ég bara nokkuð sátt og tek því sem koma skal...nema ef það verður framhaldið af Hroki og hleypidómar þá er mér að mæta

Grumpa, 4.9.2007 kl. 23:28

9 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Sniðugt að vera í svona bókaklúbbi!  Ef ég færi í svoleiðis klúbb núna yrðu þó allir að lesa skólabækurnar með mér... það eru einu bækurnar sem að ég gef mér tíma í að lesa...  Þegar að náminu lýkur ( ja, eða þegar að ég gefst upp ) þá verður sko kominn minn tími til að lesa allar bækurnar sem eru komnar á "verð að lesa" listann minn...

Kveðjur frá Blönduósi,

Rannveig Lena Gísladóttir, 8.9.2007 kl. 14:10

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sniðug hugmynd! Ég vill vera með í svona bókklúbb

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.9.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband