Jæja nú styttist í að ég fari til New York með samstarfskonum mínum og fleirum. Vá, hvað ég hlakka til. Ég hef aldrei komið í þessa borg áður og er spennt að sjá hana, anda að mér loftinu þar og upplifa mannlífið. Það er svo margt þar sem ég væri til í að skoða. New York á svo marga fræga staði.
En tíminn er frekar stuttur svo að ég verð að velja vel. Og það eina sem ég get alls ekki hugsað mér að sleppa er borgarbókasafnið (þetta með ljónastyttunum við innganginn) og svo finnst mér ég verða að kíkja í Apple búðina við 5th Avenue...en fyrir þá sem ekki vita þá er ég forfallin Apple aðdáandi :)
Það verður mikið fjör á kvennaþinginu og ég hlakka til að vera innan um baráttukonur allstaðar að úr heiminum. Nú tökum við Manhattan!! Málum hana rauða...eða bleika! :)
Ég á auðvitað að vera pakka niður og gera eitthvað voðalega gáfulegt, en mér fannst að ég yrði að blogga pínu áður en ég fer. Knús á ykkur öll.
En tíminn er frekar stuttur svo að ég verð að velja vel. Og það eina sem ég get alls ekki hugsað mér að sleppa er borgarbókasafnið (þetta með ljónastyttunum við innganginn) og svo finnst mér ég verða að kíkja í Apple búðina við 5th Avenue...en fyrir þá sem ekki vita þá er ég forfallin Apple aðdáandi :)
Það verður mikið fjör á kvennaþinginu og ég hlakka til að vera innan um baráttukonur allstaðar að úr heiminum. Nú tökum við Manhattan!! Málum hana rauða...eða bleika! :)
Ég á auðvitað að vera pakka niður og gera eitthvað voðalega gáfulegt, en mér fannst að ég yrði að blogga pínu áður en ég fer. Knús á ykkur öll.
Athugasemdir
æði... það verða allir að koma að minnsta kosti einu sinni til New York um ævina....góða ferð og gangi þér innilega vel að mála borgina í öllum regnbogans litum....!!! Kærleikskv.hdora
Hdora, 24.2.2008 kl. 17:29
Góða ferð elsku systir og skemmtu þér nú vel í stóra eplinu! :)
Ruth Ásdísardóttir, 24.2.2008 kl. 18:10
Góða ferð og hafðu það gott,þú átt það inni.
Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 18:15
ohh hvað ég öfunda þig,alltaf langað til the big apple,en góða ferð og skemmtu þér alveg frábærlega.
Helga skjol, 24.2.2008 kl. 18:53
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.2.2008 kl. 19:13
Góða ferð elsku Thelma og skemmtu þér rosalega vel og auðvitað þið allar
Dísa Dóra, 24.2.2008 kl. 21:57
Góða fer til New York Thelma mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 22:13
góða ferð og keyptu þér nú eitthvað fallegt í Eplabúðinni, svona eins og eina fartölvu :)
Grumpa, 24.2.2008 kl. 23:37
Góða ferð!
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 22:34
Það er ekkert loft í New York. En það er rétt að maður á að fara a.m.k 1 sinni um ævina í þessa frægu borg og upplifa panik from hell á daginn. En farðu nú varlega og ekki eyða öllum peningunum strax fyrsta daginn :-)
Íris Ásdísardóttir, 28.2.2008 kl. 10:35
Hæ hæ sæta !!
Gaman að kíkja á síðuna hjá þér Ég á sko eftir að kíkja hingað oftar, það er ekki spurning. Enn skemmtilegra væri að hitta á þig í kaffi og góðu spjalli, það er nú langt um liðið síðan síðasta spjall yfir góðum kaffibolla var
Skemmtu þér í New York mín kæra !
Knús
Villa Sigga
Villa Sigga (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:13
Þið eruð frábærar þarna í NEW YORK. Góða ferð.
ElisabetR (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.