New York er dásamleg borg. Hún er talsvert öðruvísi en ég hélt hún væri og ég upplifi mig alveg örugga hér, en því átti ég ekki von á. Fólkið hér er mjög vinsamlegt og allir tilbúnir að hjálpa ef þess þarf. Borgin er líka svo fallleg. Ég hafði séð fyrir mér fullt af alveg eins húsum, einsleitar og leiðinlegar götur, yfirfullar gangstéttir og svo háar byggingar í einni kös þannig að ekki sæist til himins. Ég hafði algjörlega búist við að fá innilokunarkennd og verða stöðugt pirruð yfir endalausu áreitinu.
En það er sko ekki raunin. Það er auðvitað stöðugur hávaði og svona "borgarhljóð" en það er allt í lagi, þetta er ekkert meira en í mörgum öðrum borgum. Og byggingarnar eru hver annari fallegri. Hér ægir saman glæsilegum glerturnum innan um gamlar byggyngar í evrópskum stíl.
Það er ekkert mál að komast á milli staða, auðvelt að rata og lítið mál að veifa í næsta leigunbíl (ég hef sérlega gaman að því að "veiða" leigubíla :) Mér finnst ég vera búin að fara út um allt á þessum fáu dögum, meðal annars bæði í Apple búðina og í fallega borgarbókasafnið. Mikið rosalega er það æðisleg bygging. Ég settist þar inn í einn lessalinn og skrifaði í dagbókina mína og bara andaði að mér loftinu þar inni. Yndislegt!
Hótelið okkar er við 51. stræti og ég bý á 14 hæð. Ég er með skemmtilegt útsýni út götuna, umferð og mannlíf.
Kveðjur til allra
En það er sko ekki raunin. Það er auðvitað stöðugur hávaði og svona "borgarhljóð" en það er allt í lagi, þetta er ekkert meira en í mörgum öðrum borgum. Og byggingarnar eru hver annari fallegri. Hér ægir saman glæsilegum glerturnum innan um gamlar byggyngar í evrópskum stíl.
Það er ekkert mál að komast á milli staða, auðvelt að rata og lítið mál að veifa í næsta leigunbíl (ég hef sérlega gaman að því að "veiða" leigubíla :) Mér finnst ég vera búin að fara út um allt á þessum fáu dögum, meðal annars bæði í Apple búðina og í fallega borgarbókasafnið. Mikið rosalega er það æðisleg bygging. Ég settist þar inn í einn lessalinn og skrifaði í dagbókina mína og bara andaði að mér loftinu þar inni. Yndislegt!
Hótelið okkar er við 51. stræti og ég bý á 14 hæð. Ég er með skemmtilegt útsýni út götuna, umferð og mannlíf.
Kveðjur til allra
Athugasemdir
http://www.GlitterMaker.com/ - Glitter Graphics - MySpace Layouts - Make Money Online
Adda bloggar, 1.3.2008 kl. 23:53
Já ég upplifði New York svipað..Ég klifraði upp eldstigann uppá þak og borðaði McDonalds og horfði á skyscraperana í kringum mig. Það er eitthvað töfrandi við þessa borg....en annars segir fólk að þetta sé eins og Ísafjörður, annað hvort fílar maður hann eða ekki...
Ætli New York sé vinabær ísafjarðar?
Garún, 1.3.2008 kl. 23:56
Njóttu verunar í stórboginni sem heillar alla.
Guðjón H Finnbogason, 2.3.2008 kl. 01:06
Hlakka til að sjá þig mitt.
Kristján Kristjánsson, 2.3.2008 kl. 01:43
ohhhh þessi skrif þín valda enn frekar löngun hjá mér til að láta nú gamlan draum rætast og fara og skoða the big apple.
Hafðu það gott skvís
Dísa Dóra, 2.3.2008 kl. 10:26
gaman að heyra að þú ert að njóta lífsins í NY
Grumpa, 2.3.2008 kl. 15:49
Gaman að heyra að þér líður vel í borginni stóru. Kannski á maður eftir að koma þangað einhvern tíma. Hafðu það sem allra best.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:24
Frábært að heyra að þú ert að fíla NY. Held að þetta sé alveg mögnuð borg. Stefni þangað á næsta ári ef allt gengur upp
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 5.3.2008 kl. 13:02
Velkomin heim kerla mín. keyptirðu þér ekki eitthvað fallegt ???........keyptirðu eitthvað handa mér ?? :-) Ef þú keyptir peanutbutter m&m í fríhöfninni þá áttu að gefa mér af því líka.
Íris Ásdísardóttir, 5.3.2008 kl. 14:02
Þetta er örugglega æðislegt, góða skemmtun.
Linda litla, 7.3.2008 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.