Jörðin okkar

Síðustu jól fékk ég "Planet Earth" seríuna í gjöf frá góðum vini og hef verið að horfa á þessa þætti undanfarið. Það dróst svolítið að skella þeim í tækið því alltaf var eitthvað meira spennandi í boði, fullt af spennu og rómantík.
Ég var þó fljót að sjá að þessir þættir eru ekkert síður fullir af spennu og nú er ég búin að horfa á sex þætti. Sex stórkostlega þætta. Þvílík fegurð og þvílík fjölbreytni sem Jörðin okkar býr yfir.

Þetta er svosem alls ekki í fyrsta skipti sem ég að sjá fallegar myndir af landslagi, ljónum, gíröffum, fjalladýrum, fuglum og svo mætti lengi telja. Þetta var meðal uppáhalds sjónvarpsefnis míns þegar ég var barn og unglingur, en það er samt orðið ansi langt síðan ég hef gefið mér tíma til að sökkva mér ofan í hugrenningar um náttúru og dýralíf í svona stóru samhengi. Ég hef meira verið að spá í nánasta umhverfið okkar, þ.e. Ísland.
Þessir þættir eru líka svolítið frábrugðnir þáttunum sem ég horfði á sem barn því núna er svo miklu meira talað um hætturnar sem steðja allstaðar að lífinu. Og þá meina ég ekki aðeins hver étur hvern, heldur að svo víða er búið að þjarma svo ótæpilega að náttúru Jarðar að það eru ekki mörg óspillt svæði eftir.

Ég á enn dýrabók sem var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var krakki og í þessari bók er mynd af hvítum nashyrningi, glæsilegu dýri sem bjó í Afríku. Í fyrra dó síðasta dýrið og nú eru þeir ekki lengur til. Þetta fyllir mig sorg. Enn eru þó mörg dýr þarna úti sem við getum sleppt því að útrýma og ótal náttúruperlur sem við getum sleppt að eyðileggja og við getum byrjað hér heima með því að hætta þessari stóriðjubilun.

Þessir þættir minntu mig á hversu mikil virði Jörðin með allri sinni fegurð er, og að það er á okkar ábyrgð að gera það sem við getum til að bjarga því sem bjargað verður. Við einfaldlega megum ekki sofna á verðinum, það er svo mikið í húfi.

Þetta minnti mig líka á að ég þarf að vera duglegri að ferðast á ómenguð svæði, ég veit ekki hverus lengi þau verða þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Þetta eru algjörlega yndislegir þættir sem ég held að allir hrífist af. Það er ekki hægt annað en að fyllast af vissum söknuði yfir því sem er að hverfa og ást sömuleiðis yfir því hversu stórkostleg Jörðin okkar er.

Ruth Ásdísardóttir, 22.3.2007 kl. 22:38

2 identicon

Til hamingju með bloggið Thelma. Já, góðir þættir!

linda (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Velkomin á moggabloggið Thelma

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 23.3.2007 kl. 10:32

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Góða skemmtun á blogginu Thelma - tek undir með þér.

Halldóra Halldórsdóttir, 23.3.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband