Morgan Kane

Það var Skruddu-fundur hjá okkur félögunum í gærkvöldi og virkilega gaman.  Linda hélt fundinn af mikilli röggsemi og myndarskap á Eyrarbakka og fékk hún því að velja lesefni fyrir næsta fund.

Hún hafði verið að hóta því áður að hún myndi velja ofaní okkur eitthvað ættfræðisafnið, örnefnafræði eða mállýskuæfingar og ekki laust við að það væri skjálfti í fólki fyrir þennan fund Crying

En Linda kom öllum á óvart og skellti á borðið fullum kassa af Morgan Kane bókum og sagði að við skyldum öll velja okkur eina til að lesa og svo ættum við öll að lesa eitthvað upp úr bókunum á næsta fundi.   Mér fannst þetta bara fínt enda las ég Morgan Kane spjaldanna á milli hér áður fyrr og var sannfærð um að þetta yrði bara afslöppuð lesning sem myndi lítið reyna á vitsmuni eða annað.

Og það er svo sem ekki mikil ögrun í Morgan Kane sem bókmennt, nema hvað að það er stundum verulega erfitt að tapa ekki þræðinum yfir viðhorfunum sem eru ríkjandi í bókunum.  Sumt er hreinlega drepfyndið og hér koma nokkur dæmi:

Kona í bókinni segir þetta:

"Ef þú heldur áfram að hræða biðlana mína svona, verður þú að dragnast með visna, skorpna, flatbrjósta piparjúnku í áraraðir."  Hún ýtti fram ungum oddmjóum brjóstum sínum eins og til að sýna hvað hún ætti við, og byrjaði að hlæja.

Og síðar á sömu síðu:

Linda (nafn í bókinni) leit hlýðnislega niður og spennti greipar um magann.  Hún leit upp til hans, undirgefinn eins og hvolpur eftir barsmíð

Það er náttúrulega ekki annað hægt en hlegið að þessu...og þó.  Ætli það séu til svona forpokaðir gamaldags kúrekar enn á Íslandi í dag?  Kona bara spyr sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Júhú - bæði kúrekar og kúrekur er ég hrædd um. Að hugsa sér að þessar bókmenntir ólumst við upp við! Maður fölnar við að hugsa til barna og unglingabókanna úr æskunni.  

Halldóra Halldórsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:36

2 identicon

Eitthvað rámar mig í lýsingu á einkennum á manninum " stjörnulaga ör á hægra handarbaki, taugaveiklaður og einrænn - ýmislegt sem bendir til geðveilu "

P.S hét ekki frú Morgan Kane heitin ekki annars Linda ?

Birgitta Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 00:14

3 identicon

Morgan Kane var auðvitað bara draumur ungs fólks til að fara til eftir að hafa komið heim úr frystihúsinu og hent af sér illa lyktandi stígvélunum og ullarsokkunum.

Ég las einhvern tíman eina "Ísfólks" bókina og lýsingarnar í henni höfðu ekkert minna skemmtanagildi

Fransman (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:29

4 Smámynd: Atli Freyr Arnarson

hehehe.. þannig að björg bjargaðist alveg.. þóhun las ekkert þá er ekkert við þvi gert hverskonar bókaklúbbur er etta.. en þvílikar lysingar.. eins og barinn hundur hahahahah..

Atli Freyr Arnarson, 12.6.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Grumpa

ég var meira Bob Moran týpan á mínum ungligsárum og las voða fáar Morgan Kane bækur en þetta verður eflaust mjög svo áhugavert og ég efast ekki um skemmtilegt verkefni (og aldrei að vita nema allir verði búnir með bókina fyrir næsta fund  )

Grumpa, 14.6.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Það skemmtilega við þennan klúbb er að maður veit aldrei hverju maður á von á. Thor Vilhjálms eða Andrés Önd Það verður gaman að rifja upp kynnin við Morgan Kane og eins og Grumpa segir. Sennilega ná flestir að lesa bókina

Kristján Kristjánsson, 14.6.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband