Bíóferð

Mér var boðið í bíó í síðustu viku og var það bara skemmtilegt.  Við fórum á Harry Potter í Álfabakka og var myndin ágæt, samt ekta svona "millikafla"-mynd.

Vinur minn var flottur á því og við fórum í Vip salinn.  Ég hef séð myndir þar áður og alltaf verið voða ánægð, en þetta varð svolítið skondin bíóferð.  Fyrst þurftu allir að bíða í forsalnum fyrir aftan band og okkur var ekki hleypt inn fyrr en talsverður fjöldi var komin og þá ruddust auðvitað allir inn í einu og bestu sætin kláruðust strax.  Ég og vinur minn fengum sæti í fremstu röð og ég hafði engar áhyggjur af því, vegna þess að ég hafði setið fremst áður og vissi að ef maður bara hallar sætinu vel aftur þá yrði þetta fínt.  Þegar við vorum passlega búin að koma okkur vel fyrir þá koma þrjár konur og biðja okkur um að vera svo væn að færa okkur um einn rass svo að þær gætu setið saman.

Verð að viðurkenna að mér fannst það ekkert æðislegt, enda tekur hvert sæti svo mikið pláss í salnum að þetta gerði það að verkum að við vorum komin meira út til hliðar en við óskuðum okkur, en við ákváðum samt að vera voða indæl og færðum okkur, enda ekkert gaman fyrir konurnar að vera fara þrjár saman í bíó og þurfa svo að sitja dreifðar út um allan sal.

Alla vega; svo byrjar myndin og ég ætla að fara stilla sætið mit, þá kemur upp úr dúrnum að neðri hreyfanlegi hlutinn (skemmillinn) er bilaður og getur bara verið í neðstu stöðu Angry, þannig að ég gat ekki hallað mér eins langt aftur og ég hefði viljað...ég er nefnilega frekar stutt og allt var í vitlausu jafnvægi þegar bara annar hlutinn af sætinu virkar.  Ekki laust við að ég fyndi til smávegis öfundar í garð konunnar sem sat í "sætinu mínu" við hliðina á mér, þar sem allt virkaði voða vel.  En ég nennti ekki að vera svekkja mig á þessu og naut bara myndarinnar.  Í hléinu nennti ég svo ekki að fara fram að kvarta, enda ekki trúlegt að gert yrði við sætið í hléinu, sennilegra var að mér hefði bara verið vísað á annað sæti og það fannst mér ekki freistandi, vildi sitja við hliðina á vini mínum.

Svo þegar sýningin var búin og ég ætlaði að stilla bakið aftur upp í efstu stöðu þá var sú stilling hætt að virka líka GetLost.  Mér tókst tiltölulega auðveldlega að klöngrast upp úr mínu sæti, og þegar ég er staðin upp þá sé ég að allir eru að brölta eitthvað voða mikið í salnum.  Ég sé þá að öll sætin höfðu bilað, rafmagn farið af öllum stölunum og sætin því föst í þeim stöðum sem fólk hafði hreiðrað um sig í.  Ég get rétt ímyndað mér vesenið á mér ef skemmillinn hefði verið í uppréttri stöðu hjá mér, ég með mínu stuttu lappir, ég væri örugglega ennþá föst Sideways.

Ég reyndi að hlæja ekki of mikið, en það var erfitt.  Ég er nefnilega illa haldin af aulahúmor þegar ég verð vitni að svona bauki og brölti og þetta var bara drepfyndið LoL.

Skemmtileg bíóferð.  Takk Kiddi Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé þetta alveg fyrir mér, drepfyndin aðstaða

Monopoly (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já það var skondið að bröltast úr sætinu með bakið niður og skemillinn uppi. Ég leit svo aftur í salinn þar sem flestir voru að bröltast úr sætunum :-) Þetta var eins og í bíómynd :-)

Kristján Kristjánsson, 23.7.2007 kl. 18:48

3 Smámynd: SigrúnSveitó

oooohhh, hahaha....ég hefði sennilega gefið upp öndina af hlátri...sérstaklega ef minn heittelskaði hefði verið að rembast upp úr svona sæti...hann segir að ég óttalegt kvikindi...en ég bara get ekki hamið mig við ákveðanar aðstæður....

SigrúnSveitó, 23.7.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: Hugarfluga

Tíííhííí ... bara fyndið!! 

Hugarfluga, 23.7.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha... ég hefði fengið alvarlegt hláturkast þarna. Svaka lán hjá þér að stóllinn var bilaður

Guðrún Þorleifs, 24.7.2007 kl. 07:15

6 Smámynd: Grumpa

sé fyrir mér heilt bíó af fólki að velta sér út úr sætunum þar sem allir stólarnir eru fastir með lappirnar upp í loft

Grumpa, 24.7.2007 kl. 12:18

7 Smámynd: Garún

Nákvæmlega það sem ég hef sagt, ef Guð hefði viljað að við sætum í hægindastólum í bíó, þá hefðum við uuuhhh, sko þá hefðum við hm hm .  Já þetta er agaleg saga.  

Garún, 24.7.2007 kl. 12:35

8 identicon

Ha ha ha - þetta hlýtur að hafa verið drepfyndið.   Sé fyrir mér fullan sal af fólki í sömu stellingum og ungabörn í barnabílstólum að reyna að klöngrast úr "hægindastólunum"

Birgitta (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:36

9 identicon

hahahaha nú bara frussaði ég hér yfir skjáinn þar sem ég sá þetta alveg ljóslidandi fyrir mér.  Eins gott að ég var ekki í bíó þarna því ég hefði sennilega bara legið afvelta af hlátri langt fram eftir kvöldi eða nóttu haha.

Dísa (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:52

10 Smámynd: Lauja

Var þetta nokkuð falin myndavél???   

Fyrst hefði maður bölvað yfir helv... sætinu sínu - síðan litið yfir salinn til að athuga hvort einhver væri að fylgjast með manni - og séð þá  lappir á lofti út um allt og fólk að reyna að standa upp.

Þið hafið upplifað algjört "bíó" í bíóinu!!

Lauja, 24.7.2007 kl. 20:23

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær frásögn

Marta B Helgadóttir, 25.7.2007 kl. 07:19

12 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Snild hvernig þú segir frá þessu ;) ég er í hláturs krampa og verð mjög sennilega næstu klukkutíma !!

Hommalega Kvennagullið, 27.7.2007 kl. 16:41

13 Smámynd: Hugarfluga

Bíð spennt eftir næstu færslu  Engin pressa samt ... hehe.

Hugarfluga, 27.7.2007 kl. 19:11

14 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahah ég hefði vilja sjá þetta enda eitthvað fyrir minn aula og gálgahúmar

Hafðu það annars voða gott Thelma mín

kv. Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 27.7.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband