Á faraldsfæti

Ég lagði land undir fót um helgina og skellti mér á ættarmót norður í landi. Þetta varð hin skemmtilegasta ferð. Gaman að hitta allt þetta fólk, við fengum ljómandi veður alla helgina og svo er bara svo óskaplega gaman að skoða okkar fallega Ísland. Ég hitti líka óvænt gamla vini í sjoppunni við Brú sem var sérlega gleðilegt.
Mótið var haldið að Húnavöllum, en móðurætt mín er mest þaðan úr nágrenninu. Við fórum á Blönduós, Skagaströnd og að bænum Hof til að skoða staði og hitta fólk. Ég finn alltaf illa fyrir því að ég er andlitsblind á svona samkomum og gengur afar illa að þekkja fólk í sundur. Það er líka svo mikill ættarsvipur með mörgum í ætt minni og það flækti málin. Ég þorði stundum ekki að fara að fólki og kynna mig og segja:
"Sæl, ég heiti Thelma og er dóttir Ásdísar Páls", því ég var svo hrædd við að fá svarið:
"Heyrðu væna mín, þú varst að kynna þig fyrir mér fyrir hálftíma síðan. Hvurslags vitleysisgangur er þetta?"
Svo að ég hélt mér til hlés og vonaði að aðrir myndu stökkva á mig. Það gekk alveg ágætlega og ég gat kynnt mig fyrir fullt af fólki :)
Á sunnudaginn ákváðum við Ruth systir (en við vorum saman í bíl) að skella okkur til Akureyrar fyrst við vorum nú komnar hálfa leiðina hvort sem var. Íris, mamma og Patrekur litli ákváðu að koma með okkur í samfloti á Írisar bíl og svo eyddum við góðum tíma á Akureyri saman í dásamlegu veðri. Við fengum okkur að borða á Bautanum og ég gef þeim stað toppeinkunn. Maturinn var mjög góður og þjónustan aldeilis frábær.
Á leiðinni heim villtust Íris, mamma og Patti inná Blönduós og þeim fannst svo gaman að vera í ferðalagi að þau ákváðu að vera degi lengur. Fengu sér gistingu og gerðust túristar og fóru að skoða alls konar staði. Síðast frétti ég af þeim við einhverja steinakirkju. Vonandi rata þau heim.
Við komum heim frekar seint í gærkvöldi sem var ágætt því þannig sluppum við við örtröðina í umferðinni. Urðum auðvitað vitni að nokkrum bjánum í umferðinni, en þannig er það trúlega alltaf. Við sáum bæði fólk sem ók á alltof miklum hraða og skapaði þannig hættu fyrir alla í kring og svo líka nokkra sem óku alltof hægt, söfnuðu löngum röðum fyrir aftan sig, og bjuggu þannig til hættuástand
Í heildina var þetta frábær helgi. Ég ætla að gera meira af þessu það sem eftir er sumars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gott að ferðin hafi heppnast svona vel :-) Knús

Kristján Kristjánsson, 30.7.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ef þig langar að skella þér í stutt 'ferðalag' þá er alltaf góð þjónusta, gott kaffi...og jafnvel með´í á Skaganum

SigrúnSveitó, 31.7.2007 kl. 00:28

3 Smámynd: Garún

Æi já það er svo gaman að ferðast um landið.  Ég er búin að uppgötva tvo nýja hluti, Gufuna og ferðast innanlands.  Er lífið ekki dásamlegt

Garún, 31.7.2007 kl. 00:41

4 identicon

Það er ekkert sem að toppar það að keyra úti á landi á fallegum degi einn á veginum og hlustandi á gufuna, klukkar gengur afturábak og maður öðlast einhvern svona asnalegan innri frið, kann ekki að skýra það betur en svo. Stoppa svo úti í kanti og stíga út í ferska loftið og þetta tímaferli, dásamlegt alveg hreint, þetta er lífið.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:17

5 Smámynd: Hugarfluga

Líst vel á þig! Maður er alltof latur að sækja landið sitt heim og leitar oft langt yfir skammt til að eignast gott frí. Það er einmitt á stefnuskránni hjá mér og mínum að vera duglegri að ferðast innanlands. Góð frásögn.

Hugarfluga, 31.7.2007 kl. 19:26

6 identicon

Það jafnast ekkert á við það að aka um landið okkar fallega á góðum degi og stoppa jafnvel og fá sér nesti úti í móa og komast þannig enn betur í snertingu við náttúruna.  Það er einnig mjög gaman á ættarmótum en ég er þér sko innilega sammála þér með vankanta andlitsblindunnar (tala nú ekki um þegar nöfnin detta úr minninu líka haha).  

Hafðu það gott skvís og endilega njóttu frídaganna þinna fyrir utan borgina

Dísa (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 20:25

7 Smámynd: Grumpa

ég efast ekki um að roadtripfélagið Lolla & Ruth group sé tilbúið að bjóða þér að gerast hluthafi. legg til að fyrirhuguð ferð í Flatey verði sett á dagskrá sem fyrst

Grumpa, 31.7.2007 kl. 20:44

8 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Takk fyrir góða helgi að vísu þetta með "ljómandi gott veður" verður að taka með þeim fyrirvara að þú svafst í hlýju hótelherbergi ekki í  tjaldi ... burrrrrr. Norðlenskt sumar er ískalt!!!

Linda Ásdísardóttir, 1.8.2007 kl. 01:32

9 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Takk fyrir kommentin til mín, ég er sko alveg til í góða ferð uppá Skaga í sumarfríinu mínu elsku Sveitamær og Grumpa, ég yrði verulega móðguð ef mér yrði ekki boðið með í Flatey :)

Thelma Ásdísardóttir, 1.8.2007 kl. 22:42

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Var þetta mót frá afkomendum Sigríðar ömmusystur minnar?

Guðrún Þorleifs, 2.8.2007 kl. 09:59

11 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Guðrún, þetta voru afkomendur foreldra Páls Jóns (móðurafa míns). Semsagt afkomendur Jóns Sigurðssonar og Guðnýjar Málfríðar.

Með kveðju :)

Thelma Ásdísardóttir, 2.8.2007 kl. 21:32

12 Smámynd: SigrúnSveitó

cool, verðum í bandi.

SigrúnSveitó, 2.8.2007 kl. 23:07

13 identicon

Frábært að ættarmótið tókst svona vel. Ættarmót eru bara frábær.

Monopoly (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband