Helsinki

Ég kom frá Helsinki seinnipartinn í gær. Ég var frekar þreytt og syfjuð og ákvað að leggja mig um hálfátta, ætlaði bara að fá mér smákríu, en steinsvaf í næstum 12 tíma. Ótrúlegt, en alveg ágætt samt :) Nú er ég eldhress, ætla að fara taka uppúr töskunum og dútla mér.
Ég var í Helsinki á ráðstefnu á vegum Evrópuráðsins um kynbundið ofbeldi. Mjög fróðlegt og gagnlegt og skemmtilegt fólk frá Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og Norðurlöndunum. Ráðstefnan var haldin á Hanasaari, á lítilli landtengdri eyju þar sem er þetta hús, sem er hótel, ráðstefnuhús og menningarhús. Yndislegur staður. Skógur allt í kring með dásamlegum fuglasöng á morgnana og glampa á blátt vatn.
Ég fór inní miðborg Helsinki líka að skoða, fá mér að borða og versla smá. Bara gaman. Ég og ferðafélagi minn, Sigrún, fórum fyrst á sunnudagskvöld og ætluðum að finna einhvern finnskan veitingastað sem seldi klassískan finnskan mat og sáum fyrir okkur hreindýrakássu á kartöflumús og berjasósu. Við þrömmuðum út um allt en fundum ekker nema nokkra pöbba, kaffihús og skyndibitastaði. Að lokum snerum við aftur á torgið sem við byrjuðum á (ég þá farin að urra af hungri :), og fórum inná amerískan stað sem heitri Colorado.
Okkur fannst nú ekki spennandi að fara borða amerískan mat í Finnlandi en létum okkur hafa það og pöntuðum báðar rifjasteik, hvor sinn skammt. Maturinn kom á stóru trébretti og þvílíkur skammtur! Bara minn skammtur hefði nægt fyrir mig og Atla, son minn á venjulegum sunnudegi og samt verið afgangur fyrir mánudagskvöld. En maturinn var svakalega góður, algert sælgæti og við borðuðum okkur sprengsaddar og engin möguleiki á eftirrétt. Ég semsagt mæli með þessum veitingastað, Colorado, ef þið eigið leið um Helsinki.
Annars er miðborgin skemmtileg blanda af nýju og gömlu. Glerhús, múrsteinar, sporvagnar, torg, fólk og menning.
Semsagt Helsinki er fín, heðfi bara viljað hafa lengri tíma, en gaman að hafa komið þangað. Takk fyrir góða samveru Sigrún og Kristín :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Gott þú ert komin heim aftur.  Las í Fréttablaðinu...eða 24...í gær að bókin þín væri komin út á sænsku, og mikil umræða í gangi.  FRÁBÆRT!!!  Og svo kvikmyndagerð.  Þetta er snilldarlegt.  Svo þarft.  Þú ert svo mikil hetja að gera þetta, að koma bókinni út. 
Vona að þú vitir hvers mikils virði þú ert mér, og hvað þú hefur hjálpað mér mikið.
Sjáumst vonandi fyrr en síðar. 

Knús&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 11.10.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gaman að lesa um Finnlandsferðina þína. Gangi þér allt í haginn, og sérstaklega til hamingju með útkomu bókarinnar í Svíþjóð, gott að heyra að hún veki athygli og umræðu þar eins og hér heima.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.10.2007 kl. 11:26

3 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að fá þig á klakann aftur og enn betra að ferðin hafi verið góð

Mikið er líka frábært að heyra að bókin þín er komin út á sænsku - nú verður maður að útvega sér hana á sænsku líka haha 

Dísa Dóra, 11.10.2007 kl. 12:01

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Velkomin heim mín kæra og til hamingju með útkomu bókarinnar í Svíaveldi!

Bið að heilsa öllu yndislega Stígamótafólkinu þarna fyrir sunnan;)

kveðja

Harpa O, Sólstafakona

Harpa Oddbjörnsdóttir, 11.10.2007 kl. 19:39

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Geggjuð borg, velkomin heim mín elskuleg.

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 18:19

6 Smámynd: Grumpa

hvar eru eiginhandaráritanirnar frá Leningrad Cowboys sem ég pantaði...öllum 18?!!

Grumpa, 16.10.2007 kl. 22:39

7 Smámynd: Garún

Þú ert bara snillingur.  En eigum við að taka þennan göngutúr sem fyrst!  Ég er laus í nóvember...

Garún, 19.10.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband