Neyðarkallinn reyndist vera kona

Ég eyddi síðustu helgi í algerri afslöppun hjá mömmu, Íris systur og Patreki litla á Eyrarbakka.  Það var alveg dásamlegt Heart

Það gerðist svo sem ekki margt fyrir utan framleiðslu á framúrskarandi graskerspæi (a la Ruth), óteljandi leiki, fettur og hlátur með honum Patreki litla; heimsókn Lindu, Moiru og Douglas og tvær stuttar ferðir á Selfoss.  Nema svo var bankað eitt kvöldið þegar við sátum að snæðingi og okkur boðið að kaupa "Neyðarkallinn".  Íris systir reið á vaðið og fjárfesti samviskusamlega í einum kalli og til þess að vera ekki minni konur ákváðum við hinar, ég, Ruth og mamma að kaupa hver sinn kall.

Það flaug í gegnum huga minn hvað þetta væri eitthvað staðlað slagorð: "Neyðarkall". " Eru engar konur í þessum björgunarsveitum?" hugsaði ég.  Ég veit að karlmenn eru í meirihluta og að það átti trúlegast líka að höfða til útkallanna í nafninu, en mér fannst þetta allt voða karllægt eitthvað og pínu pirrandi að hunsa svona framlag kvenna til björgunarstarfa GetLost.

En mikið var mér komið skemmtilega á óvart þegar ég dró pínulitla björgunarkonu upp úr bóluplastinu.  Frábært!!!  Grin Það er bara jákvætt þegar jafnréttið birtist svona í skemmtilegum smáatriðum líka.  Miklu ferskara heldur en stöðluð og pikkföst gamaldags birtingarform sem stundum virðist ekki mega hrófla við.

Áfram björgunarfólk, konur og menn!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Já ég var svo sannarlega sæl með að neyðarkallinn var kona í ár   Neyðarkall heimilisins hangir nú á úlpu heimasætunnar

Dísa Dóra, 6.11.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Þórdís tinna

Fyndið- það fór í taugarnar á mér að það skyldi vera kona- en það er önnur saga... :O)- prinsessupissan fékk lyklakippuna- ég "jafnréttið "- fórum að sofa ...

Þórdís tinna, 7.11.2007 kl. 00:57

3 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Já, þetta var góð helgi. Nema ég sá eftir því að hafa horft á draugamyndirnar á netinu.....var myrkfælin í 4-5 daga etir á og þorði ekki að vera ein eftir vakandi á kvöldin.

Íris Ásdísardóttir, 13.11.2007 kl. 17:14

4 identicon

Sæl Thelma mín... langaði bara að kasta á þig kveðju. Hitti Ingibjörgu K í gær og það var svo yndislegt að sjá hana aftur. Hugsa oft til ykkar allra.

 Vona að þú eigir góða helgi mín kæra.

Sigurlaug Lára (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 15:41

5 Smámynd: Björg Ásdísardóttir

Hæ, gettu hver er mætt á bloggið! :) Ekki byrjuð enn samt en get núna allavega komið með hinar ýmsustu sniðugu athugasemdir hérna. Mjög nauðsynlegur og kærkominn áfangi þar sem mér finnst nú mjög gaman að hafa skoðanir á hlutunum!

Björg Ásdísardóttir, 18.11.2007 kl. 22:42

6 Smámynd: María

Daginn ... langaði bara að nefna þetta með neyðarkallinn ... það er víst til eftir farandi frasi sem notaður er af björgunarsveitunum ,,Þetta er neyðarkall..." - svo þaðan kemur orðið neyðarkallinn (sem ætti að vera neyðarkarlinn, ef þetta er karl)

María, 19.11.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband