Kringlan og Happamaðurinn

Vá hvað ég er búin að vera eitthvað löt á blogginu undanfarið. Ég er ekkert að gefast upp á þessu, það er bara svo margt um að vera og ég hef ekki gefið mér tíma til að dóla mér á bloggsíðunni minni.
Nú styttist líka í jólin og þar sem ég er afskaplega mikið jólabarn þá er ég komin með jólafiðring. Núna er ég að hlusta á gullfallega jólatónleika sem voru teknir upp í Hallgrímskirkju fyrir þremur árum. Ýmsir flytjendur og ég er að velja lög til að setja á ipodinn minn. Ekki seinna vænna að setja saman góðan jólalista :)
Annars fór ég með góðum vini mínum í Kringluna í gær. Það var voða fínt. Alveg svakalega mikið af fólki samt, við þurftum að hafa okkur öll við til að vera ekki stöðugt að klessa á fólk. Við kíktum í Betra Líf og fengum fínan fyrirlestur um jóga og óvænta hugleiðslu í leiðinni, bara notalegt.
Svo versluðum við það sem vantaði og kortið mitt átti "fótum fjör að launa" í einni snyrtivörubúðinni. Mig vantaði bara hreinsivatn fyrir andlitið en hitti fyrir svona afskaplega duglega sölukonu sem týndi stöðugt úr hillunum dót sem henni fannst að ég yrði að eiga. Ég reyndi í örvæntingu minni að raða vörunum jafnharðan aftur upp í hillurnar og tókst það næstum. Fór bara út úr búðinni með nokkra gagnlega hluti :)
Á leiðinni út úr Kringlunni kom ég við í Happahúsinu til að kaupa mér Lottómiða. Ég kaupi mér mjög sjaldan Lottó eða nokkuð því líkt, en fannst að ég yrði að láta reyna reyna á nokkrar tölur sem mig dreymdi nýlega. Í Happahúsinu hitti ég fyrir alveg gríðarlega pirraðan mann. Hann var eiginlega alveg að springa, með samanbitnar varir, svitaperlur á enninu og brjálæðisglampa í augunum. Ég var ekki með allt á hreinu í sambandi við Lottóið og vogaði mér að spyrja manninn spurninga og ég hélt að hann myndi grýta í mig miðastandinum, hann varð svo æstur. Hann er kannski ekkert heppinn þó hann vinni í Happahúsinu.
Kannski ég fari og kíkji á Lottótölurnar og athugi hvort ég hef unnið eitthvað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

Það er spurning hvort að þú hafir unnið miðastandinn sem sárabót ?

Hehe :)

Áddni, 19.11.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já það getur verið rosalegt að lenda í góðu sölufólki eða allavega ef maður er ekki moldríkur  Ég segji nú bara greyið (happa)karlinn en það hefur greinilega verið eitthvað mikið að hjá honum

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Dísa Dóra

Knús á þig skvís og skil þig sko vel með jólaandann - hér er jókaskapið að skríða í hús

Dísa Dóra, 19.11.2007 kl. 14:47

4 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

þú hefur ekki bara boðið honum væna slummu af nýja andlitskreminu þínu ?? :-)

Íris Ásdísardóttir, 19.11.2007 kl. 22:50

5 Smámynd: Húsmóðir

Er með lottómiða í veskinu sem ég er ekki enn búin að tékka á : Ef það er vinningur á honum þá heiti ég á þig :

<500 kr - bland í poka ( ekki keypt í Smáralindinni á laugardegi )

<5000  - út að borða og Latte eftir matinn

< 500.000 - út að borða ------------- í London

Kv Birgitta

Húsmóðir, 20.11.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Jens Guð

Pétur Þorsteinsson,  prestur Óháða safnaðarins,  kallar Kringluna Stóru hryllingsbúðina.

Jens Guð, 23.11.2007 kl. 23:42

7 Smámynd: Grumpa

Kringlan er Musteri Mammons (Smáralindin er þá Musterisúthverfi Mammons) og þangað er engin ástæða til að fara. Ef hluturinn fæst ekki downtown Reykjavík er hann ekki þess virði að vera keyptur

Grumpa, 26.11.2007 kl. 18:09

8 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Hvað segir "Húsmóðirin" gott? Erum við að fara til London? :)

Thelma Ásdísardóttir, 30.11.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband