Morgunkaffið

Það er runnið upp fyrir mér að ég er algjörlega háð kaffi á morgnana. Jamm það hefur tekið mig talsverðan tíma að horfast í augu við það en nú er ég viss.
Í síðustu viku vaknaði ég frekar seint og hafði engan tíma til að hita mér kaffi áður en samstarfskona mín var mætt fyrir utan, en við ætluðum að vera samferða í vinnuna. Við ræddum eithvað saman á leiðinni en ég man ekkert um hvað og eflaust hef ég ekki sagt neitt af viti.
Svo komum við í vinnuna og ætluðum að byrja daginn á fundi um skipulagningu verkefnis sem við vorum að setja saman. Einhvernveginn svona byrjaði fundurinn okkar:
Hún: Jæja Thelma, ég er búin að fara yfir þýðinguna, varst þú búin að kíkja á þetta?
Ég: Humgklrstdddlioo....
Hún: Ha, varstu að prenta út?
Ég: Bragegagammmzzz...
Hún: Bíddu, ég ætla að sýna þér það sem ég prentaði út.
Ég: Zzzzzzz.....
Hún fór fram að ná í einhverja pappíra og það var alveg að slokkna á heilanum á mér þegar mynd af rjúkandi kaffibolla birtist í næstum meðvitundarlausum huga mínum og ég áttaði mig. KAFFI!!! Mig vantar kaffi!!. Ég dróst aðframkomin að kaffivélinni og á adrenalíni einu saman tókst mér að útbúa mér góðan kaffibolla. Með skjálfandi taugaveiklunarhlátri sturtaði ég í mig kaffinu og það var eins og við konu mælt; allt fór í gang með það sama.
Ég og samstarfskona mín áttum svo góðan fund um verkefnið okkar og allt gekk vel.
Niðurstaðan mín er semsagt sú að það gerist einfaldlega ekkert í mínum kaffilausa haus...nema vinir mínir hafa eitthvað haft á orði að ég geti orðið eitthvað pirruð ef ég fái ekki kaffið mitt...en það hlýtur að vera tóm vitlaeysa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta passar allt Thelma mín, ég verð alltaf mjög hræddur, en hvernig gastu mögulega ekki kveikt strax á kaffiskortinum? bara spyr

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Thelma mín, það eru sko margar skemmtilegar sögurnar til af þér þegar þú ert ekki búin að fá kaffið þitt á morgnanna..... :) Hringir kaffibólga einhverjum bjöllum?! :P

Ruth Ásdísardóttir, 28.6.2007 kl. 16:58

3 identicon

Mikið skil ég þig -    Ekki séns að ég hætti mér út úr húsi á morgnanna öðruvísi en með kaffibolla.  þarf nefnileg að keyra rúma 20 km í vinnunna og tek ekki sénsinn að setjast undir stýri lengur en kílómeter án þess að fá kaffi.

Birgitta (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 19:52

4 Smámynd: Ísdrottningin

Æi hvað ég er fegin að vera laus við þessa fíkn    Nóg hefur maður á sinni könnu samt...

Ísdrottningin, 28.6.2007 kl. 22:48

5 Smámynd: Grumpa

Sem betur fer er Thelma ekki mjög kröfuhörð á hverslags kaffi hún lætur ofan í sig svo framarlega sem það sé koffín í því, þannig að hún getur svalað kaffiþörfinni með nánast hvaða sulli sem er. Gulur Bragi er ekkert verra en hvað annað í hennar augum. Legg til að hún slái 2 flugur í einu höggi og strá Neskaffinu sínu út á Cheeriosið á morgnana, morgunmatur og kaffi í einu sem sparar tíma og fyrirhöfn

Grumpa, 29.6.2007 kl. 19:05

6 Smámynd: Álfhóll

Sæl ágæta samstarfskona.

Komst í tölvu augnablik, hérna á Vestfjörðunum góðu og fékk fráhvarfseinkenni........... Verkefni í gangi á Stígó....... er á kafi í að útfæra verkefni haustsins og vetrarins á meðan ég hvíli mig frá vinnunni okkar.. og skemmti mér konunglega.  Dembdu í þig kaffi stelpa......

Bestu kveðjur heim á Stígó.

Guðrún 

Álfhóll, 30.6.2007 kl. 11:17

7 Smámynd: Atli Freyr Arnarson

hahahaha,. eg er nu lengi buin að vita af kaffi fiknini.. það voru nú ófáir dagarnir sem þú komst ekki með morðhótanir meðþér úr vinnuni þega mjolkinn var buinn.. eða kaffið buið.. XD


Atli Freyr Arnarson, 2.7.2007 kl. 13:45

8 Smámynd: Garún

Sit og drekk kaffi.  Ég prófaði einu sinni einn dag án kaffi og þennan dag hringdi skatturinn, þurfti að fara í krabbameins skoðun, hesturinn minn hruflaði sig á löpp, Guðbjörg ákvað að fara til Frakklands í mánuð, fann kónguló inni hjá mér og sjálfstæðismenn tóku borgina.....ÉG ÆTLA ALDREI AÐ HÆTTA AÐ DREKKA KAFFI.  Sumir hlutir eru bara óbreytanlegir og ætti maður aldrei að storka örlögunum.    En Thelma mín, hvernig næ ég í þig.  Ég þarf svolítið að bera smá undir þig..

Garún, 4.7.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband