Japanskar teiknimyndir

Þegar maður nefnir teiknimyndir þá dettur flestum sjálfkrafa í hug Disney myndir fyrir börn, ekkert skrýtið þar sem Disney, Pixar og 20th century virðast eiga vestræna teiknimyndamarkaðinn. Ég er hins vegar búin að uppgötva (fyrir nokkru síðan reyndar) að það eru til frábærar teiknimyndir ætlaðar fullorðnum. Og nei, ég er ekki að tala um einhverjar dónamyndir heldur vegna þess að að þær þykja of ógnvekjandi eða of flóknar fyrir börn að skilja.
Ekki það að margar af vestrænu barnamyndunum eru drepfyndnar og fullorðnir skemmta sér örugglega jafnvel yfir þeim og börnin gera, eins og Shrek myndirnar, The Incredibles og fleiri.

En svo eru það japönsku teiknimyndirnar. Í Japan virðist litið allt öðrum augum á teiknimyndaformið en hér á Vesturlöndum. Við erum föst í því að teiknimynd á að vera sniðug, krúttleg og litrík á meðan Japanir virðast líta á teiknimyndina sem flott tækifæri til að gera eitthvað frumlegt. Eitthvað sem ekki er hægt að gera í leikinni mynd.
Auðvitað er flóran mikil og víð og fullt af drasli meðal Japanskra teiknimynda eins og í öðru. Þannig að þegar ég fór að skoða þessar myndir fyrst þá hafði ég enga hugmynd um hvað ég átti að kíkja á og hverju að sleppa.

Ég fékk þó góð ráð hjá vinum og var mjög heppin með myndir. Nú á ég ágætis safn af japönskum myndum, bæði teiknmyndum og leiknum. Ég ætla að nefna nokkrar af teiknimyndunum.
"Grave of the Fireflies" leikstýrt af Isao Takahata. Þetta er ein albesta stríðsmynd sem ég hef séð, fjallar um tvö munaðarlaus börn, systkin sem eru að reyna bjarga sér í seinni heimstyrjöldinni. Ótrúlega falleg og hjartnæm mynd (jamm ég hágrét á köflum).
"Spirited away" leikstýrt af snillingnum Hayao Miyazaki. Stórkostlegt ævintýri þar sem blandað er saman nokkrum gömlum japönskum þjóðsögum og um leið deilt á nútíma neyslusamfélag, sem er svo gráðugt að fólk týnir persónuleika sínum og jafnvel nafni. Framúrskarandi mynd.
"Princess Mononoke" líka eftir Miyazaki. Mjög falleg mynd byggð á gamalli þjóðsögu og gömlum japönskum lifnaðarháttum og viðhorfum. Heillandi og mannleg hetjusaga.
"Advent Children" leikstýrt af Tetsuya Nomura. Þetta er sú alfallegasta. Útpæld tölvuteiknimynd sem var mörg ár í vinnslu. Það er bókstaflega allt fallegt í þessari mynd, umhverfið, fólkið, meira að segja farartækin. Og svo eru smáatriðin svo nákvæm að maður sér jafnvel vefnaðinn í fatnaði fólksins. Advent Children er gerð sem framhald af playstation 1 tölvuleiknum, "Final Fantasy 7". Þó að fólk hafi aldrei spilað leikinn er myndin vel þess virði að horfa á. Samt er Advent Children frekar vestræn í uppsetningu með margt, en þó alveg dásamlega japönsk.

Mér finnst það svo einkennandi við japanskar myndir að það er ekki farið eftir þessum klassísku vestrænu klisjum sem maður þekkir orðið alltof vel. Það eru auðvitað einhverjar klisjur en samt geta japanskar myndir endalaust komið manni á óvart. Eitt sem mér finnst áberandi víða er að hlutirninr eru sjaldan settir fram í svart/hvítu eins og í vestrænum kvikmyndum. Oft sér maður sjónarhorn allra aðila og ekki er verið að rembast við að troða í mann hver á að vera vondur og hver á að vera góður. þetta kemur sérlega vel fram í "Princess Mononoke"

Semsagt ég mæli eindregið með japönskum kvikmyndum og ekki síst teiknimyndunum. Vinir mínir mega alveg kalla mig nölla vegna þess. Ef það gerir mig að nörd að horfa á japanskar myndir þá ber ég þann titil með stolti :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Þú ert ekki nörd. Bara smekk manneskja með opinn smekk.

Reyndar ættir þú að skoða fleiri myndir eftir Miyazaki, ef þú hefur ekki gert það nú þegar. Mín algerlega uppáhalds mynd eftir hann er My Neighbour Totoro sem er eitt besta barna ævintýri sem ég hef séð. Fjallar um tvær systur sem flytja í sveitina með pabba sínum og kynnast furðuverum sem búa í nágreninu. Alveg stórkostleg mynd. 

Mæli svo með myndinni Always: Sunset on Third street sem fjallar um unga stúlku sem flytur til Tokyo stuttu eftir seinni heimstyrjöldina og gerist á þeim tíma sem það tók að byggja Tokyo Tower. Ófeiminn að segja að ég var skælandi eins og smábarn yfir þessari mynd. Því miður er erfitt að fá hana hér á vesturlöndum þannig að það gæti orðið flókið að verða sér úti um hana. Ef þú talar við Nexus krakkana þá gætir þú vafalaust pantað eintak í gegnum þau. 

Ómar Örn Hauksson, 25.3.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Hafþór H Helgason

Ég mæli einnig með frönskum teiknimyndum, bendi á meistarastykkið Le Roi Et L'oiseau eftir Paul Grimault. Hann er sá teiknimyndaleikstjóri sem flestir anime leikstjórar af kynslóð Miyazaki ,ásamt honum, segja hafa verið sinn mesta áhrifavald.

Hafþór H Helgason, 25.3.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Best ég setji þetta á to do listann í veikindafríinu ...

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.3.2007 kl. 20:10

4 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ein frábær Japönsk teiknimynd sem fólk ætti að skoða er Tokyo Godfathers. Hún var til í Bónus á skít og ekki neitt fyrir svolitlu og mig grunar að það sé enn hægt að fá hana þar í einhverjum verslunum. Hún fjallar um þrjá heimilislausa einstaklinga sem finna barn sem hefur verið skilið eftir á víðavangi á nýársdag og ævintýri þeirra að koma því í réttar hendur. Er kominn á listann yfir þær jólamyndir sem ég horfi á um hver jól. 

Ómar Örn Hauksson, 25.3.2007 kl. 23:50

5 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég á bæði Jin-Roh og Tokyo Godfathers. Báðar frábærar, en gerólíkar myndir. Endirinn á Jin-Roh var ekkert smá óvæntur og eins óamerískur og hugsast getur og Tokyo Godfathers yndislega mannleg. Ég hef sé flestar Miyazaki myndirnar en þó ekki My Neighbour Totoro. Þarf að fara drífa í því. Er "Always: Sunset on third street" teiknimynd eða leikin, fann hana ekki á Amazon.

Hef aldrei spáð í franskar teiknimyndir og aldrei heyrt um Paul Grimault, ætla að kanna hann betur.

Thelma Ásdísardóttir, 26.3.2007 kl. 00:41

6 Smámynd: Grumpa

Ég sá 7 samúræs einhverntíma (að vísu ekki teiknimynd) sem átti að vera meistaraverk Japanskrar kvikmyndagerðar. Hef ekki séð jafn langa mynd um ekki neitt síðan ég sá 2001. Hef ekki lagt mig eftir að sjá neitt Japanskt síðan

Grumpa, 26.3.2007 kl. 01:14

7 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég þarf greinilega að bjóða Grumpu í japanskt myndakvöld. Þú kemur með trufflurnar Grumpa, ég skal skaffa myndirnar :)

Thelma Ásdísardóttir, 26.3.2007 kl. 08:15

8 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ok, nú VERÐ ég að víkka sjóndeildarhringinn úr ammrísku Pixar myndunum yfir í japanskar teiknimyndir

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 26.3.2007 kl. 08:33

9 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Thelma hefur séð um að víkka sjónarhring minn í Japanskri kvikmyndahefð og það er æðisleg upplifun. Sá um daginn myndina "Infernal affairs" sem myndin "The Departed" er gerð eftir og fannst hún æði. Var að fjárfesta í einni franskri teiknimynd um daginn sem heitir Kaena The Prophecy sem ég á eftir að sjá og hlakka til eftir þessar umræður :-)

Jin-Roh? Ég man ekki eftir að hafa séð hana!

Kristján Kristjánsson, 26.3.2007 kl. 19:05

10 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Thelma. Always er því miður bara til í Japan. Yesasia.com er með myndina hér. Þetta er helvíti góð verslun og þú getur örugglega víkkað sjóndeildarhringinn enn meira með því að skoða hana frekar. Mæli með Kóreskum myndum. Always er leikin mynd og var ein sú vinsælasta í Japan árið 2005.

Ómar Örn Hauksson, 26.3.2007 kl. 22:21

11 identicon

Hey gaman að sjá þig í bloggheimum :)

Mun kíkja reglulega hér inn.  Knús til þín 

Dísa (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:45

12 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

yesasia.com er æðisleg síða, ég hef grun um að ég eigi eftir að vera í föstum reikningi þar í náinni framtíð  Takk fyrir að bena mér á hana.

Thelma Ásdísardóttir, 27.3.2007 kl. 09:56

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var að uppgötva síðuna þína bara rétt í þessu. Færi þér meira þakklæti en ég kem orðum að fyrir að hafa gefi mörgu fólki nýja trú á sjálft sig og lífið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 11:17

14 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já þetta hljómar skemmtilega.  Þú verður að lána mér einhvern tíma einhverja mynd, ekki nema Linda eigi þær til:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 27.3.2007 kl. 20:02

15 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég skal lána þér Sædís, ég held að það sé nokkuð öruggt að hún Linda okkar lumar ekki á einni einustu japanskri mynd :)

Thelma Ásdísardóttir, 27.3.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband