Skrílslæti

Veit ekki alveg hvað ég ætla að blogga um, mér dettur ýmislegt í hug hmmm....
Jú, ég hef til dæmis verið að hugsa um hvað það eru heiftarleg viðbrögð stundum hér á blogginu yfir skoðunum sumra. Eins og með femínisma. Einn yfirlýstur femínisti hér á moggablogginu er bókstaflega lögð í einelti. Um leið og hún skrifar eitthvað femíniskt á bloggið sitt þá rýkur hópur til (mest karlar) og eys yfir hana (oft mjög persónulegum) árásum og fúkyrðum. Mörg kommentin hjá þessu fólki eru svo barnaleg og fáránleg að mér finnst mesta furða að þau skuli ekki hverfa af skömm yfir því að birta sig svona bjánalega. Hvað er eiginlega að? Má manneskjan ekki hafa sínar skoðanir þó það séu ekki allir sammála?
Þetta fólk æpir hástöfum að hún (femínistinn) sé alltaf eitthvað að reyna troða sínum skoðunum uppá aðra, sé með skoðanakúganir (hvaða bull er nú það, það er engin að neyða nokkurn til að lesa bloggið hennar), og að ekki megi vera ósammála henni. Halló!!! Hverjir eru það sem eru að reyna banna hverjum að hafa ákveðnar skoðanir? Þetta fólk grenjar og orgar um að femínistinn sé stöðugt að væla yfir einhverju....en, hvað eru þau þá að gera???
Um daginn birti Femínistinn mynd af umdeildri auglýsingu frá Toyota og setti eina setningu undir sem var á þá leið að hún hefði ekki áhuga á að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki. Og með það sama ruddist heill haugur af yfir sig æstum og stórhneyksluðum bloggurum inn á kommentakerfið hennar og fór að gera sig að erkifíflum. Mörg kommentinn voru ekki í neinu samræmi við færslu femínistans og gerði auðvitað ekkkert annað en að opinbera þröngsýna hugsun hjá viðkomandi. Þetta er svo skrílslegt, vantar bara heykvíslarnar.
Á þetta fólk ekkert líf? Er mesta spennan í tilverunni að bíða eftir því að Femínistinn bloggi nýja færslu svo að hægt sé að ausa úr sér ómálefnalegum vitleysisgangi, allt til að reyna þagga niður í femínistum? Takið ykkur saman í andlitinu og hagið ykkur eins og fullorðið fólk.
Auðvitað eru ekki allir sem kommenta hjá þessum femínista eða öðrum, með tóman kjánaskap og auðvitað er það í besta lagi að vera ósammála, en þessi heift og persónulega reiði í garð einnar manneskju, sem jaðrar á stundum við andlegt ofbeldi, gerir lítið annað en að sýna hvar fólk er sjálft statt andlega.
Æi hvað ég er eitthvað pirruð yfir þessu, kannski ég fái mér annan kaffibolla.
Komin með þetta líka svaka fína kaffi, rjúkandi heitt.
Jæja læt þetta duga núna, búin að fá fína útrás :)
Ætla að fara gera eitthvað skemmtilegt, eitthvað jólalegt :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég er feministi og stolt afþví. 

Garún, 30.11.2007 kl. 14:46

2 identicon

Hei Skriv på norsk. regnar mæ att alle ute i store verden kan det he he.

Er på leit etter ei som Heiter Linda Asdisardottir, Heite før Steffansdottir. Gjer detta for Anita syster mi som jobba mæ linda før i Noreg og på Island.

Kan du hjelpe kønn mæ det. På forhand takk Fam Kili

Øyvind ili (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:50

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Hi Övind, I can understand norvegian but am rather lousy writing it, so I hope you can understand English. Yes I do know Linda, she is my sister. Please ask Anita to send her e-mail and/or snail mail address to this e-mail: thelmaace@hotmail.com.

Best wishes, Thelma

Thelma Ásdísardóttir, 30.11.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Dísa Dóra

Mikið er ég sammála þér.  Ótrúleg sú lenska hjá sumum hér að ausa fúkyrðum yfir aðrar persónur og aldrei eins og ef viðkomandi er yfirlístur feministi.  Það er eins og að sumir álíti að þar með sé komið skotleyfi á viðkomandi og megi ausa hvaða horbjóði yfir persónuna.  Og þeir eru verstir sem að skrifa nafnlaust - ótrúlegt að geta ekki einu sinni haft manndóm í sér að skrifa þó undir nafni.

Knús á þig annars og endilega kíktu við í kaffi og kökur ef þú ert á ferðinni hér austan heiða

Dísa Dóra, 30.11.2007 kl. 21:55

5 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Sammála þér. Þetta er fólk sem talar ÁÐUR en það hugsar. Og í sumum tilfellum er ekkert hugsað, bara spreyjað þröngsýni og óþroska í allar áttir.

Íris Ásdísardóttir, 1.12.2007 kl. 09:09

6 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ég er alveg sammála. Þessi reiðikomment og hugsanaleysi segir mest um manneskjuna sjálfa. Takk annars fyrir morguninn, kaffið og súkkulaðið.... :)

Ruth Ásdísardóttir, 1.12.2007 kl. 13:23

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála um þetta "kommentabrjálaða" lið.

Takk fyrir þetta og hafðu það gott.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 15:34

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

He, he, gott hjá þér að kalla færsluna "Skrílslæti", því þessi umræddu komment eru auðvitað ekkert annað en skrílslæti á prenti!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 15:37

9 identicon

alveg hef ég misst af þessari umdeildu toyota auglýsingu...

Hulda (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:24

10 identicon

Ekkert um femininsta að segja, en mér finnst gaman að sjá hvernig sá norski kemst í samband. Líklega hefur hann "Gúgglað"  "asdisardottir" og þannig fundið tenginguna.

Máttur Internetsins er mikill. Gaman að þessu. Kv. GTh.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:26

11 identicon

Það fer alltof oft allt í vitleysu hérna á blogginu - þurfum ekkert að vera sammála öllum en það er algjör óþarfi að vera með skítkast - komum fram við náungann eins og við viljum láta koma fram við okkur - hugsum áður en við bloggum eða kvittum.

Annars verð ég að segja að mér finnst mjög notalegt að lesa bloggin þín.

Berglind Elva (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband